Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 16

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 16
Elsku ritnefnd! Hér er viðtalið sem ég lofaði ykkur við fulltrúa Afríkanska þjóðarráðsins sem ég kynntist í Kanadaferðinni í vor. Mér reyndist alveg ómögulegt að taka við hana spurningar og svör viðtal og skrifa eitthvað hefðbundið. Þið skiljið kannski hvers vegna þegar þið lesið þetta. Kveðjur, Ms. EITTHVAÐ SKYLDI KOMA FYRIR Það var ekki fyrr en sfðasta kvöldið okkar Rebeccu í Kanada að hún sagði frá því hvernig hún flúði frá Suður-Afríku. Þetta síðasta kvöid bauð Marj okkur báðum í mat heim til sín og hafði eldað kjúkling í hnetusmjörssósu. Við sátum allar þrjár við borðið og borðuðum og þá sagði Marj allt í einu: Rebecca, mig er búið að langa til að spyrja þig allan tímann — hvernig eiginlega gerirðu hárið á þér svona?! Þetta kvöld vorum við búnar að vera saman næstum daglega í þrjár vikur. Marj var einkabílstjórinn okkar fyrir hönd gestgjafanna. Hún keyrði okkur á milli funda og heimboða í ekta amerískri drossíu sem rúmaði okkur allar þrjár í framsætinu ásamt með nesti og nýjum skóm. f aftursætinu voru ferðatöskurnar okkar, áróðurs- bæklingar frá Kvennalistanum, Afríkanska þjóðarráðinu og Jafnréttis- ráði Saskatschewan, teppi til að verj- ast kuldanum, tómar gosdollur og plastdiskarnir undan kvöldmatnum síðan í gær, kassi með bolunum sem ekki seldust á síðustu ráðstefnu. Við veltum því einu sinni fyrir okkur hvort við ættum ekki að gera þetta af- tursæti íbúðarhæft en ákváðum að við hefðum annað betra við tímann að gera. Auk þess, sagði Marj, hafa aftur- sæti í amerískum drossíum ímynd, sem sjálfsagt er að endurskoða í nafni feminisma og með þá pottþéttu afsökun héldum við áfram hvert það nú aftur var sem við þurftum að fara þann daginn. Við fórum á fundi, í kokkteilboð, í opinberar móttökur, á hamborgarastaði, í stórmarkaði (þar sem Rebecca gat keypt sér peysu og síðbuxur því hún var alls ekki undir kanadfsku vetrarkuldana búin), í Indíánabúð (þar sem við keyptum okkur allar eyrnalokka). Einn daginn ókum við í sex klukkustundir beint í norður til Prince Albert-borgar til að fara þar á ráðstefnu. Við sáum ekkert alla leiðina annað en slitendalausar sléttur Norður-Ameríku, kornbirgða- turnana sem setja allan svip á Saskatschewan og — á klukku- tímafresti — bensínsölu sem líka bauð upp á steik og franskar og djúkbox með Presley. í Prince Albert mátuð- um við David Crockett húfur í, ,,The Huclson Bay“, búðinni og utan á félagsheimilinu lásum við auglýsingu

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.