Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 35
VARNARSAMNINGURINN
ER UPPSEGJANLEGUR
„Kvennalistinn lýsir undrun sinni og
áhyggjum yfir því að æ ofan í æ berast frétt-
ir af áætlunum um langdvöl bandarísks her-
liðs á íslandi.“ Þetta eru upphafsorð
ályktunar frá Kvennalistanum þar sem á að
er bent að herstöðvasamningurinn milli ís-
lands og Bandaríkjanna sé uppsegjanlegur
með aðeins átján mánaða fyrirvara. Engu að
síður hafi verið gerður samningur við
bandarísk stjórnvöld til að minnsta kosti
fimmtán ára um vatnsafnot hersins á Suður-
nesjum, heimilaðar hafa verið miklar
íbúðabyggingar fyrir herinn, gert hefur
verið samkomulag um uppbyggingu og af-
not hersins af ijósleiðarakerfi Pósts og síma
og fleira mætti telja. Þá segir: „Á tímum þíðu
í alþjóðastjórnmálum og vilja til að draga úr
vígvæðingu, væri þeim, sem trúað hefur
verið fyrir stjórn landsins, nær að endur-
skoða afstöðuna til veru hers á íslandi í stað
þess að gera íslendinga sífellt háðari hernum
efnahagslega."
NÝJA FISKVEIÐISTEFNU.
í ályktun sem samþykkt var á þingflokks-
fundi Kvennalistans þann 1. sept. s.l. er lýst
yfir áhyggjum yfir því ástandi sem skapast
hefur víða um land vegna núgildandi
stefnu í sjávarútvegsmálum. Hvert byggð-
arlagið af öðru hafi mátt þola skipasölur
með tilheyrandi kvótaflutningum á undan-
förnum mánuðum. Slíkir atburðir skeki und-
irstöður byggðarlaga sem byggja tilveru sína
nær eingöngu á sjávarútvegi.
Er bent á skyldu yfirvalda en síðan segir:
„Aðalatriðið er þó að menn átti sig á því,
að atburðir sem þessir munu halda áfram að
gerast svo lengi sem fiskveiðikvótinn er
bundinn við skip. Kvennalistakonur gerðu
sér fyrir löngu grein fyrir hrikalegum af-
leiðingum núgildandi fiskveiðistefnu. í
ljósi síðustu atburða er vert að minna á til-
lögur sem Kvennalistinn kynnti opinberlega
þegar haustið 1987. Samkvæmt þeim yrði
fiskveiðikvótinn ekki lengur bundinn við
skip, heldur yrði a.m.k. 80% af heildarafl-
anum skipt milli byggðarlaga með hliðsjón
af lönduðum afla fyrri ára.
Hefðu tillögur Kvennalistans náð fram að
ganga þegar þær voru lagðar fram fyrir
tveimur árum væri ástandið annað nú á þeim
stöðum sem sætt hafa þungum búsifjum
vegna vondra laga. Kvennaiistakonur
leggja áherslu á nauðsyn þess að breyta
núgildandi stefnu við endurskoðun laganna
á komandi þingi.“
ALLIR SKOLAR
í REYKJAVÍK
EINSETNIR 1994-95
Um fá mál virðist í orðu kveðnu meiri
samstaða í þjóðfélaginu en einsetinn, sam-
felldan grunnskóla. Um þetta vitna sam-
þykktir kennarasamtaka, niðusrstöður
nefnda, þingsályktunartillögur og frum-
vörp nánast allra stjórnmálaafla á Alþingi.
í Borgarstjórn Reykjavíkur hefur þó ekki
komið fram tillaga um einsetinn skóla fyrr
en nú að fulltrúi Kvennalistans mælti fyrir
slíkri tillögu þann 21. september. Tillagan
er um fimm ára framkvæmdaáætlun sem
gerir ráð fyrir 100 milljón króna við-
bótarfjárveitingu á ári í fimm ár til að
reisa skólastofur og koma þannig á ein-
setningu. Við það er miðað að unnt verði
að einsetja alla grunnskóla Reykjavíkur
skólaárið 1994-95.
Öll heimili í Reykjavík, reyndar flest heimili í
þéttbýli, þekkja óöryggið og rótleysið sem fylg-
ir stuttum og óreglulegum vinnutíma barna í
skólum. Börnin eru fyrir hádegi eitt árið og eftir
hádegi það næsta. Þau þurfa að fara margar
ferðir á dag í skólann, jafnvel með löngum hlé-
um. Þau yngstu fá nauðastutta kennslu og
yfirleitt stendur þeim sáralítil sem engin nær-
ing til boða í skólanum. í samfélagi þar sem
báðir foreldrar vinna langan vinnudag er
þetta löngu orðið úrelt og algerlega óboðlegt,
bæði fyrir börn og foreldra. Auk þess er þetta
uppeldis- og menntunarlega séð ófullnægjandi.
Hið harða húsbóndavald heldur um
pyngjuna.
Þetta ófremdarástand hefur þó sérlega hrjáð
okkur konur og börnin í áranna rás. Ég fullyrði
að löngu væri búið að færa þetta til betri vegar
ef börnin sjálf eða við konurnar hefðum ráðið
í hvaða röð framkvæmdir eru teknar í þjóð-
félaginu. Konurnar í gömlu karlaflokkunum
hafa svo sem ályktað um þessi mál. Þær hafa
bara verið algerlega ofurliði bornar af körlunum
þegar komið hefur að fjárveitingum. Því er það,
að þrátt fyrir miklar yfirlýsingar virðist fátt það
breytast sem er í þágu kvenna, barna og gamla
fólksins hér á landi. Við lútum vilja karlanna
og hjá þeim vantar viljann til þessara verka. Þeir
halda enn um pyngjuna með hörðu húsbónda-
valdi. Þeir líta pyngjuna sem sína eigin eign og
skammta okkur síðan skít úr hnefa til þeirra
mála sem brenna á okkur.
Við Kvennalistakonur höfum áður lagt fram
tillögur í þessum málaflokki. Við riðum á vaðið
á Alþingi árið 1987 með ítarlegu frumvarpi um
einsetinn, samfelldan skóla og lengdan kennsiu-
tíma grunnskólanema. Þá myndaðist halle-
lújakór á þinginu. Allir þingmenn sem tjáðu sig
um málið voru á einu máli um ágæti þess. En
frumvarpið hlaut ekki samþykki hallelújakórs-
ins. Það reyndist enn sem fyrr ekki rifa á pyngj-
unni þegar til kastanna kom. Til þess að koma
á nútíma skóla hér á landi verður að opna
pyngjuna.
Áhlaup Kvennalistans á
hallarmúra Davíðs.
Nú gerðum við Kvennalistakonur áhlaup á Hall-
armúrinn í borgarstjórn. Ekki er hann árenni-
legur enda allur úr glansandi málmi, gleri og
gljásteypu, en það er skylt að reyna. Það mynd-
aðist ekki hallelújakór í borgarstjórn. Minni-
hlutinn var okkur samferða en meirihlutinn
35