Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 14

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 14
ÞORLEIFSDOTÍIR Viðtalið við Þórhildi Þorleifsdóttur birtist í Nýju lífi árið 1984 og þar sagði hún eitthvað á þá leið að þó hún væri mjög önnum kafin kona þá hefði hún ekki sektarkennd gagnvart börnum sín- um. Þar að auki hefðu börn bara gott af því að vera stöku sinn- um óhamingjusöm. En hver voru viðbrögð fólks við þessum djörfu yfirlýsingum? ,,Þau voru dálítið stuðandi fyrir mig. Það voru mjög margar konur sem brugðust við þessum orðum og það gerist jafnvel enn þann dag í dag að konur minnast á þetta við mig. Svo mikið kemur það konum á óvart að einhver sem er með stórt heimili, mörg börn og krefjandi vinnu skuli gefa slíka yfirlýsingu. Það skemmti- lega var að flestum þeirra fannst gott að ég skyldi segja þetta en þó bættu margar við, ,,þó ég viti náttúrulega að þú meinar þetta ekki“.“ En gerði hún það? „Eflaust var þetta að hluta til kokhreysti eða sjálfsvörn. Maður verður að verjast þegar ekkert val er fyrir hendi. Hluti af vörninni er að sigrast á samviskubitinu og auð- vitað tekst okkur mörgum það að einhverju leyti. Sérstaklega ef við erum sáttar við það starf sem við sinnum. Engu að sxður þá stend ég á því sem ég sagði. Ég held að nútímahugmyndir um hamingjuna séu mörgum þungar í skauti og oft á tíðum mikill skaðvaldur í hjónaböndum. Það er alltaf dregin upp mynd af hinni hamingjusömu fjölskyldu og okkur er stillt upp andspænis glansmynd af því lífi sem við eigum að lifa. Þegar líf okkar geng- ur svo ekki upp samkvæmt þessari forskrift, þá fáum við sektar- kennd. Ef við missum stjóm á skapi okkar, þá fáum við sektarkennd af því við getum ekki höndlað allar aðstæður eins og ekkert sé. Það er mjög mikil byrði á fólki að halda að allt sé í himnalagi hjá öðrum en þeim sjálfum. Fólk viðurkennir ekki erfiðleika og jafnvel tímabundna óhamingju sem fylgifiska lífsins. Okkur er nefnilega talin trú um að það eigi bara að vera auðvelt að lifa en ekki líka flókið, tímafrekt og jafnvel á stundum þreytandi." Albínu finnst sektarkenndin aukast með aldrinum, kannast Þórhildur við það?, Já en það á sér auðvitað ýmsar skýringar eins og t.d. þá að það er auðveldara að skipuleggja sig og halda deg- inum í skorðum meðan börnin eru lítil. Allur rekstur heimilis er miklu flóknari þegar börnin eru öll á skólaaldri heldur en þegar þau eru á dagvistaraldri. Þegar börnin stækka taka þau ákvarðanir sjálf sem stangast kannski á við það sem maður sjálfur ætlar sér. Heimur þeirra verður víðari og flóknari og þau þurfa meiri hjálp en áður. Ef eitthvað gengur svo ekki upp í fjölskyldunni þá held ég að það íþyngi konum meir en körlum því okkur finnst þetta alltaf vera á okkar ábyrgð." isg. lifa í stöðugri sektarkennd. Maður verður einhvers staðar að standa við þetta val og í því finnst mér ég finna og sjá mikla erfiðleika hjá konum. Ef þær velja þá velja þær oft ekki nema með hálfum hug og þær eru alltaf að velta erfiðleikunum fyrir sér — maður getur kannski sagt að þær séu í hálf- gerðum vælugangi með þetta. Auð- vitað er þetta erfitt, það vita allir sem hafa staðið í þessum sporum, en það hjálpar ekkert að velta sér upp úr því. Konur eiga stundum svolítið erfitt með að láta sig hafa það og að því leytinu eru þær dálítið frábrugðnar karlmönnum. Ef konur vilja standa við sitt val þá verða þær að vera dálítið harðar við sjálfar sig. Ef þær eru í sambúð þá krefst nútímalíf bæði mikillar samvinnu og eins þess að fast skipulag sé á hlutunum þann- ig að þetta komi allt heim og saman. Og þar eru konur oft alltof linar. Þær reyna að halda einhverju fyrir- komulagi og fá jafnvel sambúðar- aðilann með sér í það en svo gengur það kannski ekki eins og þær vilja og þá gefast þær hreinlega upp. Stundum er það vegna þess að þær taka verk- efnin og ábyrgðina yfir of snemma og fyrr en varir eru þær búnar að kaffæra sig í vinnu og eru að reyna að leysa „Konur velja oft ekki nema með hólfum hug og þœr eru alltaf að velta erfiðleikunum fyrir sér - maður getur kannski sagt að þœr séu í hálf- gerðum vœlugangi með þetta. Auð- vitað er þetta erfitt en það hjálpar ekkert að velta sér upp úr því.“ öll hlutverkin í einu. Álagið verður einfaldlega allt of mikið. Og þó hlut- verk kynjanna hafi eitthvað breyst þá held ég samt að sú breyting sé mjög orðum aukin. Á ákveðnu tímabili getur verið að fólk sinni heimilis- verkunum nokkuð jafnt, t.d. meðan báðir aðilar eru í námi, en með at- vinnuþátttöku beggja og hefðbundnu fjölskyldulífi þá held ég að þetta falli allt mjög auðveldlega í gamla formið aftur. En finnst þér konur þó of tilbúnar til að láta í minni pokann og ekki gera nógu ákveönar kröfur til sambýlismanna sinna? Auðvitað gera sumar konur það og oft endar það jafnvel með skilnaði og ýmiss konar erfiðleikum og álagi. Oft á tíðum er það líka þannig að konur hafa ákveðnar hugmyndir úr sínu uppeldi um það hvernig heimilislíf eigi að líta út þó svo þær sjálfar lifi í allt, allt öðrum raunveruleika. Þær geta verið með ákveðnar hugmyndir um að það eigi að taka til um helgar, það á að gera hitt og þetta og svo fer þeim að líöa illa út af því sem þeim finnst að eigi að gera en er ekki gert. Málið er kannski það að stundum er allt í lagi þó að það sé ekkert gert. Það getur hugsanlega beðið í þrjár vikur að taka til án þess að nokkuð gerist nema þá það að konan verður sjálf örg út af því og lætur það stjórna líðan sinni alit of mikið. Þessir hlutir ættu ekki að skipta hana svona miklu máli miðað við það að hún er búin að velja allt, allt annað. Konur eiga oft erfitt með að segja við sjálfar sig. „Allt í lagi. Ég er búin að velja og það verð- ur bara að hafa það þó það líti svona og svona út heima hjá mér. Það þýðir ekkert að hugsa um það.“ Og svo þurfa þær raunverulega að hætta að hugsa um það. Konum hœttir sem sagt til aö standa ekki viö þaö sem þœr velja? Já og það getur auðvitað verið mjög erfitt að gera það. Það er nokkuð sem maður getur ekki gert nema vinna ákveðið með það og þess vegna er það sem margar konur gefast upp á þessu. Ef manneskjan tekur einhverja ákvörðun og ætlar virkilega að láta slag standa þá getur það kostað eitt- hvað á heimavelli a.m.k. til að byrja með. Annað hvort neikvæðni ann- arra, sem hún verður þá að þola, og líka beinhart að hún þurfi að leggja á sig aukið erfiði bæði andlegt og 14

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.