Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 29

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 29
flestar hafa þessar rannsóknir verið gerðar af körlum, um karla og konur komið þar lítt við sögu. Á þessu öllu eru þó undantekningar. Konur hafa reynt að komast í áhrifastöður, verið meðal fulltrúa um lengri eða skemmri tíma á þjóðþing- um, að minnsta kosti á Fiji, Cook- eyjum og Samóa. Þær eru þó sammála um að karlar hafi öll raunveruleg völd. Og fyrir þremur árum kom út álitleg bók um rétt kvenna á Suður- hafseyjum til lands. Þar er fjallað um ástandið á Fiji og Vanuatu, sem eru melanesasamfélög og auk þess um Tonga, Vestur-Samóa og Cook-eyjar sem eru pólfnesísk samfélög.1 I stuttu máli má segja að samkvæmt hefð eigi karlar og ríki yfir landinu, sem er talið verðmætast eigna, og gildir þá einu hvort um samfélög er að ræða sem hafa einhver einkenni mæðraveldis, eða hrein feðraveldis- samfélög. Konurgeta vfða ,,átt" land eftir skilnað, missi eiginmanns, eftir feður sína eða bræður, en þá er þeim alltaf fundinn einhver karl sem stýrir þessari ,,eign“ þeirra. Hins vegar má merkja hægfara breytingar á þessu eftir því sem kristni, breyttir atvinnu- hættir og aukin miðstýring hafa komist á. Þetta er mat þeirra kvenna sem hafa unnið við þessar rannsóknir. Þær taka sem dæmi að Jíróunar- bankinn á Fiji-eyjum láni sífellt fleiri konum fé til að festa sér land (yfirleitt með leigu) og einnig til smáiðnaðar. Hins vegar sýna heildartölur að enn eru það karlar sem ráða yfir lang- mestu landi á Fiji. A Cook-eyjum urðu fyrstu breytingar á aldagömlu karlveldi með komu trúboðanna. Það voru konur sem fyrst snérust til kristni og þær komust til áhrifa innan safnaðanna. Trúboðarnir studdu t.d. konu í áhrífastöðu og tóku hana fram yfir bróður hennar þegar á árinu 1848. Konan sem skrifaði um þessa atburði í bókinni um rétt kvenna til lands, getur Jjess ekki að trúboðarnir hafi talið konur leiðitamari og hlýðnari sér Ljósmyndlr: Anna Ó. Björnsson og Þórunn Árnadóttir. en karlana, en sú skoðun þekkist ann- ars staðar frá þar sem áhrif trúaðra hafa byggst á forystu kvenna. f fram- haldi þessa fyrsta skrefs urðu breytingar er leiddu til þess að konur fengu yfirráðyfir nokkru landi í fyrsta sinn. En eins og lögreglukonan á lögreglustöðinni í Avarua á Cook- eyjum sagði, eiga þær enn langt í land. Stjórnkerfið á Cook-eyjum er mjög valddreift, ólíkt J)ví sem gerist til dæmis á Fiji. Fjölskyldufundir og landsréttur eru valdastofnanir sem eru mjög nærri fólkinu og þar eru konurnar oft í meirihluta og stýra um- ræðunni, en þegar til ákvarðana kemur eru J?að sjónarmið karlanna sem ráða. Og landlæg karlremba virð- ist ekki enn vera á undanhaldi, þrátt fyrir ytri breytingar á stöðu kvenna á Cook-eyjum. íbúar Suður-Kyrrahafsins eru að byrja að vekja athygli á að þeir hafi lífs- stefnu — ,,Kyrrahafslífshættina“ — sem þeir geti miðlað. Grunnur þess- arar lífsstefnu er í þeim hugmyndum sem íbúarnir gera sér um fortíð sína og sögu, skaplyndi, lífsviðhorf og samskiptavenjur. Þeir benda á langa hefð vingjarnlegra og hrekklausra samskipta sín á milli, þann sið að ræða málin ofan í kjölinn í stað þess að gera út um ágreining með valdi. Að vísu má finna dæmi í sögum eyjanna um hið gagnstæða, en látum það liggja á milli hluta. Trúin er mikil- vægur Jráttur í þessari sjálfsmynd. í bók um Kyrrahafslífshættina rakst ég þó óvænt á skemmtilega sjálfs- gagnrýni sem ég ætla að enda þessar vangaveltur á. Bókin er eftir karl- mann, en hann kemst engu að síður að þessari niðurstöðu: „Aukaálagið sem fylgir gestrisni eyjanna bitnar aðallega á konunum. Ætlast er til að þær vinni dag og nótt til að þjóna og skemmta gestum sínum (sem oftast eru reyndar gestir eiginmanna þeirra, feðra, bræðra og sona). Kröfurnar sem gerðar eru til kvenna ganga oft mun lengra, eins og í ljós kom þegar Fiji-kona hringdi í mig um hálftíu- leytið kvöld eitt, til að fá leyfi eigin- manns síns (sem hafði skroppið til mín í heimsókn út af smámáli) til að fara að borða ásamt smábörnunum á heimilinu. Þau höfðu beðið eftir hon- um í nokkrar klukkustundir, en það var ókurteisi að fara að borða áður en hann kæmi. Kyrrahafslífshættirnir verða víst að laga sig að frelsishreyf- ingu kvenna eins og iðnvædd samfélög.“ aób. Mcluncsi'a, Polinesía og Míkrónesía eru þrjú svæði Kyrrahafsins sem hafa byggst á sitt- hverjum tíma og hvert úr sinni áttinni. Melanesísku og mikrónesísku samfélögin eru mun eldri en þau polinesísku. Melanesar komu úr austri og eru skyldir íbúum lndónesíu en pólinesar búa við vestanvert Kyrrahafið og eru skyldir márum á Nýja-Sjálandi. Míkrónesar búa aftur norðar, nær ströndum Asíu. ATH. Áskrifendum Veru er bent á að nú er hægt að greiða áskrift blaðsins með greiðslukortum — Visa—Eurocard—Samkort. Hringið í síma 22188 og fáið nánari upplýsingar. Verslun í krambúðarstíl með bæjarins mesta úrval af te og kaffi. Te- og kaffibar með rjúkandi cappucchino, expresso, mokka, súkkulaði og 50 tegundum af te. TfeÖkaffibúÓin Laugavegi 24 (bakhús v/Fálkann) Sími ■ 26260 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.