Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 21

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 21
SIGURVEIG G UÐM U N DSDÓTTIR fyrsta sinn. Gunnar Sigurgeirsson frá Ljósmynd: Anna Fjóla Akureyri var mér samtíða á hælinu, en Gísladóttir. hann var lærður píanóleikari. Hann æfði sig mikið og við hlustuðum hug- fangin á. Kristmann Guðmundsson var berklasjúklingur og staðráðinn í að vera skáld og Stefán frá Hvítadal hafði einnig verið á hælinu. Það var mikið talað um þessa menn og önnur skáld, en Snorri Hjartarson var mér samtíða á hælinu sem ungur maður. Hann gekk um fölur og fár því ástin hans, Dúna Böðvars, var alltaf rúm- liggjandi þetta sumar. Við fylgdumst spennt með nýjum ljóðabókum sem komu út og kepptumst við að mynda okkur skoðun á bestu ljóðunum áður en gagnrýnendur birtu dóma sína. Það var lifað í skáldskap og rómantfk. Oft tóku sjúklingar lagið og jieir sem höfðu hæfileika fengu leiðsögn hjá Gunnari og sungu við undirleik hans. Ungur maður, Tómas Baldvins- son frá Dalvík, var mjög efnilegur söngvari og ég varð náttúrulega skot- in í honum. Það gerðist þegar við sát- um og hlustuðum á Gunnar spila „Tunglskinssónötuna" og ég horfði íaugun á þessum fallega, ljóshærða pilti með stór, blá augu. Rómantískara gat það varla verið. F.n það var allt í nxtjándualdar stíl og varð þvf að fara illa. Tómas var einit af þeim sem dó ungur, eða tveim árum eftir að við kynntumst. Fyista ástin mín fékk því sama endi og rómantíkin nærist á. Við konurnar snerum kvæðum skáldanna við, því þau fjölluðu flest um karlmenn sem gráta konur. Eina skáldkonan sem skrifaði í þessum anda var Ólöf frá Hlöðum. Hún elsk- aði mann sem hún fékk ekki, en hún var eldri en við. Okkar uppáhald var Stefán frá Hvítadal og auðvitað Davíð sem varð strax þjóðskáld. Dæmi um lag sem varð vinsælt er þýðing Hannesar Hafstein á kvæði Bellmans um tæringuna. Þaö byrjar svona: „Flýt þér, drekk út því dauðinn búinn bíður." Dauðinn var í stöðugri návist við okkur, fólk var að deyja allt í kring. Eg var fyrst á hælinu í hálft ár, fór síðan í Kvennaskólann og að honum loknum fór ég beint á hælið aftur og var í eitt ár. Ég á Kvennaskólanum mikið að þakka. Þær voru miklir upp- alendur, Ingibjörg H. Bjarnason og fröken Ragnheiður Jónsdóttir. Ég kunni vel við að vera í sérskóla með stúlkum og tel mig hafa mannast þarna. Ég lærði kurteisi og prúð- mennsku því skólabragurinn var þannig. Þegar ég kom út af hælinu var ég hálft ár heima hjá mömmu. Það var einmanalegur tími, ég saknaði lífsins á hælinu og þó ég væri útskrifuð gat ég ekkert unnið. Ég mátti þakka fyrir að geta gengið. Fólk forðaðist mig af hræðslu við smit svo þetta var hálf- gerð einangrun. Ég var heldur ekki laus við berklana því í ljós kom að ég var með bakberkla og var lögð á spítalann þar sem Kópavogshælið er núna. Þar lá ég rúmföst næstu þrjú árin. Ég var algjörlega ósjálfbjarga, mátti ekki setjast upp né fara úr rúmi. Ég horfði á heiminn í spegli sem var við rúmið mitt. í honum sá ég yfir Arnarnesvoginn og fylgdist náið með sjónum og síbreytileik hans. Það eina sem ég gat gert á sjúkra- húsinu var að reyna að þroska and- ann. Það var eitt einkenni sem fylgdi berklasjúklingum að þeir voru oft nær óhóflega bjartsýnir. Kannski var það dauðaóttinn sem reyndi að ýta raun- veruleikanum burt. Mig langaði auð- vitað til að lifa og leit á veikindi mín sem aukaatriði hjá sálarlífinu. Ég hellti mér út í heimspekilegar og trúarlegar vangaveltur og las allt sem til náðist um slík efni, Biblíuna, „Breytni eftir Kristi" eftir munkinn Tómas frá Kempis, Helga Péturs, spíritisma og þess háttar. Það sem bjargaði þó mest þessari fangavist var stofusystir mín, skáld- konan Elín Sigurðardóttir, af Reykja- hlíðarættinni. Hún var sjór af fróðleik um íslenskar bókmenntir, mikil kven- réttindakona og til hennar komu í heimsókn margar helstu merkiskonur á þeirri tíð, Guðrún Lárusdóttir alþingismaður, Laufey Valdimarsdótt- ir með kveðjur frá móður sinni Bríeti, Lórelei þeirra tíma Svanhildur Þorsteinsdóttir, fegursta kona sem ég 21

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.