Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 5
börnum
Dagana 21.-22. sept. s.l. var hald-
in námstefna sem heilsugæslu-
hjúkrunarfræðingar og barna-
hjúkrunarfræðingar innan Hjúkr-
unarfélags íslands stóðu fyrir. Við-
fangsefnið var „ill meðferð á
börnum”. Þátttakendur á þessari
námstefnu voru hinir ýmsu fag-
menn, er tengjast þessu vanda-
máli, s.s. læknar, hjúkrunarfólk,
félagsráðgjafar, sálfræðingar,
auka margra annarra er láta sig mál
þetta varða. Markmiðið var fyrst
og fremst að vekja athygli á þessu
máli. Gestafyrirlesarar voru tveir,
Dr. Kari Killen Heap félagsráð-
gjafi, og Per Skjælaan yfirlæknir á
barna- og unglingageðdeild, en
bæði koma frá Noregi. Auk þeirra
fluttu 17 íslendingar stutt innlegg.
Einn af þeim var Hallveig Finn-
bogadóttir heilsugæsluhjúkr-
unarfræðingur, sem annast ásamt
fleirum ungbarnavernd á vegum
Heilsuverndarstöðvar Reykjavík-
ur. Vera hafði samband við hana
stuttu eftir námstefnuna, til að
forvitnast nánar um þetta falda
vandamál, og hvernig það tengdist
hennar starfi.
Þessi yfirskrift — „ill meöferö
á börnum” — felur í sér nokk-
uö víötœka merkingu. Getur
þú skilgreint hana nánar, og
hversu stórf þetta vandamál
er hér á landi.
Þetta mál hefur í rauninni aldrei
varið rannsakað hér á íslandi og
liggja því engar tölfræðilegar upp-
lýsingar fyrir. En það er staðreynd
að þetta er nokkuð stórt vanda-
mál. í grófum dráttum má flokka
þessa illu meðferð niður í fjóra
megin þætti. I fyrsta lagi er talað
um Líkamlega og andlega van-
rcekslu. Þá er átt við vanrækslu
hvað varðar fæði, klæðnað, húsa-
skjól og andlega umhyggju. í þeim
löndum þar sem mál þetta hefur
verið rannsakað, er þessi tegund
illrar meðferðar talin algengust,
eða % hlutar af öllu vandamálinu.
í öðru lagi Tilfinningalegt of-
beldi. Þ.e. barn sem skaðast til-
finningalega af uppalanda. Þar er
átt við barn sem fær stöðugt
neikvæða athygli, eða jafnvel alls
enga, stöðugar aðfinnslur, hótanir
eða höfnun. í þriðja lagi Líkamlegt
ofbeldi, en þar koma inn líkam-
legir áverkar sem ekki er hægt að
rekja til slyss, t.d. á barni sem
ekki hefur náð þeim hreyfiþroska
að það geti skaðað sig af umhverf-
inu. I fjórða og síðasta lagi Kyn-
ferðislegt ofbeldi, en það er sér
þáttur út af fyrir sig, og kem ég
ekki nánar inn á það hér.
Nú þjóniö þiö á barnadeild
Heilsuverndarsföövarinnar
aldurshópnum 0-4 ára. Hvern-
ig er þessari þjónustu háttaö?
Fyrir utan reglulegar sprautur til 4
ára aldurs þá önnumst við alla
ungbarna- og smábarnavernd á
vegum Heilsuverndarstöðvarinn-
ar, þ.e. þeim svæðum borgarinnar
sem ekki tengjast heilsugæslu-
stöðvunum, en það er stór hópur.
Við förum heim til foreldra með
nýfædd börn fljótlega eftir að
mæðurnar koma heim með þau,
og reglulega í fjögur skipti þar til
þau eru orðin 3ja mánaða, ef allt
gengur snurðulaust. En ef talin er
hætta á að móðir eða foreldrar
geti ekki sinnt barninu sem skyldi,
eða vegna annarra ástæðna, þá er
þeim veittur aukinn stuðningur og
heimsóknirnar verða fleiri á þeim
tíma, eða vikulega.
Hvernig greiniö þíö vandann?
Það er oft erfitt að greina vand-
ann. Oft fáum við vísbendingu frá
fæðingardeildum sjúkrahúsanna
eða Fæðingarheimilinu. Okkur er
bent á svokallaða áhættuhópa, þ.e.
foreldra sem búa við mjög lélegar
félagslegar aðstæður, húsnæðis-
lausar einstæðar mæður með lítinn
eða engann stuðning frá fjölskyldu
sinni, áfengis- og/eða fíkniefna-
neytendur, greindarskerðing for-
eldra, ef tengslamyndun móður og
barns við fæðingu er ábótavant,
óæskileg þungun, og fleira mætti
telja upp. S.l. fjögur ár hafa verið
skráð 59 tilfelli þar sem foreldrar
búa við mjög erfiðar aðstæður, en
ég held að þetta sé alltof lág tala,
hópurinn er örugglega mun stærri.
Hverskonar vanrœkslu veröur
þú mest vör viö I starfinu?
Ég verð mest vör við líkamlega
andlega vanrækslu eða vanhirðu.
Við fylgjumst grannt með því
hvort barnið þyngist eins og vera
ber, og ef ekki þá reynum við að
grafast fyrir um orsakir þess og
masðrunum er s:tgt til eins og unnt er.
Einnig skoðum við barnið og þá
sjáum við meðal annars hvort
einhverjir áverkar finnast á því.
Meö hvaöa ráöum reynir þú
aö hjálpa fjölskyldunni?
Ég tel að heimsóknir til þessa fólks
séu afar mikilvægar,því þá kynn-
umst við aðstæðum þess og erum
mun betur í stakk búin til að grípa
inn í og aðstoða. Einnig erum við
með fræðslufundi á Heilsuvernd-
arstöðinni, t.d. um vöxt og þroska
barna og mikilvægi andlegrar um-
hyggju, en það er nú svo að oftast
koma ekki þær mæður eða þeir
foreldrar sem við vildum helst sjá.
Hvaö mœtti betur fara?
I mínu innleggi á námstefnunni
taldi ég upp ýmis atriði s.s. aukið
forvarnarstarf, styðja betur við
áhættuhópana og auka fræðslu og
ráðgjöf til foreldra. Það þyrfti að
auka samstarfið á milli hinna ýmsu
faghópa innan heilbrigðis- og fé-
lagsmálageirans. Almenningur
verður einnig að vera vel vakandi
gagnvart þessu vandamáli, t.d. til-
kynna til barnaverndarnefndar ef
fólk verður vitni að, eða grunur
leikur á að um illa meðferð á
börnum sé að ræða.
Viltu segja eitthvaö aö lokum?
Ég vil gjarnan að það komi fram
að í kjölfar námstefnunnar var
skipaður vinnuhópur innan heil-
brigðis-, félagsmála-, dómstóla- og
menntakerfisins. Vinnuhópnum er
ætlað að finna leiðir til að vinna á
þessu vandamáli og standa að
rannsóknum þar að lútandi, svo að
vonandi verður þessi námstefna
ekki bara orðin tóm.
S.H.
LESEIVDABRÉF
Er fyrirkomulag á handa-
vinnukennslu í Hagaskóla brot
á jafnréttislögum?
Ágæta VERA, ég er nemandi við
Hagaskóla í Reykjavík og langar til
að leggja fyrir ykkur spurningu
viðvíkjandi handavinnukennslu
í áttunda bekk, en Hagaskólinn
mun vera einn fárra skóla á land-
inu þar sem hún (handavinnan) er
kynskipt þ.e.a.s. drengir í smíði og
stúlkur í saumum. (Taka ber fram
að bréfritari er karlkyns).
Þessi skipting hefur að sjálf-
sögðu vakið kurr meðal nokkurra
nemenda skólans. Hefur skóla-
stjórinn gefið þá skýringu að
„nokkur brögð hafi verið að því
að fólki hafi ekki unnist tími til að
ljúka verkefnum sínum á ,,aðeins“
hálfum vetri“ en hér eru að megn-
inu til sömu verkefni og okkur var
ætlað að klára á „aðeins" hálfum
vetri ári áður. Tel ég mig meira að
segja hafa orð smíðakennarans
fyrir því að hann sé á móti fyrir-
komulaginu.
Spurningin er því sú: STENST
ÞETTA FYLLILEGA LÖG UM
JAFNRÉTTI KYNJA OG JAFNAN
RÉTT TIL NÁMS?
Að lokum vil ég þakka ágætt
blað sem ég les reglulega á
bókasafninu.
Hagskælingur.
Kceri Hagskcelingur.
Þetta fyrirkomulag á handa-
vinnukennslu er bceði brot á
grunnskólalögum og jafnréttis-
lögum. Vera hafði samband við
Elsu Þorkelsdóttur, fram-
kvcemdastjóra Jafnréttisráðs, og
sagði hún að árið 1987 hafi
ráðið fengið kceru frá heilum
bekk í Langholtsskóla vegna
samskonar tnáls. Þá hafi ráðið
gert úttekt á handavinnukennslu
í skólum landsins. Hún leiddi í
Ijós að út á landsbyggðinni var
vandamálið fyrst og fremst það
að ekki fengust handavinnu-
kennarar til starfa. Skólarnir í
Reykjavík hafa ekki þá afsökun
en etigu að síður var ástandið í
jafnréttismálunum slcemt í 5
skólum borgarinnar og var
Hagaskóli einmitt þar á tneðal.
Var þá haft samband við náms-
stjóra í handavinnu í mennta-
málaráðuneytinu og þeir
ákváðu að gefa viðkomandi
skólum eins árs frest til að laga
þetta hjá sér — koma á jafnrétti
stráka ogstelþna í handavinnu-
kentislu eins og löggera ráð fyrir.
Þessi frestur er nú liðinn og því
virðist sem einhverjir skólar,
Hagaskólinn a.tn.k., hafi ekki
tekið hann mjög alvarlega. Svo
nú er bara að þrýsta á og sœkja
sinti rétt. Skólartiir eiga að sjálf-
sögðu að fara að lögum og
námsstjórarnir í mennta-
málaráðuneytinu eiga að sjá til
þess að þeir geri það. Það vceri
því kantiski ráð fyrir hagskœl-
inga að stiúa sér til þeirra.
Að lokutn þökkutn við þér
kœrlega fyrir bréfið og þarfa
ábendingu. Er bréfið sérstaklega
ánœgjulegt þar sem það sýnir að
það eru vissulega til strákar setn
sjá sér hag í því að jafnrétti
kynjanna sé sem mest á öllum
sviðum. Vceri gaman ef strákar
og stelþur gerðu tneira af því að
skrifa okkur og segðu okkurfrá
sinni afstöðu til þessara mála.
Ritnefnd VERU.
5