Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 13
‘«Unum HöskuUlss\
THORDARSON
'iifn, tn hjuRfíu
•*»</ þoti
firð,
þar '
Lisir
•nro
bín.
St
i»Jóðv
skyldai,
ienska j
samning •
Ísiending
heimaha
að úr 5
var in,
heyrir n
var iagt
Ptp:
hennaj
fvrstu
þar fir
þar >cr
eíu ba
aíhygl
þrjíír
ba-r
„aiit
„bar
ú e.
saun
V- «
Þó sektarkenndin eigi afskaplega greiöan aögang aö konum þá er
ekki þar meö sagt aö þœr hafi enga stjórn á henni. Ef konur sigruöust
aldrei á sektarkenndinni þá fengju þœr ekki miklu áorkaö. í bókum og
viðtölum hafa konur sagt frá atburöum og aðstœðum sem aö öllu
jöfnu eru uppspretta þessarar leiöu kenndar en þœr hafa ekki látið á
sig fá og farið sinu fram. Sumar hafa jafnvel lýst því yfír aö þœr séu ekki
eöa hafi ekki verið haldnar neinni sektarkennd, Svo óvenjulegar eru samt
slíkar yfirlýsingar aö þœr eru í minnum haföar meöal kvenna löngu eftir
aö þœr voru gefnar. Þeirri sem þetta skrifar eru minnisstœö tvö nýleg
tímaritsviötöl þar sem konur sögöu eitthvaö I þessa veru. Annaö var viö
Albínu Thordarson arkitekt og þyrluútgeröarkonu og hitt viö Þórhildi
Þorleifsdóttur leikstjóra og þingkonu. En hvaö sögöu þessar konur?
Viðtalið við Albínu birtist í Mannlífi árið 1988 og þar segir hún
frá því þegar hún kom heim frá Danmörku eftir fyrsta námsár
sitt í arkitektúr, eignast son í september og fer síðan mánuði síð-
ar út aftur og fær inni fyrir son sinn á Vöggustofu Thorvaldsens-
félagsins. Segir hún að sér hafi ekki þótt erfitt að skilja barnið
eftir heima en síðan segir: „Ömmunum þótti þessi ráðstöfun hins
vegar afleit að hennar sögn, en með þessu móti gat Albína hald-
ið sínu striki. Á vöggustofunni var sonurinn fram að jólum, en
þá kom hún heim, gekk í hjónaband og hvarf síðan aftur til Dan-
merkur. ,,Ég ætlaði að taka Pál út um jólin, en vegna íbúðarleysis
varð ég að fresta því. Hann var síðan í háift ár í fóstri hjá frænku
minni áður en ég tók hann með mér“.“
VERA spurði Albínu hvort samviskubit eða sektarkennd hafi ekk-
ert plagað hana vegna þessa? „Nei. Systur mínar segja reyndar
að ég sé fædd með samviskubit en ég var aldrei neitt sakbitin yfir
þessu. Mér fannst þetta ekkert erfitt og kannski hefur það m.a.
verið vegna þess að þetta var allt svo framandi fyrir mér. Ég var
ekki rema tvítug þegar ég átti barnið en auk þess hefur móður-
tilf'.iningin aldrei hellst yfir mig þegar ég hef eignast börnin. Hún
hefur komið við nánari kynni. Það er hugsanlegt að ég hafi verið
svona ,,samviskulaus“ vegna þess að eignarhaldið var ekki á
hreinu. En auðvitað hafði það líka sitt að segja að þetta átti al-
drei að vera til frambúðar." Nú voru ömmurnar ekki alveg sam-
þykkar þessri ráðstöfun, kom það ekkert við kauninn á henni?
,,Já, þeim þótti þetta dálítið skrítið en ég naut stuðnings annars
staðar frá. Ég fékk m.a. góðan stuðning frá manninum mínum
sem þótti sjálfsagt að ég héldi áfram námi þó svo að hann væri
búinn með sitt nám og fluttur heim. Forstöðukonan á vöggu-
stofunni tók mér líka mjög vel og þótti sjálfsagt að aðstoða mig.
Ég þurfti ekkert að réttlæta þetta fyrir henni og mér er mjög minn-
isstætt hvað ég varð hissa á því. En svona nokkuð gerir maður
ekki án stuðnings frá öðrum."
Vissulega skiptir stuðningurinn máli en hitt hefur þó eflaust skipt
sköpum að Albína var ákveðin í því hvað hún vildi. ,,Ég var mjög
ákveðin í því að halda áfram námi og sá að það myndi vera öll-
um fyrir bestu. Ég kærði mig ekki um að aðrir þyrftu að vera með
sektarkennd yfir því að hafa sett mér stólinn fyrir dyrnar. Ég get
hins vegar ekki neitað því að stundum hugsa ég til þess að ef’eitt-
hvað hefði farið úrskeiðis hjá þessu barni þá hefði ég sjálfsagt
kennt sjálfri mér um. En mér finnst líka eins og maður fái meiri
sektarkennd með aldrinum enda hjálpast allt við að halda henni
að manni.“
viðurkenning kemur þegar framkoma
er í samræmi við óskir fullorðinna um
,,rétta“ hegðun. Börn komast fljótt að
því hvenær fullorðnir verða fyrir
vonbrigðum og hvenær þeir eru
ánægðir. Börn finna hvenær þau upp-
fylla ekki væntingarnar. Árangur af
sektarkenndaruppeldi er gjarnan sá að
börn og fullorðnir hegða sér og
framkvæma hluti sem eru beinlínis
andstæðir því sem þau í raun vilja —
allt til að þóknast öðrum. Ég er alger-
lega sannfærð um að ástæðurnar fyrir
því að sumir fá meiri sektarkennd en
aðrir, er að leita í þeim skilaboðum
sem börn fá um sjálf sig sem per-
sónur. Viðbrögð og framkoma for-
eldra skiptir þarna verulegu máli.
Þessi s.k. taugaveiklunarsektarkennd
er oftar en ekki spurning um ákveðið
veganesti úr uppeldinu.
Sú skoöun hefur heyrst aö sekt-
arkenndin sé konum ekki bara
„Þaö er mis-
skilningur að halda
aö sterk sektar-
kennd sé tákn fyrir
mikiö siðgœði og
ríka ábyrgöar-
tilfinningu. Sterk
sektarkennd kemur
oftast af miklum
innri kvíöa.“
fjötur um fót heldur notfœri þœr
sér hana á ýmsan hátt. Hver er
þín skoðun á því?
Einstaklingur sem er þjakaður af sekt-
arkennd getur yfirleitt ekki tjáð ósk-
ir, langanir, þarfir og skoðanir á
beinan, hreinskilinn hátt. Hann hefur
líka tilhneigingu til að vilja kenna
öðrum um — bæði um eigin vanlíðan
og ófarir. Sektarkennd getur alið af
sér ótrúlega vanmetakennd en hún er
einnig notuð sem valdatæki. Konur fá
oft mikla athygli út á sektarkennd og
það nýta þær sér. Þær geta oft snúið
öðrum í kringum sig með því að nota
sektarkenndina. Hver vill vera vond-
ur við manneskju sem líður illa og
þjáist af sekt? Aðrir stilla kröfum sín-
um í hóf og þora oft ekki að umgang-
ast manneskjuna á venjulegan,
ábyrgan hátt.
Áöur fyrr var sjálfsímynd kvenna
fyrst og fremst tengd heimilinu
en í dag tengist hún ekki síöur
stööu þeirra á vinnumarkaöi.
Konur standa í fyrsta skipti and-
spœnis n.k. vali milli vinnu og
heimilis. Er ekki hugsanlegt aö
þetta val — og þá um leið efinn
um aö valiö hafi veriö rétt — ýti
undir sektarkennd kvenna?
Jú. Það er auðvitað staðreynd að það
er mjög erfitt að koma öllu heim og
saman, vinnu, fjölskyldu, barna-
uppeldi o.s.frv. Það er ekkert smámál
að fá þetta allt til að ganga upp. En
hitt er svo annað að ef maður ætlar
að koma öllum þessum hlutum heim
og saman þá krefst það þess að hlut-
irnir séu teknir alvarlega, skipulag og
ýmsar ráðstafanir séu markvissar og
að maður geri sér grein fyrir að þetta
er spurning um að velja. Ef um raun-
verulegt val er að ræða þýðir ekki að
setja spurningamerki við valið og
13