Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 9

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 9
SAMVISKUBIT Samviskubit yfir aö sofa ekki heima hjó barni samviskubit yfir aö fara út ó kvöldin samviskubit yfir aö fó sér á snípinn samviskubit yfir aö eiga mann samviskubit yfir aö sofa aldrei heima samviskubit yfir aö vera kona því ertu alltaf svona ertu vond ertu góö ertu sljó ertu nógu mjó ég reyni aö lifa einsog kvenmaöur reyni aö lifa einsog kvenmaöur kvenmaöur kvenmaöur kvenmaöur. Textinn er eftir Kamarorghestana og hann er aö finna á plötunni „Bísar T banastuöi" sem kom út áriö '1981. Lagiö var sungið af Lísu Pálsdóttur. engu að síður. Kannski sektarkennd- Ljósmynd: Rut Hall- in komi einmitt með valinu? Valdi ég grímsdóttir. rétt eða ekki? Valdi ég eitt en vil annað? Valdi ég sjálf eða lét ég aðra velja fyrir mig? En kannski erum við bara fæddar til sektar? Kannski kristinn átrúnaður og kirkja hafi dæmt okkur sekar allt frá því Eva fékk Adam til að borða af eplinu í Paradís forðum? Séra Hanna María Pétursdóttir segist ekki geta rakið sektarkennd kvenna til átrúnaðarins sem slíks, til biblíunnar sjálfrar. „Þvert á móti, þá er gífurlega mikið af textum í biblí- unni sem ganga út á það að konur megi velja. í þessu sambandi get ég t.d. nefnt söguna um Mörtu og Maríu. Marta vildi læra og hún var ávítuð af því hún hafði valið en Jesús varði val hennar. Sá boðskapur er skýr í bib- líunni að Jesús kallar konur til frels- is. Það má líka segja að hann hafi gert það sama og við konur erum að gera núna. Hann tók veruleika- skynjun síns tíma til endurmats. Hanna María Pétursdóttir: „Konur í dag eru í sömu sporum og Adam foröum. Guö lét hann nefna alla hluti og hann gaf þeim nafn út frá eigin reynslu. Við erum núna aö nefna veruleikann upp á nýtt.“ Mér finnst eins og þessi sektarkennd sem við konur erum að burðast með sé vegna þess að við erum að vakna til meðvitundar um okkur sjálfar og um feðraveldið og uppbyggingu þess. Við erum á milli steins og sleggju, rnilli þess sem var og þess sem er. Merkingarvefur okkar er að hrynja þ.e.a.s. sú veruleikaskynjun sem hefur verið lögð til grundvallar í upp- eldi okkar í margar aldir. Við erum hins vegar byrjaðar að skapa nýjan merkingarvef út frá okkar eigin reynslu og þá kemur sektarkenndin. Um þetta má kannski nota þá skemmtilegu samlíkingu sem komin er frá fræðikonu sem nefnist Mary Daly, að konur í dag séu í sömu spor- um og Adam forðum. Guð lét hann nefna alla hluti og hann gaf þeim nafn út frá eigin reynslu. Við erum núna að nefna veruleikann upp á nýtt. Við erum að vinna úr eigin reynslu sem hefur orðið sýnileg með kvennabar- áttunni." Og er forvitni Evu þá sektarkennd kvenna óviðkomandi? „Þegar við förum að túlka Gamla testamentið þá erum við komin út í allt aðrar bók- menntir en Nýja testamentið. Þetta er svo forn heimur að það er mjög erf- itt að rýna í hann. Að sjálfsögðu var textinn um Adam og Evu túlkaður í mjög karlstýrðu samfélagi og karl- stýrðri kirkju og það má í rauninni segja að þarna komi fram hið gamal- kunna þema um „la famme fatale“. Aftur á móti vilja margar konur sem eru gamlatestamentisfræðingar halda því fram að þarna séu á ferðinni mjög gamlar mýtur sem eigi rætur að rekja til mæðraveldis. En túlkun textans fer eftir merkingarvef þess sem hann les.“ Helga Sigurjónsdóttir kennari er þeirrar skoðunar að klerkaveldið eða karlveldið, bæði hið forna og hið nýja, hafi komið sektarkenndinni inn hjá konum. Reyndar hafi mæður not- ið ákveðinnar virðingar allt fram á þessa öld og á þær verið litið sem líf- gjafann og því beri körlum að vera móðurinni þakklátir. „En“ segir hún ,,ef við tökum svo 20 öldina þá hefur klerkaveldi kirkjunnar færst yfir á vísindin og fræðimennina. Þetta nýja klerkaveldi gengur enn lengra en 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.