Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 20

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 20
ÞETTA ER MI TT Um Sigurveigu Guðmundsdóttur kennara í Hafnarfirði mœtti hœglega skrifa heila bók, því það getur reynst erf- itt að velja atriði úr langri œvi í lítið viötal. Nýlega hélt hún upp ó 80 ára afmœlið sitt og naut þess að sjá öll þau andlit sem heiðruðu hana á afmœlisdaginn. „Það voru fluttar margar líkrœður,“ segir hún og hlœr, um leið og hún styður sig við göngugrindina sem er henni hjálp við að komast um húsið. Hún metur það mikils að geta enn búið í „Gerðinu" sem stendur í hjarta Haf narfjarðar, í stórum trjágarði upp við Lœkjarskóla þar sem hún kenndi í 18 ár, til 67 ára aldurs. Hún byrjaði á því eftir að hafa fœtt sjö börn á 13 árum og komið þeim á legg. „Ég vil ekki fara á stofnun. Þar missir fólk allan persónuleika. Það œtti ekkerf gamalf fólk að fara að heiman sem hefur nokkra von til að vera þar áfram,“ segir hún og talar af reynslu um stofnanir, því þar dvaldi hún meira og minna í 10 ár vegna berklaveiki sem hrjáði hana frá 13 ára aldri. Við urðum ásáttar um að sleppa að mestu ártölum og upptalningu á öllum þeim félögum sem hún hefur starfað í og gegnt trúnaðarstörfum fyrir. „Þetfa stendur allf í Kennaratalinu. Það yrði leiðinleg upptalning því einu sinni voru félögin orðin 13 sem ég var skráð í. Það voru allt þjóðþrifafélög,11 segir hún þar sem hún situr með síga- retfu, þétt upp við miðstöðvarofninn í stofunni, um klukk- an fjögur síðdegis, en fyrir þann tíma tekur hún hvorki á móti gestum né símtölum. Stofan er prýdd ýmsum munum tengdum kirkjufélagi Sigurveigar, kaþólskunni, og út um gluggann sér hún Hamarinn, þar sem áður bjuggu álfar og huldufólk. Innan seiiingar er bók sem Anna Sigurðar í Kvennasögusafninu útvegaði henni, því hún er sílesandi. Þœr eru skólasystur og hafa oft samband í síma um hugðarefni sín. Bókin er norsk, um skáldið Ibsen, konu hans, son og tengdadóttur. si Eg fæddist hér í Hafnarfirði 6. sept- ember 1909 og átti góða bernsku. Hafnarfjörður var þá lítill bær og fólkið fátækt, fyrir utan nokkra fína embættismenn og útgerðarmennina sem bárust mikið á. Faðir minn var nítjándualdar maður, fæddur 1853 og dó þegar ég var 9 ára. Hann hét Guðmundur Hjaltason og var Borgfirðingur. Hann var hugsjónamaður og heimsborgari, frumkvöðull lýðháskólahreyfingar- innar hér á landi, og var sjálfur á lýð- háskólum í Noregi og Danmörku 1875-1881. Þar sem hann hafði kynnst erlendum þjóðum og bar með sér framandi siði, þótti Hafnfirð- ingum hann framandi. Hann vildi t.d. fara í bað og bar til þess sjó heim í húsið okkar. Hann vildi Iíka stunda sólböð og líkamsæfingar. Slfkt gerðu engir aðrir og þótti því undarleg sérviska. Móðir mín hét Hólmfríður Björns- dóttir og var úr Fljótunum. Það var harðbýl sveit og mamma kynntist mikilli örbirgð. Hún var lausaleiks- barn og var á hrakningum, byrjaði 8 ára að vinna fyrir sér. Hún sagði oft þegar hún las „Sjálfstætt fólk“, að það minnti sig á lífið þegar hún var að alast upp. Pabbi kynnti mig fyrir heims- menningunni en mamma gaf mér inn- sýn í þjóðtrúna og íslenska alþýðumenningu. Hún sá Þorgeirs- bola þeysa um sveitina og varð vör við álfkonur í klettum. Áður en pabbi dó var hann búinn að lesa upp- hátt fyrirmig margt af því sem best hefur verið ritað, eins og Biblíuna, gríska goðafræði, Eddu og íslend- ingasögurnar. En mamma var sísyngj- andi dægurlög þess tíma, lög við kvæði þjóðskáldanna og af henni vandist ég á að læra vísur og kvæði. Ævisögur foreldra minna eru til á bókum. Hann skrifaði sjálfur sína sögu og hafði auk þess gefið út nokkrar bækur, og nú er nýútkomin bók um uppeldiskenningar hans, rituð af dr. Braga Jósefssyni lektor við Kennaraháskóla íslands. Ég býst við að mamma hafi ekki viljað vera minni en hann á sínum tíma og fékk Elínborgu Lárusdóttur til að skrifa ævisögu sína, en hún heitir „Tvennir tímar“. Margrét systir mín kom með nú- tímann inn í uppeldið. Hún var 12 árum eldri en ég, skemmtileg og ákaflega góð stúlka. Hún gaf mér barnabækur og dúkkur og kynnti mig fyrir skemmtilegum hlutum. Ég var stolt af henni því hún var óvenju falleg og var líkt við kvikmynda- stjörnur eins og Henny Porten og Polu Negri, eða það sem best þótti hér á landi — að líkjast dætrum Hannesar Hafstein þegar hún gekk um götur Reykjavíkur. Uppeldismáti föður míns lifði áfram eftir að hann dó, því mamma hélt minningu hans á lofti. Stúlkur áttu að læra alveg jafnt og piltar, enda var mömmu tamt að tala um að við ættum að læra því hún fór á mis við það og þurfti að gjalda þess. Hins vegar var sá vani að stúlkur ættu að bíða eftir að fá gott gjaforð ekki í hávegum hafður á mínu heimili. Við Hafnfirðingar erum heppnir að hafa átt Flensborgarskólann sem stofnaður var fyrir aldamót. Ég gat verið þar í eitt og hálft ár áður en ég smitaðist af berklum eins og margir skólafélagar mínir. Þegar ég var 14 ára fór ég í fyrsta sinn á Vífilsstaðahælið og met þann tíma mikils því lífið þar var mjög sérstakt. Þar var margt gáfað og músíkalskt fólk og samskipti mikil milli sjúklinga sem ekki voru rúm- fastir, en það gátu orðið allt að 100 manns. Samkomur og upplestrar skálda ur- ðu mér mikil opinberun. Útvarpið var ekki komið og grammófónar og söng- skemmtanir fátíðar, svo eina tónlistin sem almenningur heyrði var það sem fram fór í kirkjunni. Fyrsta söng- konan sem ég heyrði syngja var Lóa Hjaltested sem söng „Nótt“ eftir Árna Thorsteinsson fyrir okkur. Regína Þórðardóttir leikkona var berklaveik og bróðir hennar og vinir komu uppeftir og sungu fyrir okkur. Það var mér líka mikil opinberun þegar ég heyrði klassíska tónlist í 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.