Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 39

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 39
breytist lítið hvort sem þær lifa í þjóðfélagi þar sem valdið er í höndum þeirra eigin kynþátta eða hvítra. Eðli kvennakúgunar er við- fangsefnið, en lýsing á örlögum kvenna af öðrum kynþáttum en hvítum gerir dæmið augljósara en ella, þvf þær verða stöðugt fyrir tvöfaldri kúgun bæði litarins vegna og kynsins. Við kynnumst líka svörtum karl- mönnum sem eru í baráttu gegn innrætingu kvennakúgunnar í þá sjálfa. Þeim verður töluvert ágengt en það tekur tíma og rnikla vinnu að skilja og skynja þá kúgun sem þeir hafa sjálfir tekið þátt í að við- halda, og að sjá samhengið milli kvennakúgunar og kynþátta- kúgunarinnar sem þeir hafa kynnst á eigin skinni. Allt hljómar þetta ofboðslega alvarlegt og dramatískt, og það er það að sjálf- sögðu, en frásagnarstíllinn er létt- ur og skemmtilegur, sagan er full af skondnum atvikum og sér- kennilegu, elskulegu fólki sem hefur hæfileikann til að njóta þess oft á tíðum litla jákvæða sem lífið hefur upp á að bjóða. Fólki sem tekst að halda sjálfsvirðingu sinni þrátt fyrir niðurlægingu. Og ein- mitt það dregur úr sársauka les- andans við lesturinn en ekki úr þeirri sterku upplifun og merki- legu lífsreynslu sem lesturinn býður upp á. Ingibjörg Hafstað. Nú er lag! Fleiri konur í sveit- arstjórnir. Fleiri konur á þing. Ábendingar um leiöir sem geta leitf til meir jöfnuöar. Texti: Stefanía Traustadóttir. Útg.: Jafnréttisráö 1989. Þessi hvetjandi yfirskrift er titill á 15 bls. bæklingi sem er nýkominn út á vegum Jafnréttisráðs. Á bak- síðu bæklingsins segir að mark- miðið með útgáfu hans sé ,,...að vekja athygli á þeirri staðreynd að hlutur kvenna í hópi kjörinna full- trúa stjórnmálasamtaka er fyrir borð borinn og benda bæði for- ystu flokkanna og konum innan þeirra vébanda á leiðir sem geta leitt til meiri jöfnuðar". Ef marka má þessi orð þá virðist bækling- urinn fyrst og fremst ætlaður flokksbundnu fólki, og er vænt- anlega skrifaður með það fyrir augum að auka hlut kvenna á framboðslistum í sveitarstjórnar- kosningum að ári. Er í bæklingn- um m.a. bent á leiðir sem konur geta farið innan flokkanna til að hafa áhrif á stefnumótun þeirra, auka hlut sinn í kjörnum stofn- unum og á framboðslistum. Flokk- unum sjálfum eru lfka gefin góð ráð um það hvernig þeir geti gert flokksstarf kvenna sýnilegra sem aftur muni skila sér í fleiri konum á framboðslistum. Þetta er vissulega góðra gjalda vert og aldrei of mikið gert af því að tala yfir hausamótunum á hin- um karlstýrðu stjórnmálaflokkum. Engu að síður hlýtur maður að ætla að hefti eins og þetta fari víða og hafi víðtækari skírskotun en bara til flokkspólitískra kvenna. Það geti verið fleiri konum hvatn- ing til dáða t.d. þeim sem starfa innan verkalýðsfélaga eða hinum sem eru einfaldlega áhugasamir flokksleysingjar. Og þá komum við kannski að alvarlegasta galla þessa heftis. Það útilokar kvenna- framboð sem leið íbaráttu kvenna fyrir aukinni hlutdeild í kjörnum stofnunum samfélagsins. Það er einfaldlega ekki minnst á slík framboð einu orði í heftinu! Er þetta enn ótrúlegra en ella í ljósi þess að aldrei hefur hlutur kvenna í sveitarstjórnum og á þingi aukist eins hratt eins og eftir tilkomu þeirra. Það er því bein- hörð staðreynd að þetta er sú leið sem hefur skilað konum mestum árangri á stystum tíma. Hitt er svo og verður ætíð álitamál hvort þessi leið er hugmyndafræðilega rétt og vænleg þegar til lengri tíma er litið. Það er fyrir utan verksvið Jafnréttisráðs að taka af- stöðu til þess. I heftinu er spurt stórum stöf- um: „Hvað hefur verið gert?“ Og spurningunni er svarað. „Á síðustu árum hafa íslensk stjórn- málasamtök farið ýmsar leiðir til að auka hlut kvenna innan sinna vébanda. Það voru konurnar sjálf- ar sem þrýstu á um aðgerðir." Síðan er sagt frá tveimur leiðum, kynjakvóta og virkum kvennasam- tökum innan flokkanna. Þriðja leiðin sem konur hafa farið, þ.e. að stofna sín eigin stjórnmálasam- tök, telst þarna ekki til þess sem gert hefur verið. Þó nýtur hún stuðnings a.m.k. 10-15 °/o þjóð- arinnar. En það er líka spurt: „Hvað geta konurnar gert?“ Svarið við þeirri spurningu er jafn þögult um sérframboðin og hið fyrra. Það skal fúslega játað að mér sveið undan þessari þögn og ég veit að svo fer um fleiri konur. Hvað eru þær konur Ifka að hugsa sem að þessari útgáfu standa? Hvað er orðið um allt okkar starf? Til hvers eru konur hvarvetna að berjast fyrir því að gera konur og verk þeirra sýnileg þegar konur taka svo þátt í því að gera þetta ósýnilegt aftur? Til hvers að bjóða karlveldinu byrginn og senda tugi kvenna inn í stjórnkerf- ið á forsendum kvenna þegar konur láta svo eins og þetta hafi ekki átt sér stað? Hvernig má það vera að þær nýti ekki þá svipu sem þær þó hafa til að hreyfa flokkana í átt til aukins kynjajafnræðis? Við hvað eru þær hræddar? Heftið varð mér tilefni margvís- legra vangaveltna og væri hægt að skrifa um það langt mál. Það verð- ur þó ekki gert hér heldur aðeins minnst á þá staðreynd sem vakin er athygli á í heftinu, að 43% þeirra kvenna sem eru aðalfulltrú- ar í sveitarstjórnum ætla ekki að gefa kost á sér til endurkjörs og 36% eru óákveðnar. Með öðrum orðum, aðeins um 20% eru á- kveðnar í því að fara aftur í fram- boð. Þá kemur fram að 76% kvenna f sveitarstjórnum árið 1986 sátu þar sitt fyrsta kjör- tímabil. Þessar tölur sýna okkur svart á hvítu það sem við kannski vitum, að konur og hefðbundin stjórnmálastörf eiga stutta og brösótta samleið. Á þessu má finna ýmsar skýringar en líklegast þykir mér þó að rótina sé að rekja til þess að gildismat kvenna og hugmyndir þeirra um mannleg samskipti stangast á við allt sem viðtekið er í almennu stjórn- málastarfi. Spurningin er svo aftur sú, hvort vinna eigi að því að lengja almennt setu kvenna eða stytta þaulsetu karla? Er ekki hugs- anlegt að hugmyndir Kvennalist- ans um 6-8 ára hámarkssetu í stjórnkerfinu falli nokkuð vel að lífshrynjandi flestra kvenna? Og ef svo er, mættu flokkarnir þá ekki eitthvað af því læra? Ég get ekki sagt að þetta hefti hafi glatt mig en ég vil engu að síður geta þess sem gott er og eitt af því er kraftmikil útgáfustarfsemi Jafnréttisráðs að undanförnu. Vona ég að ráðið haldi áfram á þeirri braut og höfundar gæti þess að láta ekki flokkspólitík verða kvennapólitík yfirsterkari. isg. Barnamyndatökur ÖLL ALMENN LJÓSMYNDUN TÖKUM EFTIR GÖMLUM MYNDUM LJÓSMYNDIR Ljósmyndastofa í húsi Málarans Grensásvegi 11. SimÍ 680150. RUT HALLGRÍMSDÓTTIR UÓSMYNDARI 39

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.