Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 33
til hinna ýmsu mála. Samkeppni og hrein og
klár afbrýðisemi í garð okkar hefur oft verið til
vandræða, sérstaklega í samstarfi við
Alþýðuhandalagið og Alþýðuflokkinn. Ýmsir
fulltrúar þessara flokka voru okkur reiðir og af-
brýðisamir vegna tilkomu Kvennalistans. Þeim
fannst við vera að stela frá þeim athygli og mál-
um og voru dálítið yfirlætislegir gagnvart okk-
ur, sérstaklega í upphafi. Það er miklu hreinni
afstaða og skil á rnilli Sjálfstæðismanna og
Kvennalistakvenna. Afstaðan er ólíkari og
línurnar eru skýrari og samskiptin á þann hátt
hreinni. En þar með er ég ekki að segja að
þetta sé óska samstarfsflokkur Kvennalistans í
rxkisstjórn, af og frá.“
Við erum búnar að tala svolítið um
mögulega þátttöku Kvennalistans í ríkis-
stjórn. Kvennalistinn er og hefur verið í
„Við getum stillt upp hlið við hlið, Valhallar-
bákninu og litlu leiguherbergjunum sem við
höfum í gömlu húsi við Laugaveginn.11
stjórnarandstöðu og mikið talað um að
hún sé veik. Er Kvennalistinn ekki nógu
sterkur til þess að halda uppi sterkri
stjórnarandstöðu?
„Það er auðvitað erfitt fyrir Kvennalistann að
vera í stjórnarandstöðu við hliðina á þessu afli
sem er Sjálfsstæðisflokkurinn. Hann hefur geysi-
lega sterka stöðu með allt það sem hann hefur
á bak við sig. Ráðherraímyndirnar í flokknum,
sagan, ég tala nú ekki um Morgunblaðið sjálft
og það fjármagn sem er á bak við Sjálfstæðis-
flokkinn. Við getum bara stillt upp hlið við hlið,
Valhallarbákninu inni á Háteigi og litlu leigu-
herbergjunum sem við höfum í gömlu húsi við
Laugaveginn. Það eru lýsandi dæmi um þenn-
an aðstöðumun og við finnum vitaskuld
geysilega mikið fyrir honum núna þegar við
erum í stjórnarandstöðu við hliðina á þessu
bákni. Þetta er ný reynsla fyrir okkur því áður
var meira jafnræði á milli stjórnarandstöðu-
flokkanna. Það er ekkert undarlegt þó að þess-
ar sveiflur yrðu í fylginu þegar Sjálfstæðis-
flokkurinn er núna kominn í stjórnarandstöðu
og leikur þarna lausum hala og hefur geysilega
sterka aðstöðu til að koma sínu á framfæri,
heila herdeild af vinnufúsum framagosum og
að því er virðist peninga eftir þörfum. Ég get
ekki fallist á að stjórnarandstaða Kvennalistans
hafi verið veik en það hefur verið misjafnlega
auðvelt að koma þessum viðhorfum á framfæri.
Við Kvennalistakonur samþykkjum t.d. ekki
svo sjaldan ýmiskonar ályktanir og sendum svo
öllum fjölmiðlum. Svo sitjum við hér og flett-
um blöðunum og hlustum á útvarp og sjónvarp
og bíðum eftir að þessar ályktanir sjáist. Sjaldn-
ast koma þær fyrr en eftir dúk og disk þegar
tilefnið er nánast gleymt. Það má kannski
segja að við séum dálitlir taparar núna í þessu
áróðursstríði sem stjórnmálin ganga mikið út
á.“
„Þetta tók yfir jólin og eyðilagði þau eigin-
lega fyrir mér“
Þegar Kristín var að lokum spurð hvað
væri henni minnisstæðast sagði hún að
ótalmargt ánægjulegt mætti nefna eins og
samþykktir rnála, sem Kvennalistakonur
hefðu átt frumkvæði að. Hins vegar væri
sér einna minnisstæðust átökin um matar-
skattinn, sem Kvennalistakonur lögðust
mjög eindregið gegn.
„Það voru feikileg vonbrigði hvað við fengurn
lítinn stuðning utan úr þjóðfélaginu gegn þess-
ari fáránlega heimskulegu aðgerð. Kannski
hefði mátt koma í veg fyrir hana ef almenningur
hefði verið betur á verði. Ég upplifði þetta eins
og baráttu við þursa og þöngulhausa. Ég lét
kalla ráðherrana hvað eftir annað inn í þing-
salinn til þess að hlusta á mótmælin og rökin,
til að reyna að ná eyrurn þeirra. Ég man þegar
þeir sátu og lásu í kvæðabókum og tímaritum
til þess að sýna manni að þeir ætluöu ekki að
hlusta. Ég var alveg fjúkandi reið, alveg
óskaplega reið í langan tíma. Þetta tók yfir jól-
in og eyðilagði þau eiginlega fyrir mér. Þannig
er auðvitað niargt sem er hægt að rifja upp frá
þessu tímabili sem hefur haft mikil áhrif á mig.
En öll lífsreynsla er holl, bæði góð og vond,“
sagði Kristín að lokum.
bb.
Stjórnmálaöfl hafa misgreiðan aðgang að fjöl-
miðlum, og má nánast einu gilda hvort um er að
ræða flokkspólitísk dagblöð eða ríkisrekið útvarp.
Ekki má ráðherra reka við án þess að Þorsteinn
Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins sé spurður
álits í fjölmiðlum. Þessir sömu miðlar eiga hins
vegar í mestu brösum við að flnna pláss fyrir stutt-
ar ályktanir frá Kvennalistanum. Þær hafa hins
vegar verið nokkrar í surnar og hér á eftir verður
aðeins drepið á þær helstu.
VERÐHÆKKUNUM MÓTMÆLT.
í júlí s.l. ályktaði félagsfundur Kvennalistans
í Reykjaneskjördæmi gegn þeim stórfelldu
verðhækkunum sem orðið höfðu frá því
kjarasamningar voru gerðir. En í ályktuninni
er bent á aðra og duldari kjaraskerðingu sem
ríkisstjórnin stendur fyrir. Um hana segir
m.a.: „Önnur ráðstöfnun (en verðhækk-
anirnar) ekki síður ósvífin, hefur fengið
minni umfjöllun. Verðlag hefur nú þegar
hækkað hlutfallslega mun meira en persónu-
afsláttur skattgreiðenda, sem gildir út árið.
Þetta ræðst af því að lánskjaravísitalan, sem
reiknuð var út í maí er sú vísitala, sem ræður
persónuafslætti. í maívísitölunni koma
verðhækkanir þær, sem þjóðin mátti þola í
júní, hvergi fram. Auknar tekjur ríkisins, ef
persónuafsláttur hækkar ekki til jafns við
verðlag, koma fyrst og fremst frá láglauna-
fólki. Jafnvel fólk með lágmarkstekjur, sem
nægja alls ekki til framfærslu, greiðir nú
skatta." Þá er ítrekuð sú stefna Kvenna-
listans að persónuafsláttur sé leiðréttur
mánaðarlega til að hindra sjálfvirkar skatta-
hækkanir í.verðbólgu.
FRÉTTAMAT SJÓNVARPSINS.
Kvennalistinn sá ástæðu til að benda á að
ummæli, sem Bogi Ágústsson fréttastjóri
sjónvarps viðhafði í þættinum „Þjóðarsál-
in“, stönguðust á við anda jafnréttislaganna.
í þættinum var hann spurður hvernig á því
stæði að hlutur kvenna væri svo rýr í frétta-
tímum. Vísaði hann þá til þess að þjóð-
félagið væri einu sinni þannig að karlar væru
þar víðast í forystu og svo sagði hann: „Það
er mín skoðun að fréttastofan sé ekki til þess
að breyta þjóðfélaginu heldur til að skýra frá
því hvernig það er þannig að það er engin
áætlun í gangi um að jafna þetta með því að
tala við konur af því að þær eru konur.“
í athugasemd Kvennalistans er bent á að
Ríkisútvarpinu, sem öðrum, beri að fara eftir
jafnréttislögum og vinna að breytingum á
þjóðfélaginu í þá átt að jafna stöðu karla og
kvenna. Síðan segir: „Ef fréttastofan leggur
ekki sitt af mörkum til að slíkar breytingar
geti átt sér stað er hún í raun þátttakandi í
því að viðhalda ríkjandi ástandi. Fjölmiðlar
eru nefnilega hvort tveggja í senn, miðlandi
og mótandi." Þá er á það bent, að fréttir
gefi ekki rétta mynd af þjóðfélaginu eins og
það er heldur örfáum sviðum þess þar sem
karlmenn ráða rfkjum.
33