Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 28

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 28
KONURNAR KYRRAHAFINU Suður-Kyrrahafseyjar er áreiðanlega ekki sá staður á jarðríki sem hugurinn hvarflar oftast til, nema kannski hugur þeirra sem eiga sér draum um friðsæla stund á (eyði)eyju í Suður- höfum. Það er því svolítið undarleg upplifun að koma til þessara eyja, hitta þar fólk af holdi og blóði og fara að velta því fyrir sér í hvernig sam- félagi það lifir, hvernig því líður og svo ekki síst hvernig konurnar hafa það. Það er helst hægt að fá einhverj- ar hugmyndir um þetta með því að bera saman þær heimildir sem er að hafa um efnið og eigin reynslu. En fyrst getur verið gaman að líta aðeins á hugmyndirnar sem maður hefur áður gert sér um þessar fjarlægu eyj- ar. Seiðmagn eyjanna er yfirleitt tengt hugmyndum um ósnortna, ægifagra náttúru og barnslega saklaust mann- líf, sem ekkert getur spillt nema kyn- sjúkdómar og trúboðar. Konurnar í Kyrrahafinu eru aðallega þekktar fyrir húladans og af myndum Gauguin og einhvern rámar kannski í að drottn- ingar hafi ríkt á Tahiti áður en Félags- eyjar urðu að franskri nýlendu. Ósnortna náttúran er nú í mikilli hættu vegna kjarnorkutilrauna Frakka á Suður-Kyrrahafi. Barnslega saklausa mannlífið hefur vissulega fengið sinn skammt af trúboðum og kynsjúkdómum. Kristna trúin er nú orðin mjög ríkur þáttur í menningu Suður-Kyrrahafsins og eyjabúar halda því fram að þeir hafi lagað hana að þeirri menningu sem fyrir var og verja hana með kjafti og klóm í um- ræðum. Spilling, drykkjuskapur, vændi og kynsjúkdómar sem fylgdu ,,innrás“ Evrópumanna, voru á- hyggjuefni þegar á síðustu öld og eyjabúar telja sig enn ekki hafa náð tökum á þeim vanda, þótt hann sé misjafn eftir svæðum. Á Cook-eyjum er það mikill drykkjuskapur sem veldur mönnum áhyggjum, á eyjun- um sem eru undir franskri stjórn, til dæmis Tahiti, eru vændi og alls konar spilling borgarsamfélaga meira áhyggjuefni. Konurnar í Kyrrahafinu eru síst áhrifameiri í samfélagi sínu en kon- urnar á Vesturlöndum. Þó má í stuttri heimsókn á nokkrar Kyrrahafs- eyjar finna ólgandi áhuga hjá mörgum konum til að breyta áhrifaleysi sínu í samfélaginu. Þar heyrast kunnug- legar athugasemdir eins og: „Það er verið að reyna að telja okkur trú um að konur hafi sömu tækifæri og karlar, en það eru karlarnir sem ráða öllu.“ Það var lögreglukona á Cook- eyjum sem kom með Jtessa athugasemd. Hún sagði að konur gætu menntað sig á við karla, en tölur sýna að það eru strákarnir sem eru studdir til mennta, ekki stelpurnar. Og eina konan sem hafði farið á þing Cook-eyja hafði fallið út eftir nokkra mánuði þegar efnt var til aukakosn- inga. Þar með var það búið. Og hafði verið hlustað á þessa einu konu (með- al rúmlega þrjátíu karla)? Hún hló bara yfir þeirri spurningu og hristi höfuðið. Það er áberandi bæði á Cook eyjum og Fiji hvað konur ganga í öll störf á við karlmenn, nema stjórnunarstörf. Þær eru sýnilegri í ýmsum störfum samfélagsins en víða annars staðar, til dæmis víða í Evrópu. Þær keyra stræt- isvagna, leigubíla, stýra verslunum, hótelum (stundum með ósýnilegan karlyfirmann), vinna í bönkunum, á skrifstofunum og við tölvurnar, en þær sitja yfirleitt ekki þjóðþingin eða eru í áhrifastöðum svo sem stjórn- sýslu. Og þóttþað séu þær sem eru langvirkastar í störfum hinna ýmsu kristnu safnaða Kyrrahafsins, þá eru prestarnir karlar. Safnaðarstarfið er víða langvirkasta félagsstarfið á eyj- unum. Suður-Kyrrahafsbúar eru að byrja að skilgreina sérstöðu sína og menning- ar sinnar, en eins og oft áður eru það fyrst og fremst karlar sem skilgreina samfélagið og móta þá mynd sem eyjabúar vilja gefa af sjálfum sér. Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar í Suður-Kyrrahafsháskólanum, sem staðsettur er á Fiji, á undanförnum árum, á menningu og félagsmynstri á Kyrrahafseyjum. Eignarhald á landi er það sem flestir beina augum sínum að enda mjög stór þáttur í þjóðfélagsgerð og áhrifum Kyrrahafsbúa á eigið líf. Sums staðar hefur land verið í sam- eign eftir ákveðnum reglum, annars staðar ríkja flóknar reglur (jafnvel miðaðar við arf í kvenlegg) um afnot og eignarrétt á landi, og til að flækja þetta allt komu Evrópumenn og söls- uðu undir sig verðmætt land. Á eyj- um eins og Fiji hafa Indverjar líka raskað þjóðfélagsgerðinni mjög en þar eru Jteir nú urn helmingur lands- manna og stýra viðskiptalífinu að mestu. Er hér yfirleitt um það að ræða að karlmenn hafa ásælst land og áhrif annarra karla og karlarnir í Kyrrahafinu eru að reyna að sporna við áhrifum evrópskra og asískra karla. Lfflegar rannsóknir á gangi mála eru að vísu forvitnilegar en 28

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.