Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 15
líkamlegt. Þá er það oft sem varnirn-
ar bresta og manneskjan heldur það
ekki út, hún hefur ekki þol til að
standa þetta af sér og segja: „Það gerir
ekkert til þó fólk gagnrýni mig og sé
að draga úr mér, það gerir ekkert til
þó mér líði illa, ég geri þetta samt.“
En þetta þarf hún kannski að geta gert
meðan hún er að komast yfir ákveð-
inn þröskuld og aðlaga aðra fjöl-
skyldumeðlimi að því að svona er
þetta. Það þarf ákveðna hörku til að
standast þessa raun og oft standa
konur mjög einar í þessu og njóta alls
ekki stuðnings sinnar nánustu fjöl-
skyldu.
Á þessari öld hafa þœr sól-
frœöikenningar vegiö mjög
þungt sem leggja áherslu á
barnœskuna sem mótunarskeiö
— sem n.k. forsögn aö því sem
koma skal á fulloröinsárunum. Er
ekki hugsaniegt aö þessar kenn-
ingar hafi aliö á sektarkennd
kvenna?
Ég get ekki ímyndað mér að sál-
fræðikenningar, um mikilvægi
bernskunnar fyrir seinni tíma þróun
og líðan einstaklingsins, hafi í sjálfu
sér alið á sektarkennd. í fyrsta lagi
held ég að margar konur þekki þess-
ar kenningar ekki að neinu marki. í
öðru lagi er það mín sannfæring að
þessar kenningar eigi við sterk rök að
styðjast og öll klínísk reynsla og rann-
sóknir í sálarfræði renna stoðum und-
ir slíkt. Það má hins vegar segja að
það sé kannski synd að staðreyndir og
vitneskja um þessi mál hefur ekki
verið notuð nægjanlega vel af konum,
bæði til að skilja sjálfar sig betur og
til að krefjast betra lífs bæði fyrir sig,
börn sín og fjölskyldu.
Hvernig geta konur tekist á viö
sektarkennd sína?
Sá sem upplifir vandann er sá sem
verður að takast á við hann. Sá sem
er þjakaður af sektarkennd verður
sjálfur að vinna með hana og skilja
þær aðstæður og þau viðbrögð sem
ala á henni. Ef maður gerir það ekki
þá er í raun verið að auka á sektar-
kenndina. Konur verða að auki að
greina á milli raunverulegrar sektar-
kenndar, sem krefst úrlausnar með
aðferðum skynseminnar, og sektar-
kenndar sem er óraunhæf og tauga-
veiklunarkennd. Slík sektarkennd
þarfnast meðferðar ef viðkomandi
ætlar ekki að lifa í neikvæðu og eyði-
leggjandi lífsmynstri sem þjáir hann
sjálfan mest. Það getur hins vegar
kostað rnikla vinnu að komast út úr
niðurnjörvuðu mynstri sektarkenndar
en það er þess virði til að reyna að
öðlast frelsið, sjálfsvirðinguna og
sjálfstraustið.
isg.
ERTU SAMVISKULAUS?
1) Þú veist aö föðursystir manns-
Stenst þú SQin- ins þlns á afmœli á morgun. Þú
VÍSkllDrÓfÍÖ eöa a) stin9ur þessum upplýsingum
* . aö manninum þínum.
fellur þU. b) skreppur og kaupir handa
henni gjöf.
c) vonar aö þaö veröi gaman
I veislunni.
2) Þiö hjónin eruö í flnu matar-
boöi og þú sérö aö þaö vantar
tölu á skyrtuna hans. Þú hugsar
sem svo
a) œ, af hverju lét ég hann fara
I þessa skyrtu?
b) hvaö skyldi vera I eftirréft?
c) vonandi tekur enginn eftir
þessu!
5) Barnið ykkar á aö fara til
eyrnalœknis. Þú
a) fœrö þér frí úr vinnunni, flýtir
þér til dagmömmunnar, ferö til
lœknisins og slöan aftur I vinnuna
meö nagandi samviskubit yfir því
hversu oft þú hefur tekiö frí.
b) ergir þig á því allan daginn
aö alltaf skulir þú þurfa aö sjá um
þessa hluti og veröur svo of sein
til lœknisins.
c) spyrö sambýlismann þinn
þegar þú kemur heim úr vinnunni
hvernig hafi gengiö hjá lœkn-
inum.
6) Þú œtlar á ráöstefnu um helg-
ina. Þú
a) ferö og kaupir inn til helg-
arinnar og biöur sambýlismann-
inn aö passa börnin.
b) hringir I mömmu og fœrö
hana til aö taka krakkana annan
daginn og tengdamömmu hluta
úr hinum.
c) segir sambýlismanni og
börnum aö þú þurfir aö fara á
ráöstefnu tiltekna helgi og ferö
svo I fyllingu tlmans.
3) Eftir þriggja vikna vœtutlö
spáir veöurstofan sól um helgina.
Þú
a) ferö og kaupir stuttbuxurnar
þú sást um daginn.
b) gerir laugardagshreingern-
inguna á föstudagsnótt til aö öll
fjölskyldan komist upp I sveit um
helgina.
c) sendir liöiö úr bœnum og
fœrö friö til að sauma nýju
gardínurnar á meöan.
4) Þiöeruðboðinísamkvœmitil
vinar hans I kvöld. Þú
a) ferö I freyöibaö, lakkar negl-
urnar á tánum og klœöir þig I
betri fötin.
b) útvegar barnapössun,
pressar buxurnar hans, gefur
krökkunum aö boröa, ferö I eld-
snögga sturtu og drífur þig I betri
fötin.
c) getur meö engu móti ákveö-
iö hvort þig langar aö fara eöa
ekki af því þér finnst þú ekkert
eiga til aö fara I.
7) Barnið ykkar verður 7 ára á
morgun. Þú
a) þrífur, kaupir inn, bakar,
skreytir, býöur öllum vinunum, afa
og ömmu, frœnkunum og frœnd-
unum, skipuleggur leiki og
skemmtiatriði og eldar svo ofan I
manninn aö afmœlinu loknu.
b) ert svo upptekin I vinnunni aö
þú frestar afmœlinu um óákveö-
inn tíma en kaupir sportmódel af
fjarstýröum bíl I staöinn.
c) Lœtur barniö um aö bjóöa,
hjálpar manninum aö baka og
barninu aö skreyta og skemmtir
þér konunglega I veislunni.
Stigagjöf:
1) a) 5 stig b) 10 stig c) 0 stig.
2) a) 10 stig b) 0 stig c) 5 stig.
3) a) 0 stig b) 10 stig c) 10 stig.
4) a) 0 stig b) 10 stig c) 5 stig.
5) a) 10 stig b) 5 stig c) 0 stig.
6) a) 5 stig b) 10 stig c) 0 stig.
7) a) 10 stig b) 0 stig c) 5 stig.
50-70 stig. Ábyrgðartilfinningin
bókstaflega lekur af þér. Þú þarft
aö koma minnsta kosti 30 stigum
yfir á manninn þinn.
25-50 stig. Þaö er hlaupinn
ofvöxtur I áþyrgöartilfinninguna.
Ef þú passar þig ekki endar þú
fljótlega I nœsta flokki fyrir ofan.
5-25 stig. Þú ert frjáls og ábyrg
kona. Stattu þig!
0 stig. Þú ert áþyrgöarlaus og
œttir aö vera meö sektarkennd!
15