Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 23
Slgurveig 28 ára.
Sœmundur Jóhannesson, eiginmaö-
ur Sigurveigar, 1938
Gríma, Áslaug, Sigur-
veig og Hulda í
saumaklúbbnum á
Patreksfiröi
meir en góðu hófi gegndi. Slík við-
horf voru oft undirrót óþarfa deilna.
Þess vegna tók ég Kvennalistanum
fegins hendi þegar hann var stofn-
aður. Þar voru konur ekki í taumhaldi
annara flokka. Kvennalistinn er
rökrétt framhald fyrri kvennabaráttu,
fyrir utan það að vera eini frumlegi
íslenski stjórnmálaflokkurinn og
hefur þess vegna einn allra hérlendra
flokka vakið heimsathygli.
Geysileg breyting hefur orðið á
kjörum kvenna frá því ég manfyrst
eftir. Fyrir utan stjórnmálin hafa
komið alveg ný viðhorf sem heita
spánýjum nöfnum, kvennasaga,
kvennaguðfræði. Þar hefur mér opn-
ast nýr heimur. Þarna hefur áhugi
minn á kaþólsku kirkjunni komið
heldur betur að góðu gagni því saga
Sigurveig og
Margrét systir
hennar meö
foreldrum
sínum 1915.
Slysavarnafélagsins. Enginn amaðist
við trúarskoðunum mínum þar. Ég
var fyrst og fremst „konan hans
Sæmundar' ‘. Sóknarprestur staðarins
hét síra Einar Sturlaugsson. Okkur
varð vel til vina. Hann var spíritisti en
Patreksfirðingar voru yfirleitt annars
sinnis. Einu sinni sagði síra Einar við
mig: „Það er hart að segja það, en þú
ert eina manneskjan í þessu plássi sem
skilur mig og þú ert ekki í mínum
söfnuði."
Þegar við fluttum suður 1949 gekk
ég í „Vorboðann", kvenfélag Sjálf-
stæðisflokksins í Hafnarfirði. Ástæða
þess að ég gekk snemma í Sjálfstæðis-
flokkinn þykir eflaust mörgum
skrýtin. Þannig var að ég fékk kosn-
ingarétt um svipað leyti og ég tók
siðaskipti. Ég hafði verið í einangrun
berklaveikinnar í mörg ár og hafði
lítinn áhuga á stjórnmálum. Ég sneri
mér til læriföður míns Meulenbergs
biskups og spurði hann blátt áfram
hvaða flokk ég ætti að kjósa. Hann
hugsaði sig um svolitla stund og
fannst þetta sjáanlega erfið spurning.
En svo sagði hann: „Kjósið þér Sjálf-
stæðisflokkinn. Hann gerir heilagri
kirkju minnstan skaða.“ é Þetta var á
kreppuárunum og á stefnuskrá vinstri
flokkanna að gera eignir kirkjunnar
upptækar. Ólafur Friðriksson sagði
t.d. við Meulenberg: „Byggið þér bara
kirkju. Þegar við komumst til valda
gerum við hana að samkomuhúsi.11
Reyndar framkvæmdi Alþýðuflokk-
urinn í Hafnarfirði þessa stefnu. Þeir
tóku eignarnámi allt afréttarland
Jófríðarstaða upp undir Kaldársel sem
kaþólska kirkjan hafði keypt á sínum
tíma dýrurn dómum, en bærinn
greiddi síðan fyrir nokkur hundruð
krónur sem var smánarlegt.
Út frá þessu og öðru kaus ég Sjálf-
stæðisflokkinn til þess að gera kirkj-
unni gagn. Ég var í flokksráði og á
lista til bæjarstjórnar en sem betur fer
í ónýtu sæti. Ég trénaðist fljótlega upp
í pólitísku kvenfélagi þar sem allt
gekk út á basara og kaffihitanir.
Seinna gafst ég upp á Sjálfstæðis-
flokknum þegar ég vildi styðja konu
til kjörs sem seinna var ýtt til hliðar.
Á þeim árum áttu kvenframbjóðendur
að vera ungar, ljóshærðar og þægar.
Mér fannst miklu skemmtilegra að
starfa í Kvenréttindafélagi íslands. Ég
var alin upp við kvenréttindi og ver-
an með Elínu skáldkonu bætti þar
miklu viö. Hrifning mín af nunnum
beindist ekki síst að dugnaði þeirra
við að reka sjálfstætt stór fyrirtæki.
KRFÍ er merkilegt félag, byggt upp
af mikilhæfum konum sem voru vel
að sér r almennum stjórnmálum. Ég
sat í stjórn félagsins í nokkur ár og var
formaður 1969-71. Svo virðist sem
margir íslendingar taki sinn pólitíska
flokk í staðinn fyrir trúflokk. Vald
stjórnmálaflokks hvers og eins fannst
mér stundum vofa yfir ákvörðunum
sumra góðra og gegnra kvenfélaga
23