Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 36

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 36
— sjálfum sér líkur — á allt öðru róli Tillög- una reyndu þeir auk heldur að gera tortryggi- lega. Föðurlegi tónninn var einnig notaður. Harla lítið vissum við um það sem við værum að tala og þessi doktor sem gerði skýrsluna ekki heldur að þeirra áliti. Gott ef ekki lágu annarlegar hvatir að baki öllu saman. Ég bjóst ekki við lófataki og varð því iítið hissa. Það er hins vegar sorglegt að horfa á konurnar í meirihlutanum svo algerlega ofurliði bornar, að þær bera ekki einu sinni hönd fyrir höfuð sér í eigin hagsmunamálum, en lúta algerlega karla- veldi flokksins. í gömlu flokkunum í minni- hlutanum hafa karlarnir hægara um sig um þessar mundir og leyfa konunum að sprella með mjúku málin. Glæsihýsi í stíl faraóa og keisara. Sérlega eru þessar viðtökur meirihlutans athyglisverðar nú í ljósi þess hversu borgin er rík, hversu brýnt verkefnið er og hversu var- lega við áætluðum. Við höfum e.t.v. ekki verið nógu glannaleg fyrir meirihlutann. í borgar- stjórn þar sem ofuráherslan er á glæsihallir eins og á tímum faraóa og keisara er tillaga fyrir börnin og foreldra þeirra bara ,,lummuleg” — ekki nógu „stórhuga” og glæsileg. Glýjan af glæsihöllunum villir þeim sýn. Meirihlutinn virðist vera orðinn endanlega ruglaður í dans- inum kringum gullkálfinn með Davíð. Hver skilur þessa tímaskekkju og brenglun í áhersl- um og verkefnavali? Auknar tekjur á undan- förnum árum, úr þínum og mínum vasa hafa stigið þeim til höfuðs. Þau haga sér eins og börn sem ekki kunna fótum sínum forráð með auð- fengið fé undir höndum. Engin framtíðarsýn eða fyrirhyggja, aðeins glingur og ytri tákn. Sjálfstæðismeirihlutinn í borginni er tíma- skekkja. Æ fleiri borgarbúar eru að gera sér þetta ljóst. En þrátt fyrir þetta er okkur hinum skylt að teyma þau út í darraðardansinn í hags- munamálum sem þessum. Við reyndum sem sagt að tala vit í meirihlutann. Við bentum þeim á að með þessari fjárveitingu stigi borgarstjórn fyrsta skrefið í samfelldri fimm ára framkvæmdaáætlun um uppbyggingu einsetins skóla í Reykjavík. Við miðum við að alls vanti 163 skólastofur til að allir grunnskólar borgarinnar verði einsettir eftir fimm ár og að hver skólastofa kosti um 4.5 milljónir króna. Þetta þýðir að reisa þarf um 32 stofur á ári. Þessar tölur byggjum við á upplýsingum sem koma fram í skýrslu Dr. Jóns Torfa Jónssonar sem hann vann fyrir menntamálaráðuneytið og gefin var út í ár. Jón Torfi er sá sami og reikn- aði út kostnað fyrir okkur Kvennalistakonur þegar við lögðum fram frumvarpið um ein- setinn skóla á Alþingi, vandaður vísindamaður í hvívetna. Því tíunda ég þetta að í málflutningi sínum reyndu Sjálfstæðismenn, eins og áður sagði, að gera skýrslu Jóns Torfa tortryggilega og að við í barnaskap okkar gleyptum tölur hans hráar. Þeir vildu auðvitað ekki vita að við erum ekki að velta þessu fyrir okkur í fyrsta sinn og vitum auðvitað afar vel um hvað við erum að tala. Við höfum lengi vitað að það er dýrt að gera bragarbót í þessum efnum. Mun- um aldrei halda öðru fram. Eins og áður sagði er löngu orðið brýnt að samræma vinnudag barna og foreldra. Einnig er löngu orðið tímabært að gera vinnutíma barna í skólum samfelldan. Það er einnig álit nær allra sem láta sig þessi mál varða að lengja verði skólatíma yngstu nemendanna þannig að þau geti dvalið í skólanum við starf og leik lungann úr deginum. Okkur ber öllum að þrýsta á um þetta. Þegar ég tala um lengingu skóladags er ég að tala bæði um kennslutíma og aðra viðveru. Æskilegur kennslutími á viku er að mínu áliti 30 stundir fyrir yngstu nemendurna og 37 stundir fyrir þá elstu. Fer reyndar saman við áðurnefnt frumvarp til laga um breytingar á lögum um grunnskóla sem Kvennalistinn lagði fram á Alþingi á síðasta og næst síðasta þingi. Forgangsverkefni sem fólk er sammála um. Eins og áður sagði virðist fólk almennt sam- mála um að fá verkefni í samfélaginu séu brýnni en að koma á samfelldum einsettum grunnskól- um þar sem börn geti dvalið undir handleiðslu fagfólks, fengið mat og aðra umönnun. Þar sem yfirgnæfandi meirihluti beggja foreldra vinnur langan vinnudag utan heimilis er þetta ofur eðli- leg þróun sem stjórnvöldum ber að horfast í augu við. Þetta kemur líka m.a. skýrt fram í niðurstöðum (óbirtum) úr könnun mennta- málaráðuneytisins um forgangsverkefni í ís- lenskum skólamálum. Þar kemur auðvitað í ljós að samfelldur og einsetinn skóli er í efstu sæt- um forgangsverkefna að áliti flestra sem til var leitað. Þetta segir mér að fólk gerir orðið kröfu um úrbætur í þessum efnum og að okkur beri að hlýða kallinu og skilja okkar vitjunartíma. Reykjavík er nú verst setta fræðsluumdæmið hvað varðar einsetinn skóla. Við teljum að það ástand sem rfkir hér nú í grunnskólum sé í ósamræmi við þá staðreynd að Reykjavík er rík borg, sem telur sig hafa efni á að leyfa sér ýms- an munað í húsbyggingum. f Reykjavík á því að vera tiltölulega auðvelt að koma á einsettum skóla ef vilji er fyrir hendi. Ef ekki er hægt að koma á einsetningu hér í borg er það hvergi hægt á landinu. Með því að koma á einsettum skóla, og þar með öruggri og góðri starfsaðstöðu fyrir alla nemendur í grunnskólum borgarinnar, sýndu borgaryfirvöld stórhug á réttum stað og tíma. Þau gengju á undan öðrum sveitarstjórnum með góðu fordæmi. Kostir einsetins, samfellds skóladags. Að endingu vil ég hnykkja á um kosti einsetins, samfellds skóla. Við einsetningu skóla breytist mjög margt til batnaðar. Allir nemendur geta byrjað á sama tíma, lokið heimanámi í skólanum og hætt á svipuðum tíma. Einsetning gerir auðveldara en ella að koma á fjölbreyttu skólastarfi og sam- fellu í námi. Einsetning bætir almennt aðstöðu til náms. Sérkennsla þeirra sem eru á undan og eftir í námi fellur betur að öðru starfi og auð- veldara er að tryggja fötluðum nemendum rétt til náms og aðstöðu inni í almennum grunnskólum. Einsetinn, samfelldur skóli skap- ar nemendum aukið öryggi í starfi og leik og forráðamönnum þeirra langþráða festu varð- andi vinnutíma og tryggt umhverfi barnanna. Ég lít á þessa tillögu sem tímamótatillögu í borgarstjórn. Samþykkt hennar hefði einnig orðið tímamótasamþykkt. Ég trúði því mátu- lega að tillagan hlyti jákvæðar undirtektir og af- greiðslu í borgarstjórn nú, en dropinn holar steininn. Tillagan verður aftur flutt við gerð fjárhagsáætlunar, enda vísað þangað samhljóða. Darraðardansinum í kringum gullkálfinn ver- ður að linna hér í borg. Við verðum að hlýða kalli tímans, þekkja okkar vitjunartíma og setja þau mál í forgang sem brýnast er að leysa. Einsetinn, samfelldur, heilsteyptur skóli er eitt brýnasta verkefnið. Ef við leysum það verk- efni mun aðstaða flestra heimila í borginni gjör- breytast til hins betra. Elín G. Ólafsdóttir. 36

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.