Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 38
BÆKUR
Allt haföí annan róm óöur I
páfadóm. Nunnuklausfrin tvö
á íslandi á miööldum og brot
úr kristnisögu.
Anna Siguröardóttir.
Kvennasögusafn íslands,
Reykjavík, 1988.
412 bls. Nafnaskrá og myndir.
Komin er út bók Önnu Sigurð-
ardóttur, Allt hafði annan róm
áður í páfadóm, sem er saga
nunnuklaustranna tveggja á ís-
landi á miðöldum og brot úr
kristnisögu. Anna hefur ekki setið
auðum höndum undanfarin ár því
að 1984 sendi hún frá sér Úr
veröld kvenna — barnsburður,
sem birtist í II. bindi ritsins Ljós-
mceður á íslandi og ári síðar kom
út rit Önnu, Vinna kvenna í 1100
ár. Slík afköst eru afreksverk.
Anna er löngu þjóðkunn fyrir rit-
störf sín og afskipti af kvenfrelsis-
baráttu síðustu áratuga og þarf
vart að tíunda þau frekar á þessum
vettvangi.
Bókinni skiptir Anna í fjóra sjálf-
stæða þætti eða bækur eins og hún
nefnir þá. I. bók nefnist Kirkju-
bæjarklaustur, II. bók nefnist
Reynistaðarklaustur, III. bók Allt
hafði annan róm áður í páfadóm
og IV. bók María Guðsmóðir og
helgar meyjar á íslenskum slóð-
um. Megintexta fylgir heimilda-
skrá og nafnaskrár, mannanöfn og
staðaheiti. Eins og Anna getur í
formála fer lítið fyrir sögu nunnu-
klaustranna tveggja í íslands-
sögubókum. Það er því ljóst, að
mikil vinna liggur hér að baki við
leit að heimildum.
Kirkjubæjarklaustur af reglu heil-
ags Benedikts var sett á stofn 1186
af Þorláki biskupi í Skálholti.
Anna rekur sögu klaustursins þar
til það var lagt af 1554 og nefnir
til þeirrar sögu 13 abbadísir og
prfora og nafngreinir að auki 19
aðrar systur. í lok þáttarins er kafli
um örnefni og þjóðsögur, sem
fylgt hafa Kirkjubæjarklaustri. Auk
boðorðs heilags Benedikts um
klausturlíf: Að biðja og vinna eru
klausturheitin þrjú: Hlýðni, skír-
lífi og fátækt. Hvaða konur geng-
ust undir slík heit? Anna fræðir
okkur á því, að þær hafi flestar
verið af höfðingjaættum og ekki
komið tómhentar í klaustrin og
algengt var, að efnaðar ekkjur
gengju í klaustur. Abbadísir nutu
valda og virðingar, þær þurftu að
vera vel menntaðar í kristilegum
fræðum til að geta veitt klaustur-
systrum ,,tilhlýðilega upp-
frœðslu". Að auki stjórnuðu
abbadísir daglegu lífi í klaustrinu,
jafnt bænahaldi sem vinnu. Les-
andi undrast geysileg afköst systr-
anna í handavinnu þegar þess er
gætt hve mikill tími fór í
bænagjörðir á degi hverjum. í
máldaga Kirkjubæjarklausturs
1397, sem Vilkin biskup lét gera
kemur fram, hve ótrúlega mikið
var til af biskups- og prestaskrúð-
um, altarisklæðum og dúkum.
Systurnar hafa ekki slegið slöku
við hannyrðirnar. Þær gerðu
t.a.m. 1400 refla í stóru stofuna í
Skálholti fyrir Vilkin biskup.
Bækurnar, sem til voru í klaustr-
inu voru líka handaverk systr-
anna, þær hafa sjálfar skafið
kálfskinnið, mýkt og skrifað á.
Rúm öld leið frá því að Kirkju-
bæjarklaustur var stofnað þar til
nunnuklaustur var reist á Norð-
urlandi. Það var Reynistaða-
klaustur, sett 1295, einnig af reglu
heilags Benedikts. Á tímabilinu,
sem klaustrið var við lýði voru þar
níu abbadísir eða príorissur auk
þess sem Anna nafngreinir 17
aðrar systur. Klaustrið var sett af
Jörundi biskup Þorsteinssyni á
Hólum og Hallberu Þorsteinsdótt-
ur, sem var abbadís í þrjá áratugi.
Höfundur greinir frá því hvernig
nunnurnar urðu skáldum að yrk-
isefni.
í III. bók, Allt hafði annan róm
áður í páfadóm, er víða komið við
og margt fróðlegt og forvitnilegt
klaustur- og kirkjuefni. Þar er að
finna frásögur af klaustrum utan
íslands, á Bretlandseyjum, Norð-
urlöndum og Ungverjalandi. Þar
segir frá heilagri Birgittu, sem
stofnaði reglu og klaustur í
Vadstena á 14. öld, en hún hefur
verið nefnd fyrsta kvenfrelsiskona
Svíþjóðar og mikið skrifað um
hana hin síðari ár. í Danmörku
voru stofnuð tvö Birgittuklaustur
og eitt í Noregi og Finnlandi.
Þangað lögðu leið sína íslenskir
höfðingjar, Þorleifur sonur Ólafar
ríku Loftsdóttur og Björns Þor-
leifssonar dvaldi í klaustrinu í
Noregi og Ögmundur Pálsson
Skálholtsbiskup dvaldi þar meðan
hann beið vígslu. Fróðlegt er að
heyra um menntun kvenna á
miðöldum og hinn fræga nunnu-
klausturskóla í Herfurðu, þar sem
Skálholtsbiskuparnir Isleifur Giss-
urarson og Gissur sonur hans
lærðu til prests. Á slíkum mennta-
stofnunum kvenna á miðöldum
voru skrifaðar bækur og af þeim
lærði fólk að lesa. í klaustrunum
varð til kirkjutónlist og sálmar
voru ortir og sungnir. Anna
greinir frá Ingunni Arnórsdóttur
nemanda og kennara í Hólaskóla,
sem kenndi mörgum sem urðu
,,vel menntir undir hennar
hendi“. Og hún nefnir tíu kven-
rithöfunda í Evrópu, sem uppi
voru frá því á 10. öld og fram á
16. öld, sem allar höfðu verið í
klaustri einhvern tíma ævinnar.
Hugleiðingar sínar um störf
klaustursystra byggir Anna á
jarteinasögum í Biskupasögum.
Abbadísir voru valdamiklir stjórn-
endur, sem höfðu með höndum
umfangsmikil stjórnarstörf vegna
jarðeigna, sem klaustrin áttu.
Fróðlegur kafli er um söng, helg-
ar tíðir og prócessíur. Anna bend-
ir á, að hljóðfæri voru ekki notuð
í kirkjum lengi fram eftir öldum
og nunnuklaustrin á íslandi eign-
uðust aldrei orgel eða annað
hljóðfæri. Þess vegna byggðist
guðsþjónustan á söng systranna.
Elliheimili eru nútfmafyrirbæri en
Anna greinir frá því að klaustrin
voru heimili af því tagi — athvarf
fyrir gamalt fólk, sem gat gefið
þeim eignir gegn samastað og um-
önnun til æviloka. Það var nefnt
próventa, og segir Anna að þessi
siður að gefa próventu sína hafi
haldist fram undir síðustu alda-
mót. Á biskupssetrunum var
margt um próventufólk og venju-
leg heimili tóku líka próventufólk,
einkum eftir að klaustrin voru
lögð niður um miðja 16. öld.
í lok þessa þáttar hverfur Anna frá
miðöldum og fjallar um nunnur á
íslandi á 20. öld. Meira en þrjár
aldir liðu þar til aftur voru nunn-
ur á íslandi, en fjórar systur
fluttu til íslands skömmu fyrir
síðustu aldamót. Þær voru af reglu
heilags Jósefs. í rúm 75 ár ráku St.
Jósefssystur Landakotsspítala, en
þær voru um 40 talsins þegar þær
voru flestar. Systur af sömu reglu
ráku lxka sjúkrahús í Hafnarfirði
og fjórar systur komu til Stykk-
ishólms 1935 af reglu heilags
Franciskusar og reka þar sjúkra-
hús, leikskóla, sumardvalarheim-
ili og prentsmiðju, þar sem
prentað er allt sem kaþólska kirkj-
an þarf að láta prenta. Karmel-
klaustur var stofnað í Hafnarfirði
1939, sumarið 1983 yfirgáfu
systurnar klaustrið og settust að í
klaustri í Hollandi. Pólskar systur
komu af reglu heilagrar Theresu
og vöktu athygli við nýafstaðna
páfaheimsókn.
í IV. bók er fjallað um Maríu
Guðsmóður og helgar meyjar á ís-
lenskum slóðum. Þar greinir m.a.
frá Heilagri Barböru og kapellunni
og fleiri verndardýrlingum. Anna
birtir þar ennfremur þrjú gömul
kvæði um helgar meyjar, sem ó-
víða er að finna á prenti. f
bókarlok eru Maríukvæði ort á
ýmsum tímum frá 13 - öld og fram
á okkar daga.
Anna vitnar vel til heimilda og til-
vísanir eru í lok hvers kafla fyrir
sig. Heimildaskrá ber vott um hve
víða hún hefur leitað fanga. Gott
myndefni gefur bókinni aukið
gildi og nákvæm myndaskrá fylg-
ir. Margir koma við sögu eins og
skrá á níunda hundrað manna-
nafna er til marks um. Það er
óhætt að óska Önnu til hamingju
með verk sitt. Það er áleitin hugs-
un, hve ótrúlega margar konur
innlendar jafnt sem erlendar hafa
átt sitt blómaskeið í ritstörfum og
útgáfu á efri árum. Það út af fyrir
sig segir meir en mörg orð um ævi
og störf kvenna.
Sigríður Th. Erlendsdóttir.
Alice Walker
The Themple of my Familiar
Alice Walker er íslenskum lesend-
um að góðu kunn. Hún er höf-
undur Purpuralitarins sem kom út
í íslenskri þýðingu fyrir nokkru.
Nú er komin út ný skáldsaga eftir
Alice sem heitir á ensku ,,The
Temple of my Familiar". Þessi
skáldsaga er sko ekki síðri. Þetta
er yndisleg bók sem allar þær sem
höfðu gaman af Purpuralitnum
ættu að lesa. Alice lýsir hér ör-
lögum kvenna þvert á tíma og
rúm. Fortíð, nútíð og framtíð
renna saman og verða að einni
samfelldri hringrás óskráðrar
kvennasögu, sögu sem er svo
ótrúlega mikilvæg vegna þess að
hún styrkir sjálfsmyndina og
minnir okkur á að konur eiga sér
fortíð engu síður en karlar, og þar
af leiðandi kannski framtíð líka.
Hluti þessarar sögu hefur nú loks-
ins verið skráður þó svo að það sé
í skáldsöguformi.
í viðkynningu við nokkra einstak-
linga tekst Alice Walker að sýna
lesendum sínum örlög kvenna í
þúsund ár, allt frá þeim tímum
fyrir langa löngu þegar mann-
skepnan lifði í einhverskonar jafn-
vægi við náttúruna, og inn í
framtíðina þar sem við eygjum
möguleikann á að öðlast þetta
jafnvægi á ný. Við kynnumst lífi
og örlögum kvenna sem í eðli sínu
38