Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 17

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 17
I Suöur-Afrísk móöir á fundi. þess efnis að leikklúbburinn ætlaði að sýna leikritið ,, The Case Of The Dis- membered Dairymaids“ eftir Hdgar Allan Poe um kvöldið. Hn við fórum ekki í leikhúsið. Við sátum á barnum á hótelinu okkar og sögðum þjóð- sögur og ævintýri, ekki man ég hvernig það byrjaði. Við uppgötv- uðum óvænta skyldleika með sög- unum, hvort sem þær komu frá íslandi, Afríku eða Skotlandi. Við Re- becca fluttum ræður og svöruðum fyrirspurnum og létum Marj segja okkur hvað við hefðum verið frá- bærar og svo héldum við áfram að tala. Um kvennapólitík og karlmenn, um kynstofna og konur, um bækur og bíómyndir, um föt og hár og líkams- vöxt og barnauppeldi og stjórnmála- flokka og kynlíf og bfla og afríkanska þjóðarráðið og mennina sem við búum með og fólkið sem við hittum í gær og allt þetta sem hægt er að tala um eða bara blaðra um á löngum dagleiðum og djúpum stólum. Reyndar voru það einkum Marj og ég sem töluðum svona. Hyrstu tvo dagana gerði Rebecca ekki mikið meira en svara spurningum um flugið frá Afríku, hvort henni væri kalt, hvort hún vildi meiri kók eða kannski bjór. Rebecca hefði kannski setið í aftursætinu ef þar hefði verið pláss. Þess í stað sat hún frammí og varð að hlusta á okkur leggja sálina og ævisöguna á borðið eins og spil. Smátt og smátt fór hún að leggja meira til málanna en einhvern veginn gaf hún aldrei upp hvað hún hefði á hendinni. Var það vegna þess að hún var ein- faldlega feimnari og lokaðri en við, var það vegna þess að hún var ekki alin upp í þessum vestræna menning- arheimi þar sem allt er til sýnis? Það var eitt af því sem við ræddum síð- asta kvöldið okkar í Kanada. I fyrsta skipti sem ég heyrði Rebeccu tala opinberlega var í háskólanum í Regina. Hún breyttist þegar í pont- una var komið. Þegar Rebecca segir frá ástandinu í Suður-Afrfku gerir hún það mjög hægt og öðru hvoru gefur hún sér tíma til að horfa þögul fram- an í áheyrendur sína líkt og öruggir ræðumenn gera stundum. Hún horfði á mig og Marj sem sáturn á fremsta bekk — Marj var fylgdarkonan, ég átti að tala næst. Við vissum að hún var ekki svona öruggur ræðumaður en við vissum ekki ennþá að þessar þagnir eru henni nauðsynlegar til að geta haldið áfram að tala. Þó svo hún hafi í þrjú ár haft það fyrir atvinnu að ferðast um og segja frá því sem er að gerast í Suður-Afríku, á hún ennþá erfitt meö það. Hún þarf að rffa orð- in upp úr reynslunni og hella þeim aftur yfir meðvitund sína eins og salti á sár. Ég held hún hafi tekið sér tíma til að horfa þegjandi á hlust- endur sína til að bíta á jaxlinn, til að minna sig á að hún verður að halda áfram að tala þó svo það sé sárt. Hún stóð alltaf alveg teinrétt með hend- urnar kyrrar á púltinu eða lagðar í kross framan á maganum. Hárið á henni var fléttað í hundrað smáar fléttur, sem allar komu saman aftan á hnakkanum í einni stærri. Það hefði verið dónaskapur að spyrja hana hvernig þetta væri gert því það var að ganga fram hjá þessu stillilega, næstum formlega yfirbragði inn að einhverri kviku, sem hún hafði fyrir sig eina og vildi ekki sýna öðrum. Erindin sem hún flutti voru að mestu leyti byggð upp í kringum tölfræði- legar upplýsingar um Suður-Afríku. Þau voru ópersónuleg og vandlega undirbúin. 74% íbúa Suður-Afríku eru svartir. Þeir njóta 17% þjóðar- teknanna og hafa yfirráð yfir 13% landsins sjálfs. Hvítir eru 17% íbúa landsins, njóta 74% þjóðartekna og ráða yfir 87% landsins. Land, jörðin sjálf, er það sem svartir íbúar Afríku geta ekki verið án og lifðu af þangað til hvíti maðurinn kom þangað og tók það frá þeim. Árið 1960 byrjaði stjórnin að skipuleggja nauðunga- flutninga svertingja á svonefnd Bantu-svæði, ,,svört“ svæði og tók þá ekkert tillit til uppruna eða þjóðernis þeirra sem flutt voru. Yfir helmingur svörtu íbúanna hefur nú verið fluttur úr augsýn hvítra inn á þessi svæði. Meðalævi svartra karla eru 51ár, kvenna 58 ár. Meðalævi hvítra karla er 65 ár, kvennanna 73 ár. Ungbarna- dauði meðal svartra íbúa er mikill, 40% til sveita (þ.e. á ,,svörtu“ svæðunum), 20% í borgum. Ung- barnadauði á meðal hvítra er 2.7%. Hjá svörtu ibúunum er hlutfall lækna einn á hverja 91000 íbúa, hjá þeim hvítu eru hlutföll þessi: 1:330. Hvítu íbúarnir njóta ókeypis skólagöngu, þau svörtu borga fyrir sig þar sem hana er að fá. Sérstök námskrá fyrir „svarta “ skóla var gefin út árið 1953 og er hún enn í gildi. Sú námskrá hefur þann eina tilgang að búa til þjónustulund og undirgefni og inn- prenta svörtum fyrirlitningu á eigin tungumálum og menningu. Nemend- ur tóku fyrst að mótmæla þessari námskrá árið 1976 og að biðja um betra skólahúsnæði og fleiri kennara. Svar ríkisstjórnarinnar var að senda herinn inn á skólalóðirnar. ,,Þeir skutu á barnaskólanemendur, sem voru aó krefjast pess eins að fá að 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.