Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 30

Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 30
Kvennalistinn er hreyfing en ekki stjórn- málaflokkur og starfsemi hans og vinnu- brögð eru því öðruvísi en flokkanna. Valddreifing er ofarlega á stefnuskrá Kvennalistans og þess vegna skiptast konur í hreyfingunni á um að gegna valdastöðum. Að skiptast á eða „rótera“ er nýjung í ís- lenskri pólitík. Því fylgir töluverð áhætta því þekking og reynsla þeirra kvenna, sem eru að hætta, geta tapast Kvennalistanum ef ekki er gætt að. Þess vegna hefur útskipt- ingaregla Kvennaiistans verið mjög umdeild bæði innan Kvennalistans og utan. En það verður engin framför ef aldrei er reynt eitt- hvað nýtt og Kvennalistinn væri ekki til ef konur þyrðu ekki að taka áhættu. í haust var komið að því, í annað skipti, að skipta út fulltrúa Kvennalistans miðju kjör- tímabili, eins og lýst var yfir fyrir kosningar. Fyrir tveimur árum tók Elín G. Ólafsdóttir við af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem borgarfulltrúi og Kristín Halldórsdóttir sagði af sér þingstörfum á Alþingi frá og með fyrsta september s.I. í tilefni af þessum tímamótum ræddi Vera við Kristínu Halldórsdóttur um kvennahreyf- inguna, reynslu sína af þingstörfum og stöðu Kvennalistans. Kristín hafði ekki tekið þátt í stjórnmálum áður þegar hún tók þátt í fyrstu kosninga- baráttu Kvennalistans árið 1983 og var þetta því ný reynsla fyrir hana. „Þessi kosningabarátta var rosalega erfið,“ sagði Kristín. „Ég er ekki mjög feitlagin mann- eskja en það tálguðust hreinlega af mér kílóin. Ég var eiginlega hætt að sofa og borða. Á hverj- um degi var ég að gera eitthvað í fyrsta sinn, stundum oft á dag. Ég fór í fyrsta skipti í útvarpið, fyrsta skipti í sjónvarpið, fyrsta skipti í beina útsendingu, á fyrsta vinnu- staðafundinn, fyrsta opna fundinn, hélt fyrstu ræðuna, o.s.frv., o.s.frv. Þetta var auðvitað mikil lífsreynsla. Ég hafði ekkert annað en brjóstvitið og innri röddina í veganesti." Hvað fannst þér erfiðast við þessa kosn- ingabaráttu? „Við fórum hægt af stað enda vissum við lítið hvernig við ættum að gera þetta. Fljótlega fór- um við þó að fara á vinnustaðafundi. Ég byrj- aði á mjög stórum vinnustað þar sem var full kaffistofa af ekkert sérstaklega vinsamlegu fólki. Ein af fyrstu spurningunum sem beint var til okkar var „eruð þið giftar stelpur?“. Það var greinilegt bæði á spurningunni og orðanna hljóðan að spyrjanda fannst það með ólíkind- um að einhverjir væru svo heimskir að vera í sambúð við þessar konur. Erfiðast persónulega, var að koma fram í beinni útsendingu í sjónvarpi. Ég fór í hana sannfærð um að ég myndi deyja fyrir framan sjónvarpsvélarnar. Það hefði verið ákaflega dramatískt en ég var ekki alveg tilbúin til að verða aðalleikkonan í slfku leikriti.” „Þessi leið sem við höfum farið heldur hreyfingunni á vissan hátt á lífi en hefur líka margt erfitt í för með sér“ Þegar Kvennaframboðið bauö fram til borgarstjórnar hafði kvennahreyfingin staðið utan við þetta svokallaða kerfi. Starfsemin hafði, fram að því, einkennst af andófi, mótmælagöngum og uppákom- um. Árið 1982 var svo tekin ákvörðun um að bjóða fram til borgarstjórnar og bæjarstjórnar á Akureyri og þar með að fara inn í kerfið og reyna að breyta því innan frá. Margar konur höfðu efasemdir um að hægt væri að breyta kerfinu innan frá og töldu að ef konur færu að taka þátt í þessari starfsemi væru þær að viðhalda kerfi sem kúgar konur. Konur tóku þessa áhættu en ennþá spyrja þær sig hvort hægt sé að breyta kerfinu innan frá. „Það er kannski ekki hægt að gjörbylta því“, sagði Kristín, ,,en ég trúi því auðvitað einlæg- lega að hægt sé að breyta því innan frá, annars 30

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.