Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 18
taka prófin á sínu eigin tungu-
máli. “ Allar götur síðan þessar
fyrstu óeirðir brutust út, hefur stjórn-
in haft vakandi auga með nemendum.
f Suður-Afríku getur skólaganga jafn-
gilt því að taka þátt í stríði enda
flosna margir upp frá náminu.
Á vinnustöðum hefur kröfum svartra
líka verið svarað með byssukúlum.
Meðaltekjur svartra námuverkamanna
á mánuði eru $ 251, hvítra $ 1.250.
Vinnustaðaeftirlit er lítið sem ekkert
þar sem svartir vinna og yfir 20 þús-
und hljóta varanleg örkuml vegna
vinnuslysa á ári hverju, yfir tvö þús-
und láta lífið árlega af sömu orsökum.
Mjög lítið er um atvinnumöguleika á
,,svörtu " svæðunum. Karlmennirnir
sækja því vinnu til borganna, þar sem
þeim er komið fyrir eins og húsdýrum
í vinnubúðum þar sem varla er um
neina hreinlætisaðstöðu að ræða,
maturinn er skammtaður og vinnu-
tíminn ótakmarkaður. Smitsjúkdómar
grassera í þessum vinnubúðum og
þegar karlarinir fá frí bera þeir þá með
sér heim í varnarlaus þorpin. Berklar
eru algengir og ein algengasta orsök
hins mikla ungbarnadauða. Ungar
konur sækja líka til borganna í leit að
vinnu. Þær enda oftast sem vinnu-
konur eða bara á götunni. Fáir hafa
efni á að mennta sig og mörg þeirra
sem einhverja starfsþjálfun hafa,
geta ekki nýtt sér hana, t.d. vegna
laga um vinnustaði sem kveða á um
að svart fólk megi ekki gefa hvítum
fyrirmæli eða vera yfir hvíta sett.
Öll skipulögð samtök gegn aðskiln-
aðarstefnunni eru ólögleg og þátt-
takendur í slíkum samtökum, eða í
mótmælum eiga yfir höfði sér fang-
elsisvist eða aftöku, stundum að
felldum dómi, stundum ekki. Enginn
er óhultur og engum er treystandi.
Ríkisstjórnin nýtir sér fátæktina til að
kaupa uppljóstrara svo jafnvel innan
,,svörtu” svæðanna hafa veggirnir
eyru. En þrátt fyrir það er mikið um
samhjálp og samtök sem stundum
hafa ekki annað markmið en að
styðja hvert annað í því að lifa af þá
stöðugu niðurlægingu sem lögfest að-
skilnaðarstefna leiðir af sér og þá ógn
sem stafar af hvíta valdinu. Konur
starfa mikið saman, oft hvítar með
þeim svörtu. Þær einbeita sér að
barnahjálp, matvælasöfnun og ýms-
um einsmálsátökum, sem vekja síður
ugg með stjórnvöldum en stærri að-
gerðir. Hvítar mæður hafa stofnað
samtök sem berjast gegn herkvaðn-
ingu sona þeirra. Þau samtök eru
líka ólögleg vegna þess að í Suður-
Afríku er það refsivert athæfi að vera
ekki aðskilnaðarsinni.
Rebecca er félagi í kvennadeild
Afríkanska þjóðarráðsins. Hún vinnur
við gerð bæklinga, fer í erindisferðir
18
fyrir hönd samtakanna líkt og hún var
að gera í Kanada o.fl. Hún var oft
spurð hvers vegna þörf væri fyrir sér-
staka kvennadeild. ,, Vegna þess að
viðþurfum stuðning hver af annarri
og vegna þess að vissulega er til karl-
remba á meðal svartra. Eitt af því
sem við veltum oft fyrir okkur er
hvað muni gerast eftir byltinguna,
eigum við eftir að komast að raun
um að við höfum velt hvítu vald-
höfunum til þess eins að koma
svörtum körlum í stólana. Við erum
jafningjar núna á meðan barátt-
umið okkar eru sameiginleg en hvað
gerist þegar svo er ekki lengur?“
Hún fékk alltaf spurningu um við-
skiptabann við Suður-Afríku. Það var
alltaf einhver sem spurði hvort slíkt
bann myndi ekki fyrst og fremst
bitna á svörtu íbúunum og valda þeim
enn frekari hörmungum. Nei —svar-
aði Rebecca hiklaust og í svarinu við
þessari spurningu örlaði á tilfinning-
um, á reiði. Ríkisstjórn Suður-Afriku,
sagði hún, hefur séð til þess að koma
þessari fullyrðingu á kreik, hún hefur
jafnvel keypt svarta til að mótmæla
viðskiptabanni á þessum forsendum,
málaliða sem þykjast tala fyrir hönd
svarta meirihlutans. Suður-Afríka
skilur bara eina tegund valds, vald
fjármagnsins. Alþjóðlegar yfirlýsing-
ar, almenningsálit umheimsins —ekk-
ert af slíku hefur haft áhrif á stjórn
Suður-Afríku. Það eina sem getur haft
áhrif er viðskiptabann. Landið er
gífurlega ríkt en án viðskipta við önn-
ur ríki er ekki hægt að nýta auðævin.
Án viðskiptanna við Shell-olíufyrir-
tækið gæti stjórnin ekki sent
skriðdreka inn á skólalóðirnar. Allur
suður-afríkanski herinn gengur fyrir
eldsneyti frá Shell. Allar myndirnar af
þeim sem eru eftirlýst, eru teknar á
Kodak filmur og með Kodak mynda-
vélum, sem það fyrirtæki selur vald-
höfunum. „ Vopnasölubann erorðin
tóm á meðan stjórnin fœr eldsneyti,
þekkingu, hráefni og iðnráðgjöf frá
erlendum ríkjum. Og með því að
kaupa vörur framleiddar í Suður-
Afríku af ódýru og niðurlcegðu
vinnuafli sem oft á tíðum er að
fóma lífinu með því að stunda
vinnuna — með því eruð þið að
samþykkja ofbeldið og kúgunina
sem fólkið mitt býr við. Svartir íbú-
ar Suður-Afríku þola atvinnuleysi,
það hafa þeir þegar þurft að þola.
Þeir þola líkamlegar afleiðingar
viðskiptabanns. Viðskiptabann
getur aðeins skaðað þá sem njóta
góðs af viðskiptunum og það er
ekki svarta fólkið heima, það getið
þið verið alveg viss um. Enginn sem
vill breyta ástandinu í Suður-Afrtku
og stuðla að frelsi svörtu íbúanna,
getur keypt vamingþaðan því með
þeitn kaupum er alltaf stutt við
bakið á aðskilnaðarstefnunni. ”
Rebecca flúði frá Suður-Afríku fyrir
sjö árum og gerir ekki ráð fyrir að fara
þangað aftur fyrr en aðskilnaðarstefn-
an er öll. Móðir hennar og fjölskylda
býr þar ennþá, en hún veit ekki
hvernig þeim líður. ,,Þjóðir Suður-
Afríku eru þjóðir munaðarlausra
barna og ekkna" sagði hún í erind-
unum sínum. Hún kynntist skipu-
lögðu andófi í gegnum manninn sinn.
,,Eg vissi sjaldnast hvað hann var að
gera, það er best að vita sem minnst.
Ég vissi bara að stundum þurfti
hann að fara burt um skeið, stund-
um var hann farinn þegar ég vakn-
aði á morgnana, kannski til að
hjálpa einhverjum að komast yfir
landamcerin. Stundum var ég beðin
fyrir skilaboð, sem ég skildi ekki
sjálf. Eða fyrir pakka. Ég spurði
ekki hvað var í pakkanum. Einu
sinni fór hann og kom ekki aftur.
Pabbi minn dó og hann kom ekki í
jarðarförina. Þá vissi ég að hann
var annað hvort í fangelsi eða
flúinn, kannski dáinn, hann hefði
komið íjarðarförina hvað sem það
hefði þýtt hefði hann átt þess nokk-
um kost. í jarðarförinni kom til mín
maður og sagði mér að vera tilbúin
um kvöldið. Þá vissi ég að ég átti að
fara yfir landamcerin um nóttina.
Ég gat engum sagt frá því, ég gat
ekki kvatt mömmu og systkini mín.
Um kvöldið kom annar maður með
bíl. Við keyrðum í ncesta þorþ. Þar
var annar maður og annar bíll.
Þrisvar skipti égum förunaut og bíl.
Heima hjá síðasta bílstjóranum kom
einhver og sagði að það hefði orðið
slys, hann notaði dulmál til að
segja okkur að fara annars staðar
yfir landamcerin en fyrirhugað var.
Við komum að girðingunni undir
morgun. Maðurinn klipþti vírana í
sundur hjálpaði mér í gegn, benti
mér í vissa átt og sagði mér að
stefna þangað. Hann sagði mér líka
að nú vœri ekki víst að nokkur
kœmi til að taka á móti mér, það
vœri ekki öruggt að þau hefðu heyrt
um breytinguna. En það vceri of
seint að snúa við. Það var myrkur
og ég heyrði einhvers staðar í hund-