Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 27
HÉÐAN OG ÞAÐAN
KVENNA-
ÚTVARP
I vetur verður sú nýbreytni tekin
upp í þáttaröðinni ,,í dagsins önn“
á rás 1, að í miðvikudagsþættinum
verður sjónarhorn kvenna alls-
ráðandi. Þar verður fjallað um
hvaðeina sem varðar hlutverk,
stöðu og hugmyndir kvenna.
Reynt verður að fylgjast með því
sem er efst á baugi í kvenna-
umræðu hvort heldur sem þar er
um að ræða menningu, listir,
bókmenntir, pólitík, fræðigreinar
eða annað. Er það m.a. hugmynd
stjórnenda þáttarins að reyna að
miðla því sem er að gerast í út-
löndum og er stefnt að því að vera
með sérstaka fréttaritara í Banda-
ríkjunum, Bretlandi, Ítalíu og
Svíþjóð. Og í öllu efni þáttarins
eru það viðhorf kvenna sem eru í
brennipunkti.
,,í dagsins önn“ verður á dagskrá
á rás 1 alla virka daga f vetur kl.
13.05. Þessir þættir hafa unnið sér
fastan sess í hugum margra út-
varpshlustenda enda taka þeir á
málum sem fá að öllu jöfnu lítið
rúm í fjölmiðlum þ.e. félagslegum
málum af ýmsu tagi. í þessum
þáttum eru dregin fram þau svið
mannlegs samfélags sem skipa svo
stóran sess í hugum okkar allra en
sem ekki þykja góð uppspretta
frétta s.s. barnauppeldi, skóla-
ganga, heimili, fjölskyldulíf, heil-
brigði o.fl. Umsjón með þáttunum
í vetur hafa Bergljót Baldursdótt-
ir, Steinunn Harðardóttir, Ásdís
Loftsdóttir, Þórarinn Eyfjörð og
e.t.v. einhverjir fleiri. Þættirnir
verða sinn með hvoru móti eftir
vikudögum. Mánudagsþátturinn
verður helgaður því sem er að ger-
ast í ýmsum félagslegum málum á
höfuðborgarsvæðinu s.s. dag-
vistarmálum og skólamálum, og
efni athyglisverðra funda og ráð-
stefna gerð nokkur skil. Á þriðju-
dögum verður sambærilegur
þáttur frá Akureyri. Á miðviku-
dögum verður kvennaþátturinn
eins og fyrr sagði og á fimmtu-
dögum verður þátturinn helgaður
menningunni — ekki bara há-
menningunni heldur ekki síður
ýmsum menningarbundnum fyr-
irbærum. Föstudagsþátturinn
verður svo notaður til að segja frá
því sem er á döfinni um helgina
eða í komandi viku og tónlist fær
meira rúm þennan dag en aðra
daga. isg.
B/\K VIÐ BYRGÐA
Samtök um kvennaathvarf standa nú fyrir opnum kynningarfundum í Gerðubergi einu sinni í mánuði til þess
að vekja athygli á málefnum samtakanna og því félagslega vandamáli sem þau fást við þ.e. kynferðislegu of-
beldi af ýmsu tagi. Tveir fundir hafa þegar verið haldnir en næstu fundir verða:
7. nóvember kl. 20.15 Efni: Heimilisofbeldi.
5. desember kl. 20.15 Efni: Nauðgungarmál.
í desember næstkomandi verða liðin 7 ár frá stofnun Kvennaathvarfsins. Helsta verkefni Samtaka um kvenna-
athvarf hefur verið að veita konum sem búa við heimilisofbeldi tímabundið athvarf og stuðning. Á þeim tíma
sem liðinn er frá stofnun athvarfsins hafa 978 konur komið til dvalar í athvarfinu en auk þeirra hafa dvalið
þar 786 börn með mæðrum sínum.
Mikilvægur liður í starfsemi Samtaka um kvennaathvarf er að stuðla að opinni umræðu og fræðslu um heim-
ilisofbeldi m.a. til þess að auka skilning almennings og ráðamanna á umfangi og afleiðingum vandans. Fund-
irnir í Gerðubergi eru liður í því. Eru fundirnir bæði fræðandi og vekjandi og hvetur VERA lesendur sína
til að mæta og sýna athvarfinu þannig stuðning sinn í verki.
27
ORKIN/SÍA