Vera - 01.10.1989, Blaðsíða 8
\im
HIÐ
ÓLEYSANLEG/
Þegar talið berst að sektarkennd eða
samviskubiti eru allar konur vel
heima í efninu en mæður sérfræðing-
ar. Þær þekkja tilfinningahnútinn sem
kom karlinum, hér á undan, spánskt
fyrir sjónir. Þennan hnút sem fær
okkur til að hlaupa við fót heim á leið
eftir of langan vinnudag, fund sem
drógst á langinn eða búðarráp sem
tók lengri tíma en til stóð. Þennan
hnút sem herpist saman þegar við
leiðum hugann að því að kannski
komi veraldlegt vafstur okkar í dag
niður á börnunum okkar á morgun.
Þær þekkja þá óreiðu sem kemst á
hugann, viljann og tilfinningarnar
þegar valið stendur milli þess að fá sér
meiri launavinnu og vera minna
heima á daginn eða vera meira
heima og minnka við sig launavinnu,
jafnvel hætta henni að mestu.
Eflaust eru margir þeirrar skoðunar að
konur og karlar eigi í raun ekkert val
og verði að vinna fulla vinnu utan
heimilis eigi endar að ná saman. Að
auki komi samfélagið ekkert til móts
við foreldra ungra barna og þ.a.l.
verði þeir að notast við dýrar hall-
ærislausnir í barnapössunarmálum.
Þegar þær lausnir svari ekki lengur
kostnaði verði það hlutskipti kon-
unnar að brjóta upp starfsferil sinn og
taka til við heimilisstörfin þar sem
karlinn hafi meiri tekjumöguleika en
hún. Þessi mynd blasir mjög víða við
og vissulega er hún sönn, en hitt er
líka satt að við höfum öll ákveðið val
þó innan vissra marka sé. Við erum
gerendur í lífi okkar ekki síður en
þolendur. Ef við neitum því getum
við eins lagst með tærnar upp í loft.
Margar konur eru sáttar við það að
hafa heimilisstörf að aðalstarfi og
finnst þau gildi sem ráða á vinnu-
markaðnum engan veginn eftir-
sóknarverð. Ekki er þó örgrannt um
að þær fái sektarkennd yfir því að
vera ,,bara húsmæður". Aðrar reyna
að telja sjálfum sér trú um að þær
hafi valið að vera heima — það sé það
sem þær vilji — en eru samt haldnar
stöðugri löngun til fá sér launaða
vinnu. Þær hafa sektarkennd yfir því
að langa í raun eitt og gera svo
annað. Svo eru þær sem eru að kikna
undan því álagi sem fylgir stöðugum
þeytingi milli heimilis og vinnu og
þær sjá heimilið í hyllingum. Þær
ákveða jafnvel að gerast heima-
vinnandi og viti menn, eftir skamm-
an tíma sjá þær heiminn fyrir utan í
sömu hyllingum og heimilið áður.
Þær fá sektarkennd yfir því að vita
ekki hvað þær vilja og yfir því að
njóta ekki nægilega samvistanna við
börnin. Enn eru svo konur sem eru og
hafa ákveðið að vera á vinnumarkaði
með þeim kostum og göllum sem því
fylgir og skipuleggja heimilishald með
tilliti til þess. Þær eru margar hverjar
með sektarkennd yfir því að vera of
eigingjarnar og ekki nógu góðar
mæður og eins yfir því að heimilið
lítur alls ekki alltaf út eins og góð
heimili eiga að gera.
Þó sektarkennd kvenna sé afskaplega
slítandi fyrir þær sjálfar og komi í veg
fyrir að þær geri réttmætar kröfur til
annarra, þá hefur hún reynst sam-
félaginu í heild ansi notadrjúg. Hún
er eins og rofi á vararafstöð. Þegar ýtt
er á hana fara konur í gang og bjarga
því sem bjargað verður. Þær reyna að
þóknast umhverfi sínu og sínum
nánustu og standa sína plikt svo eng-
inn geti nú brigslað þeim um annað.
Eftir sitja þær sjálfar með óuppfylltar
þarfir og langanir, fremur slappa
sjálfsímynd og óljósa hugmynd um að
eitthvað sé ekki eins og það eigi að
vera.
En hvar liggja rætur þessarar sektar-
kenndar? Voru konur fyrri kynslóða
jafn plagaðar af henni og við?
Lítum fyrst á skrif íslenskra skáld-
kvenna. Hvað með rithöfundinn,
bæjarfulltrúann, þingkonuna og 10
barna móðurina Guðrúnu Lárusdótt-
ur sem samhliða margvíslegum
skyldustörfum gaf út 10 skáldsögur
og 2 smásagnasöfn? Og hvað með
skáldkonuna Huldu sem var hús-
móðir á stóru sveitaheimili? Höfðu
þessar konur aldrei sektarkennd
gagnvart börnum sínum? Ekki er hægt
að merkja það af sögum þeirra. Vissu-
lega upplifðu þær togstreitu en hún
var öðru fremur milli langanna
þeirra og skyldu og þær virðast ekki
velkjast í neinum vafa um hvort beri
að velja. Konum ber að fórna sér. Um
þetta segir Soffía Auður Birgisdótt-
ir m.a. í formála að bókinni Sögur ís-
lenskra kvenna 1879-1960: ,,I sögum
Huldu ber konum að fórna sér
skilyrðislaust fyrir börn og heimili,
þótt þær kunni að dreyma um annað
hlutskipti. Sú fórn er þó aldrei auð-
veld...“. Segja má að með því að
fórna sér hafi konur að vissu leyti
svikið sjálfar sig en slík svik kalla
ekki á sektarkennd nema þá hjá
öðrum. Það er ekki fyrr en eftir 1920
sem upp koma efasemdir um ágæti
fórnarinnar og sjálfsímynd kvenna í
bókmenntum tekur ekki að breytast
að neinu marki fyrr en eftir seinni
heimsstyrjöld.
Kannski má segja að formæður okkar
hafi tæpast staðið andspænis neinu
vali. Þær bjuggu í kyrrstöðusamfélagi
þar sem hlutverk og skyldur voru fast
afmörkuð og fólk lifði svipuðu lífi
kynslóð eftir kynslóð. Hið sama
verður ekki sagt um nútímasam-
félagið þar sem þekking úreldist
nánast jafn hratt og hún er fengin og
hreyfanleikinn er hin æðsta dyggð.
Og þó við höfum kannski ekkert af-
gerandi val um hinar stóru lxnur í lífi
okkar og samfélagi þá höfum við val
8