Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 3

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 3
VENRÉTTINDAKONA ÓLAFÍA JÓHANNSDÓTTIR 1863-1924 Síðasta áratug hefur miklð verið rætt og ritað um frelsisbaráttu formæðra okkar. Þegar við lögðum af stað í landnám kvenna- sögunnar var byrjað að leita að fyrirmyndum og uppskeran lét ekki á sér standa. Við eignuðumst eigin leiðtoga á kvenfrels- isbraut - Bríeti Bjarnhéð- insdóttur - sóma okkar, sverð og skjöld. En við verð- um að varast að draga upp einfalda og gagnrýnislausa leið- togamynd. Vissulega er engin ástæða til að lítilsvirða eða afneita hlut Bríetar í kvenfrelsisbaráttunni. Gagnrýnislaus upphafning getur hins vegar endað með áhugaleysi og leiða. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var ekki einangraður áhrifa- valdur í íslenskri kvennabaráttu. Ólafía Jóhannsdóttir ritstjóri, ríthöfundur, erindreki, umboðsmaður og forstöðukona er lítt kunn á íslandi. Minningu hennar hefur hins vegar verið haldið á lofti í Noregi. Þar veitti hún forstöðu heimili fyrir sárasóttarsjúklinga, vænd- iskonur og drykkjukonur sem Hvítabandið rak i Osló. Fordómar og skortur á heimildarýni hafa valdið því að þáttur Ólafiu í frelsisbaráttu íslenskra kvenna er stórlega vanmetinn. Þegar Ólafíu er minnst er oftast getið um störf hennar að bindindis- og trúmálum og nær eingöngu stuðst við sjálfsævisögu hennar. Það fór raunar ekki að kveða að Ólafiu í trúmálum að neinu marki fyrr en hún fluttist frá íslandi árið 1903. Sjálfsævisaga Ólafíu er fyrst og fremst trúarsaga og fjallar um endurfæðingu hennar til lifandi trúar. Þar gerir hún lítið úr áhuga sínum á stjórnmálum og breiðir yfir afrek sín í opinberu lifi. Ólafía var alin upp í hringiðu sjálfstæðis- baráttunnar. Æskuheimili hennar, hús Þor- bjargar Sveinsdóttur ljósmóður, fóstru Ólafiu, var ein helsta miðstöð róttækra þjóðfrelsis- manna í Reykjavík. Þar hefur Ólafía eflaust oft heyrt talað um frelsi, réttindi og kúgun, hugtök sem hún tengdi síðar stöðu kvenna. Þær mæðg- ur fylktu konum í Hinu íslenska kvenfélagi og Hvitabandinu til liðs við róttækari arm sjálfstæð- ishreyfingarinnar. Ólafía tók virkan þátt í þjóð- frelsisbaráttunni bæði í ræðu og riti. Þjóðernis- hyggja hennar var ekki aðeins róttæk, hugmyndir Ólafíu bera sumar vott um býsna öfgafulla þjóðernis- rómantík. Þegar fjallað er um tilurð kvennahreyfingar- innar á íslandi er full ástæða til að leggja áherslu á áhrif sjálfstæðisbaráttunnar. Ólafia taldi að íslenskar konur væru fyrst og fremst kúgaðar af erlendu valdi og treysti þvi að heimastjórn myndi færa konum fullkomið jafnrétti. Ólafía var meðritstjóri og annar eigandi kvennablaðsins Framsóknar á árunum 1899- 1901 og skrifaði auk þess í Arsrit hins íslenska kvenfélags. í greinum sínum hélt hún tæpi- (ungulaust fram pólitískum réttindum k\'enna og var mun afdráttarlausari í kvenfrelsisbarátt- unni en til að mynda Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Hugmyndir Ólafíu voru vissulega mótaðar af mæðrahyggju. Hún taldi mikilvægasta hlutverk hverrar konu vera móðurhlutverkið. Þvi ættu hins vegar ekki aðeins að fylgja ákveðnar skyld- ur heldur einnig réttindi eins og kosningaréttur. Gildismat móðurinnar átti að stjórna öllum gerðum kvenna og skipti þá í sjálfu sér engu máli hvort þær ólu af sér börn eða ekki. Umhyggja, ást, ábyrgð og samúð átti að móta framkomu og störf allra kvenna. Þrátt fyrir sterka mæðra- hyggju Ólafiu lagði hún áherslu á frelsi kvenna til að velja, þeim ætti að vera frjálst að leggja stund á allt það sem hæfileikar og hugur þeirra kynni að hneigjast að. Lífssaga Ólaliu einkennist af togstreitu, þar sem frelsisþráin togaðist á við þörf hennar fyrir öryggi. Eftir langa baráttu valdi hún síðari kostinn og fann loks öryggið í „náðarfaðmi Guðs". Ég get ekki varist þeirri hugsun að hefði Ólafía Jóhannsdóttir fundið öryggið í „náðar- faðmi” eiginmanns væri þáttur hennar í frelsis- baráttu íslenskra kvenna ekki eins vanmetinn og raun ber vitni. [ 1 Margrét Guðmundsdóttir Ljósmynd: Sigfús Eymundsson. Eig. Þjóöminjasafn íslands

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.