Vera - 01.04.1993, Page 14

Vera - 01.04.1993, Page 14
BOÐBERAR Gefum okkur að hér á landi sé til einhver and- spyrnuhreyfing sem reynir að grafa undan sam- I stöðu kvenna og stöðva sókn þeirra til fulls jafn- réttis. Hvar er þessi hreyfing? Það eru engin formleg samtök til í landinu. Hvar birtist hún þá, ég meina hreyfingin? Á tröppunum hjá okkur í líki trúboða? Tæplega. Er til einhver leyniregla valda- mikilla einstaklinga sem hittist í skjóli nætur og bruggar launráð gegn konum? Ja, að minnsta kosti hef ég ekki frétt af henni. En hvar er þá þetta bakslag? Er þetta kannski allt saman tómt rugl? Ef svo er, hvers vegna finnst mörgum konum að sér þrengt? Hvers vegna heyra fullfrískar úti- vinnandi mæður að þeim væri nú bara best að fara heim aftur? Hvers vegna nagar samviskubitið 1 sýknt og heilagt þær konur sem senda börnin sín í dagvistun? Hvers vegna heyrum við að | framakonan sé þjóðfélaginu, börnum, gamal- mennum og ... körlum vond? Beinlínis hættuleg? Skrimsli sem réttast væri að útiýma? Hvers vegna heyrum við að glötuð hjónabönd, vegalaus börn, stórfellt atvinnuleysi sé konum að kenna? Er einhver rödd sem segir þetta? Hvar, hvenær, hvernig segir hún það? BAKSLAGSINS Hlustum á þessa rödd: „Nú þegar atvinnuleysi er meira en áður, er ekki úr vegi að hugsa til baka. Hvað hafa verið búin til mörg óþörf og óarðbær störf á síðustu árum? Áður en konur komu i auknum mæli út á vinnu- markaðinn gekk flest betur. Það þarf enginn að halda að með aukinni þátttöku kvenna á vinnu- markaði hafi tekjur þjóðfélagsins aukist í sama mæli. Alls ekki. Þessi þátttaka kvenna á vinnu- markaði varð til þess að fleiri vinnandi hendur hafa þurft að skipta á milli sín sömu krónum og áður. Þetta segir mér að þjóðfélagið, konur, karlar og ekki síst ungviði þjóðarinnar hefur hreinlega skaðast af aukinni þátttöku kvenna á vinnu- markaði. Það er ekki úr vegi að leiða hugann að þeim hrikalegu atburðum sem urðu í Liverpool á Englandi. En drengjunum tveim, sem eru ákærðir fyrir morð á ungum dreng, er báðum búið þannig líf að mæður þeirra vinna utan heimilis ... ... Það er á tímum eins og nú sem þjóðin þarf að spyrja áleitinna spurninga. Ein spurningin er um það hvort íslenska þjóðin hafi ekki tekið spor aftur á bak með aukinni þátttöku kvenna á vinnumarkaði." (Lesendabréf frá Magnúsi E. Hansen, DV, mánudaginn 1. mars 1993)

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.