Vera - 01.04.1993, Qupperneq 24

Vera - 01.04.1993, Qupperneq 24
Menn sáu fyrir sér framtíðarheimili þar sem vélmenni ynnu öll verk og nærina yrði eingöngu í pillurormi. KAMES INN AF ELDHUSINU í húsum sem byggð voru i byrjun þessarar aldar voru gjarnan höfð vinnukonuherbergi inn af eld- húsinu. Getur svo farið að í lok aldarinnar verði aftur farið að gera ráð fyrir húshjálpinni við hönnun húsa? Erum við á leið inn í nýtt samfélag húsbænda og hjúa? Vinnukonustéttin hvarf af sjón- arsviðinu í síðari heimsstyij- öldinni. Á 5. og 6. áratugnum var mikið lagt upp úr því að mennta konur til húsmóðurstarfa. Kenna þeim nýtni og innræta þeim hagsýni. Húsmæður sáu um allt heimilishald - vinnukonulausar. En á þessum tímum voru heim- ilistækin að leysa vinnuhjúin af hólmi. Það ríkti geysileg trú á tækniframfarir. Menn sáu fýrir sér framtíðarheimili þar sem vélmenni ynnu öll verk og næring yrði eingöngu í pilluformi. 24 A 7. og 8. áratugnum fóru konur að flykkjast út á vinnumark- aðinn. Þær sinntu áfram heimilis- störfum, en lögðust þó til svefns á kvöldin bjartsýnar og ánægðar og dreymdi um að sameiginleg ábyrgð á barnauppeldi og heim- ilisstörfum myndi í íýllingu tímans fýlgja þvi að framfærslu- byrðin skiptist á mifli beggja foreldra. En nú eru þær að vakna upp við vondan draum. Konur vinna utan heimilis eins og karlar, en þiggja fýrir það lægri laun. Og þar sem iaun karla eru hærri finnst öllum að störf þeirra hljóti einnig að vera mikilvægari. Þess vegna taka konurnar á sig ábyrgð á börnum og heimilis- haldi. Og aldamótaheimiiið varð ekkert eins og framtiðarskáld- sögurnar spáðu fyrir um. Það þarf ennþá að þrífa skít og búa til mat - og spara. En húsmæður nú á dögum hafa ekki tíma til að spara vegna þess að þær hafa svo mörgum hlutverkum að gegna. Og stundum þegar þær vakna upp við vondan draum á morgn- ana heyrast þær andvarpa: - Amma hafði þó að minnsta kosti stúlku! Sumar konur sjá ekki aðra leið til jafnréttis en að fá sér húshjálp. - Öðruvisi get ég aidrei ein- beitt mér að starfi mínu, auk þess sem ég útvega annarri konu vinnu á þessum síðustu og verstu tímum. Og ég nenni ekki lengur að rifast um hver eigi að gera hvað hér á heimilinu, hugsa þær. En um þetta fyrirkomulag eru skiptar skoðanir eins og reyndar um allt sem viðkemur jafnréttis- málum. Sumir telja það einu færu leiðina til jafnrréttis á heimilum að fá utanaðkomandi manneskju í skítverkin. Öðrum finnst það einn þátturinn í kúgun kvenna að þeim skuli vera boðin slík verk - af kynsystrum sinum. □ BÁ Teikning og útlit: Örn Smóri Gíslason

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.