Vera - 01.04.1993, Síða 26

Vera - 01.04.1993, Síða 26
hlutverki þessa húss. Á skiltinu var líka annað orð og einn daginn fletti hún þvi upp í orðabók. Það reyndist vera bílasala - Bílasala Guð- finns. Umræður um umhverfismál Sænsk ungmenni eru afar meðvituð um umhverfismál. Þegar talið berst að um- hverfismálum á íslandi hitn- ar i kolunum. Maria Elias- son útskrifaðist í íyrra af umhverfisbraut í mennta- skófa. Hún segist oft sjá rautt þegar hún kemur inn í búðir í hinu íslenska um- búðasamfélagi. - Mjólkurfernurnar eru til dæmis settar nokkrar saman í plast. Það er ekki gert heima heldur eru notað- ar kerrur og pallar til að komast hjá að nota plast. Það fara mörg tonn af plasti til spillis með þessu móti, segir Maria og Susanne bætir við: - Og hugsið ykkur allt sellófanið sem sett er utan um blóm hérna. Au-pair- mamma mín átti fertugs- afmæli um daginn og það hreinlega rigndi inn plasti, sem bara var klippt í sundur og hent. í Svíþjóð gæti engin blómabúð gengið svona frá blómum því hún yrði stimpl- uð umhverfisfjandsamleg og missti viðskiptin. En verst finnst þeim að bílar skuli skildir eftir í lausa- gangi. Helena Carlson segir frá þvi að íyrir utan leikskóla eldri stráksins síns séu iðulega margir bílar í gangi. - Og það tekur að minnsta kosti iO mínútur að fara inn með börnin, segir hún og skilur eðlilega ekkert í því hvers vegna ekki er drepið á bíiunum á meðan. Og nú fara þær að leggja á ráðin um skipulagða þjófn- aði á bílum sem skildir eru eftir í gangi til að refsa hinum ómeðvituðu íslend- ingum. En Helena segir líka sögu af þvi hvernig erlendar óperur geta haft áhrif á íslensk umhverfismál: - Fjölskyldan mín hefur haft margar stelpur á undan mér og þær hafa allar pre- dikað um umhverfismál. Nú er fjölskyldan búin að búa til safnhaug í garðinum og er alltaf að minna mig á að henda lífrænum úrgangs- efnum i safnhauginn! Kostir og gallar Á íslandi er allt gert seint, finnst þeim. Það er borðað seint, farið seint út að skemmta sér, skipulagt seint - og alltaf komið of seint. Og íslendingar eru sívinnandi, en sjást aldrei sofa. - Fyrstu vikurnar hélt fjölskyldan að maður væri veikur þegar maður fór í rúmið um ellefu og á fætur um átta, segja þær. En nú hafa þær vanist hinum íslenska lífstakti. Sumar eru nokkuð hrifnar af honum, en aðrar óttast áhrif hans á heilsufar þessarar þjóðar, sem alltaf er með flensu. Þeim liður vel á íslandi, annars væru þær ekki hér. En það er erfiðara að benda á það sem er jákvætt en það neikvæða. - Mér finnst ég vera öruggari í Reykjavík en Sundsvall, segir Susanne. Ef að bíll stoppaði og mér væri boðið far myndi ég ábyggilega hoppa upp í hann. Það myndi ég aldrei gera í Sundsvall. - Og hér er hægt að fara út að skokka á kvöldin, sem er óhugsandi í stærri borgum heima, segir Eva Lxitta. - Fólk hér er mjög opið og vingjarnlegt, segir Helena. Á því reynast mjög skiptar skoðanir og heilmiklar deilur uppheljast, þar sem tínd eru til ýmis dæmi um óvingjarnlegt íslenskt afgreiðslufólk. En engin endanleg niðurstaða fæst um það hvor þjóðin sé vingjarnlegri. Einangrun innflytjenda Sænsku stelpurnar yfirgáfu heimalandið með það fyrir augum að standa á eigin fótum fjárhagslega og félagslega. Hver og ein þeirra hélt að hún yrði eini Sviinn í Reykjavík og allar bjuggust þær við að verða að leggja mikið á sig til að kynnast innfæddum. En svo reyndust hér vera sænskar óperur á hveiju strái. - Og það erum við sem förum út saman og við sem förum i Bláa lónið og við sem segjum hver annarri hvenær strætó fer, segir Susanne og Elisabet bætir við: - Við þörfnumst ekki annars félagsskapar. Það er svolítið hættulegt. Heima í Svíþjóð eru innflytjendur oft skammaðir fyrir að halda sig i hópum og umgangast ekki innfædda. En það er svo auðvelt að einangrast í hópi sem maður finnur öiyggi í. Þær eru allar sammála um að eftir þessa reynslu skilji þær innflytjendur betur. „Litla þjónustustúlkan" Vinnutími þeirra og verksvið er misjafnt, sem og allar aðstæður og tengsl við íjölskylduna sem þær búa hjá. Það er erfitt að taka skyndilega upp svo náið samlífvið ókunna fjölskyldu. Það krefst aðlögunarhæfni, segja þær. - I rauninni er maður „litla þjónustustúlkan" á heimilinu og verður að vera tilbúinn að kyngja því. Kaupið er ekkert rosalega hátt og oft vinnum við á hinum undarlegustu tímum. Við verðum að gleyma þeim sænska hugsunarhætti að vinnutimi sé fastur og af- markaður. En maður fer ekki sem au-pair starfsins vegna, heldur til að komast burt og kynnast einhveiju nýju. Og au-pair starfið felur í sér öiyggi, mat og húsa- skjól. Susanne, sem lengi hefur búið ein, segir sér finnist jietta líf alveg stórkostlegt. Því fylgi svo mikið frelsi. - Þegar maður hokrar einn í íbúð verða launin að nægja fyrir mat og leigu og upphitun og svo koma raf- magnsreikningar eða bif- reiðagjöld. Stundum fannst mér ég vera fátæk og ekki hafa efni á mat og lenti „óvart” í heimsókn hjá mömmu á matartímum. En þó að au-pair launin séu ekki há þá get ég eytt þessum peningum eins og mér sýnist án þess að hafa áhyggjur af að svelta, segir Susanne og bætir þvi við að kannski fari hún bara ekkert heim þegar þessu au-pair ári lýkur. Kannski fái hún frí úr vinnunni í hálft ár í viðbót og fari til ísrael að tina appel- sínur. - Það er svo stórkostlegt að uppgötva að maður getur bara pakkað ofan i tösku og horíið út í heim! □ BÁ

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.