Vera - 01.04.1993, Side 37
SOGUÞRAÐUR, 1. KAFLI
IÐUNN STEINSDÓTTIR
MÆÐUR OG DÆTUR
Jórunn eldri stóð við spegilinn
á baðherberginu og kreisti
hárburstann svo að beina-
berar hendurnar hvítnuðu.
Þær skulu ekki sleppa út!
Þarna húktu þær í dimm-
asta horninu í hugskotinu þar
sem þær höfðu árum saman
verið undir lás og slá. En nú
var eitthvað að bila, lásarnir að
bresta og aldrei hægt að fá gert
við neitt.
Hún var að missa stjórn á
öllu, vissi ekki þegar hún
vaknaði að morgni hver mundi
i'áðskast með hana þann
daginn. Það fór eftir því hvaða
fylkingar í skæruhernaði
minninganna náðu fyrstar að
læðast út úr skotinu og setjast
úm hana.
Þær voru misjafnlega her-
skáar. Sumar þolanlegar, ollu
óróa og þreytu en ekki beinni
vanlíðan. Aðrar fjandsamlegar,
tættu hana að innan og
yörpuðu löngum skuggum inn
í daginn.
Verst voru unglingsárin,
þeim fylgdi svo mikil einsemd.
Skuggarnir frá þeim kæfðu
Ijósið svo að hún sá varla
handa skil. Það gekk svo langt
að einn daginn fór hún til
húsvarðarins og bað hann að
setja nýjar perur í ljósastæðin
af þvi að þær gömlu væru
ónýtar. Hann kom upp með
Ijósaperur í poka en neitaði að
gera nokkuð þegar inn í
íbúðina var komið, sagði að
það væri ekkert að perunum.
í dag var sæmilega bjart. í
svefnrofunum höfðu fyrstu
búskaparárin læðst að henni
og þau voru ekki svo slæm.
En unglingsárin leituðu út.
Hún fann það á þrýstingnum í
bijóstinu og hjartanu sem sló
dynk eftir dynk eins og verið
væri að berja á hurð.
Hurð! Það var verið að berja
á hurð. Hann var við dyrnar,
vildi inn. Eins og hann þröngv-
aði sér inn á hana forðum,
læddist að henni þegar engan
grunaði. Vitandi að hún gæti
ekki sagt neinum frá - og þó að
hún segði tryði enginn henni af
því að hún var bara unglingur.
Hún tók viðbragð, hentist fram
að dyrunum og íleygði sér á
þær. Hann skyldi ekki inn.
Barsmíðin hljóðnaði og
gegnum þögnina heyrði hún í
Olöfu.
- Hvað er þetta, mamma,
ætlarðu ekki að opna? Við
erum komnar hérna með hana
Ingu litlu eins og ég lofaði í
gær.
Hann hvarf. Hún var hér. 1
dag, áttræð manneskjan. Hér í
sambýlinu sem hún keypti sig
inn í íýrir tveimur árum. I
sinni eigin íbúð, ein, í dag.
Hún losaði öryggiskeðjuna
og tók lásinn af.
- Æ, eruð það þið, ég
gleymdi mér alveg, tautaði hún
skömmustuleg.
- Er eitthvað að, mamma
mín? Þú fleygir þér á hurðina
eins og þú eigir von á innrás,
sagði Ólöf um leið og hún
stappaði af sér snjóinn.
- Ég ílýtti mér of mikið og
hrasaði, tautaði Jórunn. - Ó,
er hún komin, litla elskan,
bætti hún við og klappaði á
böggul sem Jórunn yngri,
nafna hennar, var með í fang-
inu.
- Sæl amma mín. Ósköp er
langt síðan ég hef séð þig,
sagði Jórunn yngri og kyssti
ömmu sína á vangann.
- Sjáðu hvað ég er dætutt,
sagði hún með tæpitungu og
íletti ofan af bögglinum svo að
syfjulegt andlit litlu stúlkunn-
ar kom í ljós. Hún geispaði
ákaflega og gretti sig.
- Hún er rétt að vakna og á
að fara að drekka. Er hún ekki
falleg?
- O, þetta er svo saklaust og
gott, svaraði Jórunn eldri.
Hún tók á rás inn í íbúðina.
- Komið þið, ég þarf að
traktera ykkur, hrópaði hún og
snerist einn hring í eldhúsinu,
skrúfaði frá krana og fyrir
hann aftur. Gleymdi að hún
ætlaði að hita kaffi og hljóp inn
í stofu.
- Inga mín er með sínar
eigin trakteringar, sagði Jór-
unn yngri. Hún settist í hæg-
indastól og lagði litlu stúlkuna
á brjóst.
- Það er ekkert eins yndis-
legt og þessi litlu börn, það
fylgir þeim svo mikill friður,
sagði amma hennar og snart
höndina á þeirri litlu með
visifingri.
- Já, er það ekki makalaust
að heimurinn skuli vera fullur
af ófriði. Og þó hafa allir þeir
sem fyrir honum standa ein-
hvern tímann verið saklausir
37