Vera - 01.06.1993, Side 18
KVENN ARÁÐSTEFN A
urnar í kvennarannsóknum -
menntamál, Qölskyldan, bók-
menntir, stjórnmál frá ýmsum
sjónarhornum, grasrótar-
hreyfingar, flutningar kvenna
frá sveitum til borga, konur og
fátækt, vændi, sálarfræði,
heilsa og heilbrigði, konur og
tækni, sjálfsmyndir kvenna,
konur og umhverfi og um-
hverfisvernd, umönnunar-
störf, konur og fötlun, störf
og staða á vinnumarkaði, á
heimilum, í þriðja heiminum,
Austur-Evrópu, konur í list-
um, móðurhlutverkið, kynlíf
fráýmsum sjónarhornum, of-
beldi gagnvart konum, fjöl-
margar sessjónir um konur í
Costa Rica o.s.frv. Allan tim-
ann var í gangi seminar um
kenningar í kvennafræðum.
Mest virtist vera fjallað um
fjölskylduna, þátttöku kvenna
í vinnumarkaði og ofbeldi.
Það er óhætt að segja að
þarna hafi verið mikil viska
samankomin og margar for-
vitnilegar rannsóknir í gangi.
Þekkingarleitin er spennandi,
en kvennarannsóknir eiga
ekki heima í filabeinsturni.
Leitin á að leiða til þátttöku og
breytinga. Það þýðir pólitik og
aðgerðir. Tækifærið var líka
notað til að safna liði og und-
irbúa sóknaraðgerðir. Fjórða
alþjóðlega kvennaráðstefna
S.Þ. er framundan í Beijing
sumarið 1995. Það má ekki
láta deigan síga í umhverfis-
málum þótt Rió-ráðstefnan sé
að baki. Friðarmál eru á dag-
skrá og áhugahópar um
margvísleg málefni kynna
sjónarmið sín með ýmsu móti,
t.d. á bókamessunni eða í
kynningarbásum.
HVERJIR ERU MENN?
Stór salur er þéttskipaður
konum sem bíða spenntar eft-
ir að konurnar uppi á palli
taki til máls. Viðfangsefnið er
mannréttindi. Kazuko Watanabe
frá Japan segir frá rannsókn
um hernaðarstefnu, heims-
valdastefnu og viðskiptum
með konur. Það er um skipu-
lega misnotkun japanska
hersins á konum í hernumdu
löndunum í síðari heimsstyij-
öldinni sem nú er verið að
draga fram í dagsljósið. Hún
dregur línuna fram á þessa
daga er japanskir karlmenn
og karlmenn frá Ástraliu og
velmegunarlöndum Evrópu
Stórar, fallegar
og sterkar konur, lifsreyndar
og velmenntaóar meb
doktors-gróóur fró þekktum
breskum og bandarískum
skólum. Þær töluöu
af mælsku og orógnótt
um þrengingar svarta
kynstofnsins einkum
kvennanna.
skapa grundvöll fyrir túristavændi í Suð-austur
Asíu. Yolanda Bertozzi gefur konunum í Costa
Rica rödd tveimur árum eftir að lög um jafnan
rétt kynjanna hafa verið sett: Las Mujeres tom-
an la palabra - konurnar láta í sér heyra og
skýra frá hinu leynda ofbeldi innan veggja heim-
ilanna.
Álirifaríkastir voru þó fyrirlestrar Charlotte
Bunch frá Bandaríkjunum um mannréttindi frá
feminísku sjónarhorni og Elizabetar Odio
Benito, dómsmálaráðherra Costa Rica um end-
urskilgreiningu á mannréttindum. Charlotte
hvatti til þess að konur bindust samtökum á
þessu ári sem S.Þ. hafa helgað fjölskyldunni um
að tryggja lýðræði inni á heimilunum. Það þarf
að endurskilgreina mannrétt-
indi þannig að þau taki til
allra við allar aðstæður, líka
til einkalífsins. Það er ekki
hægt að þola lengur ofbeldi
gegn konum í skjóli heimil-
anna, nauðganir, barnadráp,
vannæringu stúlkubarna,
mannsal og vændi, þunganir
gegn vilja kvenna. Konur
verða að standa saman og
knýja á um breytingar. Mikil
gagnasöfnun hefur farið fram
til að leggja fyrir ráðstefnu
S.Þ. um mannréttindi í Vínar-
borg í júni og þá reynir á
hversu mikil alvaran er með
að tryggja öllum mannrétt-
indi. Elizabet Odio Benito tók
mjög í sama streng og rakti
hugmyndafræðina að baki
hugtaksins og baráttunnar
fyrir rétti einstaklingsins.
Hún sýndi með skýrum dæm-
um hversu miklum takmörk-
unum mannréttini eru háð
víðast hvar í heiminum, jafn-
vel í löndum þar sem þau eiga
sér langa hefð. Stórfelldustu
takmarkanirnar eru gagnvart
konum og börnum. Réttindi
þeirra verða ekki tryggð nema
skýrt sé tekið fram að yíirlýs-
ingin taki til þeirra Hka og
gengið sé eftir því. Þessi skýra
og skilmerkilega miðaldra
kona hreif alla með sér. Hún
sagði að þar til nýlega hefði
hún ekki haft áhuga á mál-
efnum kvenna en eftir að hún
hafði kynnst rannsóknum á
stöðu kvenna og konum sem
beijast íyrir réttindum þeirra
hefði hún gert sér ljóst hversu
biýnt málið væri og það gekk
þess enginn dulinn að hún
vildi leggja sitt af mörkum og
heldur ekki að hér væri kona
sem munaði um. Hún hafði
ekki fyrr lokið máli sínu en
allir í salnum stóðu upp og
klöppuðu lengi.
Síðar um daginn efndu
heimakonur til myndarlegrar
göngu um aðalgötur borgar-
innar til að mótmæla ofbeldi
gegn konum. Þó að gangan
væri fjölmenn og litrík og vekti
mikla athygli vegfarenda létu
fjölmiðlar sér fátt um finnast.
SVÖRT SJÁLFSMYND
Hins vegar létu Qölmiðlar ekki
framhjá sér fara pallborðsum-
ræðurnar sem efnt var til á
vegum UNIFEM um menning-
arbundna sjálfsmynd blökku-
kvenna. Það var fullt út úr
18