Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 26
Þ I N G M Á L
KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR
Á veggnum vlð hliðina á skrif-
borðinu mínu er hátalari, sem
í má heyra allt, sem talað er á
þingfundum, þ.e.a.s. úr
ræðustóli. Hins vegar nýt ég
þeirra þæginda umfram þá,
sem í þingsalnum eru, að ég
get hækkað og lækkað i ræðu-
mönnum eftir þörfum, jafnvel
slökkt algjörlega á þeim. Þar
sem ég hef margt annað að
gera en að hlusta á umræður,
hlusta ég í rauninni ekki á
nema brot af þeim, en þó nóg
til þess að hafa nokkurn veg-
inn hugmynd um það, sem
þarna fer fram. Stundum í
vetur, þegar lagst var til hvíld-
ar að kvöldi, var ástandið eins
og að loknum réttardegi,
nema að í staðinn fyrir lang-
dregið, tregablandið MMEEE
hljómaði EEEESS í huganum.
Já, það var auðvitað evrópska efnahagssvæðið,
sem nánast einokaði umræðuna stóran hluta
þingtímans, bæði samningurinn sjálfur og Qöl-
mörg mál tengd honum. Umræðurnar voru heit-
ar og ágreiningur mikill og teygði sig m.a. inn í
þingflokk Kvennalistans, sem ekki náði saman
um óskipta afstöðu til málsins. Fjórar þing-
kvennanna, þær Anna, Jóna Valgerður, Kristín
Ástgeirs og Kristin Einars, höfnuðu samningn-
um, en Ingibjörg Sólrún sat hjá við afgreiðslu
málsins. Þessi staða var ítarlega rædd á lands-
fundi og við önnur tækifæri, og fjölmiðlar töldu
sig komna í feitt, löngu leiðir á eindrægni og
samstöðu í þessum undarlegu samtökum
kvenna. Nú er það hins vegar alls ekki svo, að
þetta hafl verið í fyrsta sinn, sem ágreiningur
kemur upp í Kvennalistanum. Um það mætti
nefna nokkur dæmi. Sum þeirra ágreiningsefna
tókst að leysa með málamiðlun, önnur ekki, og
það skilaði sér m.a. í mismunandi atkvæða-
greiðslu á Alþingi. Samningurinn um evrópska
efnahagssvæðið er hins vegar þeirrar tegundar,
að málamiðlun er óhugsandi. Og þvi verður ekki
í móti mælt, að þessi ágreiningur var Kvennalist-
anum erfiður, en einnig lærdómsríkur.
Utanríkismál voru almennt
mikið til umræðu í þinginu, og
á síðustu dögum þess var t.d.
samþykkt aukaaðild íslands
að Vestur-Evrópusamband-
inu. Kvennalistakonur voru
andvígar þvi og hafa lagt
áherslu á það í sínum mál-
flutningi, að öryggishagsmun-
ir okkar séu fólgnir í sam-
vinnu við aðrar þjóðir um um-
hverfismál, en ekki hernaðar-
mál. Lítill tími gafst hins veg-
ar til að ræða breytingar á að-
stöðu Bandaríkjahers á Kefla-
víkurflugvelli, en óljósar frétt-
ir um slíkt bárust rétt fyrir
þinglok.
STEFNULEYSI
Efnahags- og atvinnumál bar
óhjákvæmilega oft á góma, en
reyndar fyrst og fremst að
frumkvæði stjórnarandstöð-
unnar, sem gagnrýndi ríkis-
26