Vera - 01.06.1993, Síða 37

Vera - 01.06.1993, Síða 37
SÖGUPRÁÐUR, 2. KAFLI ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR dyrnar stóð svartur maður; hár °g þrekvaxinn negri í ljósum frakka. 'Gódan dag, hefur þú tíma? Við saman augnablik? Jórunn horfði á hann og gleymdi að svara. -Eg er erlendur námsmaður “Sra íslensku. Það er mjög dýrt að vera námsmaður á íslandi. Eg selja hluti svo ég geta verið lengur á íslandi. Þessir hlutir eru frá mitt heimalandi. Vilt þú kaupa eitthvað af mér? Ekki dýrt. Fallegar gjaflr. Hann var búinn að setja stóra tösku á gólflð á milli þeirra og byijaði nú að tina upp úr henni. •Jórunn var ráðvillt en opnaði öyrnar meira fyrir kurteisi sakir °g tók að skoða með honum ofan 1 töskuna sem hann að lokum sturtaði úr á gólflð. Þarna lágu styttur og sleifar og ker, bogar og örvar, göngustaflr og armbönd. 'Þú hjálpa mér læra íslensku og ég gefa þér einn hlut. Hvað þú langa mest í? Þú velja. Jórunn starði upp til hávaxins negrans og síðan á dótið á gólf- inu, hlýddi og benti skjálfhent á sleif. Negrinn tók upp boga og tvær örvar og rétti henni. Nú þú eiga þetta og bara borga mér pínulít- ið peninga. Jórunn áttaði sig og sótti hik- andi veskið sitt og tók upp þá úpphæð sem hann nefndi og rétti honum. -Þú amma mín. Seinna ég koma °g kenna þér skjóta með boga, Sagði hann og brosti elskulega til hennar. 'Þú segja mér hvar ég fara upp? Jórunn gekk með honum fyrir hornið og benti honum á lyftuna °g horíði svo á hann hverfa inn í hana með töskuna sína. Skyndilega fann hún að einhver stóð íyrir aftan hana. Áður en henni tókst að snúa sér við var tekið undir handlegg hennar við °lnboga og sterk, vond ilmvatns- stækja sveif í kringum hana. 'Þú kemur í kvöld, er það ekki Jórunn? var sagt rámri, dimmri hvenmannsröddu. Þetta var Guðmunda. Hún var sveitungi Jórunnar. Uppalin úokkrum bæjum innar í flrðin- úm. Báðar höíðu þær fluttst úngar inn í kaupstaðinn og búið Par ásamt eiginmönnum og hörnum sitthvoru megin við 'újólkurbúðina. Nú voru þær löngu orðnar ekkjur og bjuggu nú sitthvoru megin við gos- hfykkjasjálfsalann á annarri hseð í þessu húsi aldraðra. Jórunn kváði og kom af fjöll- úm. 'Gg hvert ætli ég fari svo sem, sagði hún önug. Guðmunda togaði hana með sér inn um opnar dyrnar á íbúð Jórunnar og ýtti henni niður í stólinn um leið og hún með leik- rænum tilburðum sýndi með svip og látbragði að eitthvað mikið væri í bígerð. Hún var nærri sest ofan á lítinn rósavönd sem lá í sófanum. Hún tók hann upp og lét á borðið. Á meðan notaði Jórunn tækifærið til þess að lauma boga og örvum undir stólinn sinn svo lítið bæri á. Guðmunda sveigði sig niður í sófann, krosslagði langar og grannar fætur sínar hægt og tígulega. Hún stillti naglalökk- uðum fingrum upp á hnéð og teygði höfuðið til Jórunnar. -Hann Grimur Sigurðsson á að syngja uppi í kvöld, sagði hún og dró höfuðið íbyggin aftur á bak og blikkaði eftirvæntingarfullum augum sínum ótt og títt í átt til Jórunnar. Jórunn horfði á hana án þess að skilja hvað hún væri að fara. -Hann Grimur, sonarsonur hans séra Gríms á Breiðanúpsstað syngur uppi í samkomusalnum á kvöldvökunni í kvöld. Hann er heimsfrægur tenór og búinn að syngja bókstaflega út um allt, hrópaði Guðmunda næstum því með djúpri rödd sinni og þóttist hneyksluð á fávisku Jórunnar. Svo hló hún rámum hlátri . -Láttu ekki eins og þú vitir ekki hver hann er. Hann fermdi þig nú hann Grímur afl hans og ég man vel hvað hann hélt mikið upp á þig, það var nú bara ekki eðlilegt, stríddi hún Jórunni. Jórunn stífnaði upp og um hana fór hrollur sem hún gætti vel að Guðmunda tæki ekki eftir. -Hann, tautaði hún skelkuð. Guðmunda horfði spennt á Jór- unni. -Nú kemur þú á kvöldvökuna í kvöld. Ég gæti sem best trúað að hann séra Grímur verði þarna líka. Vertu í rauðskræpóttu blússunnni sem hún Ólöf gaf þér í jólagjöf. Hún fer áreiðan- lega ægilega vel við svarta plíser- aða pilsið þitt. Kvöldvakan hefst eftir fréttir í sjónvarpinu. Hvað segirðu um þetta? Ég kem og næ í þig og við verðum samferða upp. Þú verður að koma upp og hlusta. Þú getur nú ekki verið þekkt fyrir annað. Guðmunda stóð upp, öll geislandi af tilhlökkun, lyfti að- eins undir hárið að aftan og við eyrun og gekk út um opnar dyrnar um leið og hún endurtók að hún kæmi við eftir fréttir. - Almáttugur, hrópaði Jórunn um leið og hún sá dyrnar standa upp á gátt. Hún ílýtti sér að tví- læsa og festa öryggiskeðjuna. Á leiðinni tilbaka kom hún auga á rósavöndinn á borðinu. Hún vafraði inn í svefnherbergið og fann þar útskorinn krist- alsvasa á kommóðunni, faldan innan um fjölskyldumyndirnar. Hún gekk með hann fram í eld- hús og skrúfaði frá krananum. Hljóðið í vatnsbununni var seið- andi eins og hópur ungling- aradda að fara með trúarjátn- inguna. Hún horfði á bununa og fann minningar koma úr öllum áttum, eða komu þær allar úr vatnsbununni? Hún fann hann stara á sig á meðan hún þuldi úr kverinu. Hann horfði á hana alla með galopin augun og blakandi nasa- vængi og hún var ekki einusinni fermd. Hún fann til skelfingar og var að þvi komin að æpa til þess að yflrgnæfa næstu minninga- brot. Þá heyrðist langdregið rop frá vaskinum. Hún sá vasann í hendi sér og fylltl hann af vatni og skrúfaði fyrir. Hún fann að vatnið ætlaði að neyða hana til þess að rifja upp fermingardaginn þegar hann... Hún hristi sig alla, leit hvasst á vatnið í vasanum og hélt honum frá sér með báðum höndum um leið og hún gekk ákveðin út úr eldhúsinu. Hún hrasaði við þröskuldinn. Vasinn datt úr höndum henn- ar á gólflð og brotnaði. Vatnið fór út um allt. Jórunn beygði sig niður til þess að tína upp gler- brotin. Þau voru stór og höfðu hvassar brúnir. Hún gætti þess að skera sig ekki í flngurna og í vatnspollinum á gólfinu sá hún hann fyrir sér drekka kaffl eftir ferminguna hennar og horfa á hana svo hún skammaðist sín. Henni stóð beygur af augum hans og reyndi að bægja sýninni frá sér. Tók upp stórt brot með skörpum, beittum brúnum. í því runnu minningarnar saman í eina mynd. Allar urðu þær eitt hræðilegt atvik sem geymdist í kristalsbrotinu. Hún ákvað að skila þessu atviki aftur. í kvöld þegar hann mundi horfa á hana skyldi hún koma í veg fyrir það sem síðar gerðist. Hún gekk með brotið að kommóðunni og lagði það varlega ofan á dúk- inn. Hún opnaði næstneðstu skúffuna. Þar lágu peysufötin hennar. Það var á fermingardag- inn sem hún klæddist peysuföt- um í fyrsta sinn. Frá Jórunni kom sársaukafullt andvarp. Hún tók upp hvitt sterkjað peysubijóstið, peysuna og silki- slifsi og lagði á rúmið sitt. Síðan tindi hún upp pils, svuntu og undirpils. Silfurhnappurinn og bijóstnælan voru í efstu skúff- unni ásamt húfunni. Hún fór úr kjólnum. Klæddi sig síðan í peysufötin. Þau voru löngu orðin of víð á hana þvi hún hafði bæði grennst og minnkað síðan hún bar þau síðast. Hún fór inn á baðherbergið og gerði slaufu á slifsið og festi með bijóstnælu. Hún burstaði grátt, stuttklippt hárið og reyndi að láta liðina njóta sín. Síðan barð- ist hún við að fá skotthúfuna til að sitja rétt á höfðinu. Húfan vildi ekki tofla heldur seig niður þangað sem skúfurinn togaði hana. Orðin þróttlaus í hand- leggjunum gafst Jórunn upp og festi húfuna niður eins og hún sat. Þá hallaði húfan til hægri, gagnstætt skúfnum sem togaði húfuna niður til vinstri, þannig að hólkurinn lá á höfðinu langt fyrir ofan eyrað. Á meðan glumdu kvöldfréttir sjónvarps- ins niður af hæðinni fyrir ofan, þar sem heyrnardaufur maður bjó. Hún hlustaði, á meðan hún púðraði á sér andlitið og fór í svörtu hælaskóna. Uppábúin peysufötum settist hún í hægindastólinn sinn með kristalsbrotið í kjöltu sér og beið. Það hafði hvesst og vindurinn gnauðaði. Vilborg Dagbjartsdóttir spinn- ur framhald í næstu Veru Teikning: Sigurborg Stefánsdóttir ÁSTA SPINNUR SOGUÞRAÐ Ásta Ólafsdóttir er myndllstarmaöur og rithöfundur. Hún hefur gefiö út þrjár bœk- ur: Pögnin sem stefndi í nýja átt, I asked myself... og VatnsdropasafniÖ. Bœkur Ástu sveiflast á milll þess aö vera IjóÖ, sögur og myndir. Hún stundaöl fram- haldsnám í myndllst í Hollandl, hefur haldiö sýnlngar á íslandl og erlendls, starfað viö Myndlista- og handíöaskól- ann viö kennslu og bókavörslu og teklö vlrkan þátt í starfsemi Nýlistasafnslns. 37

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.