Vera - 01.09.1995, Qupperneq 7

Vera - 01.09.1995, Qupperneq 7
hin litríka ritstýra VERU, hefur ákveðið að skipta um starfs- vettvang eftir fimm ára farsælt starf. Undir hennar stjórn hef- ur blaðið vaxið og blómstrað og fest sig í sessi í íslensku fjöl- miðlaflórunni. Ragnhildur hefur einnig látið í sér heyra sem pistlahöfundur í öðrum fjölmiðlum ogjafnan sett kvenréttinda- málin í öndvegi. •Ragnhildur hefurtekið við starfi Jafnréttis- og fræðslufulltrúa Akur- eyrar og eru Akureyringar heppnir að fá slíka konu til starfa því hún mun eflaust sinna nýja starfinu af jafnmiklum krafti og alúð og ritstjórn VERU. VERA vonasttil þess að fá að njóta krafta Ragnhildar áfram þótt með öðrum hætti verði og leita í hennar reynslusjóð. Um leið og ritnefnd VERU óskar Ragnhildi velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi þökkum við henni gott og óeigingjarnt starf á undanförnum árum. Ritnefndin. Öldungadeild - GRUNNSKÓLASTIG (ÍSLENSKA, STÆRÐFRÆÐI, DANSKA OG ENSKA) Grunnnám: Samsvarar 8. og 9. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa lokið grunnskólaprófi eða vilja upprifjun frá grunni. Fornám: Samsvarar 10. bekk grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa náð tilskildum árangri í 10. bekk. Undirbúningur fyrir nám á framhaldskólastigi. FRAMHALDSSKÓLASTIG Menntakjarni: Fyrstu þrír áfangar kjarnagreina: íslenska, danska, enska og stærðfræði. Auk þess félagsfræði, saga, eðlisfræði, tjáning, þýska, hollenska, ítalska, stærðfræði 122 og I 12, uppeldisfræði 103. Sjúkraliðabraut • Verslunarbraut NÝJAR NÁMSGREINAR Sálfræði I I 3: Skynjunar- og auglýsingasálfræði. Efni áfangans er skynjun,skynferli og auglýsingasálfræði.Auglýsingar verða teknar fyrir, dæmigerð auglýsingatækni rædd og algengustu auglýsingabrellurnar kannaðar. Kennari: Oddur Albertsson Kvikmyndafræði 102: Kvikmyndarýnl. Efni áfangans er kvikmyndin, saga hennar, eðlisþættir og áhrif. Kennari: Oddur Albertsson Hollenskar bókmenntir: Góð kunnátta í hollensku nauðsynleg. Kennari: Ida Semey • t Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla. Skólagjöld miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lágmarki. Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi I, dagana 3 I. ágúst og I. september 1995 frákl 17.00 til 20.00. Kennsla hefst I I. september. r tstýra kvödd

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.