Vera - 01.09.1995, Blaðsíða 36
HV AÖ tfcRlSl
1 PEKINC?
PJO0.
NAL
Sigríöur Lillý Baldursdóttir
KVEN1
FEKINC 19»
Eins og lesendum Veru mun kunnugt verður
fjórða ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um mál-
efni kvenna haldin í Peking 4.-15. september
n.k. Fyrsta ráðstefnan var haldin f Mexíkó við
upphaf kvennaáratugar Sameinuöu þjóðanna
árið 1975. Önnur ráðstefnan varí Kaupmanna-
höfn árið 1980 og sú þriðja í Nairóbí áriö 1985
og lauk þar með áratugnum sem Sameinuöu
þjóðirnar höfðu tileinkað konum. Samhliða öll-
um þessum ráðstefnum voru haldnir fundir fé-
lagasamtaka (NGO-forum). „Jafnrétti, þróun og
friður" var yfirskrift ráðstefnanna í Mexíkó,
Kaupmannahöfn og Nairóbí. Orð eru til alls
fyrst, eins og þar stendur, en það er löngu
kominn tími til aðgerða og á það verður lögð
áhersla á ráðstefnunni í Pekíng. Yfirskrift
fjórðu ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um mál-
efni kvenna er í takt við þessar áherslubreyt-
ingar, en hún er: „Aðgerðir til að stuðla að jafn-
rétti, þróun og friði."
FYREU RÍÖSTEFNUR
Fyrir ráðstefnuna í Mexíkó var safnað miklum
upplýsingum um stöðu kvenna um heim allan
og vegna ráðstefnunnar urðu kjör kvenna í
brennidepli um nokkurt skeið í fjölmiðlum sem
og annars staðar. Hér á landi varð ráðstefnan
kveikjan að þróttmikilli umræðu um réttindi
kvenna og íslenskar konur sýndu þá á eftir-
minnilegan hátt samstöðu sína með því að
fella niður vinnu heima og heiman á degi Sam-
einuöu þjóðanna, 24. október 1975. Sú aö-
gerð heppnaðist með þvílíkum ágætum að síð-
an hefur heimurinn allur verið fullviss um styrk
íslenskra kvenna og til hans vísum við enn,
hátt og í hljóði ef efi sækir að okkur um sam-
stöðu kvenna.
I kjölfar Mexíkó ráðstefnunnar urðu þáttaskil
í kvennabaráttu hér á landi sem og víðast annars
staðarí heiminum. Það ervitaskuld einföldun að
segia að ráðstefna nokkra heita júnídaga í
Mexíkó hafi orsakaö þá breytingu sem varð í um-
ræöunni um réttindi kvenna á þessum árum, en
ég vil fuliyrða aö undirbúningur hennar, allirfund-
irnir, ráðstefnurnar og samráðið, blaðagreinarn-
ar, útvarps- og sjónvarpsþættirnir og þá ekki síst
söfnun tölulegra gagna um stöðu kvenna um all-
an heim, hafi skilað sér og orðið til þess að
glæöa umræðuna nýju lífi og opna augu margra
fyrir mikilvægi jafnréttis.
Tvær mikilvægar stofnanir Sameinuðu