Vera - 01.09.1995, Síða 41

Vera - 01.09.1995, Síða 41
Konurog kosningaréttur Heimilistækjadeild Falkans ■ Ji&ngur og koddar Umboðsmenn um land allt Góöb nótt og sofðu rótt - Pekking Reynsla Þjónusta FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 • S: 581 4670 ÞARABAKKA- MJÓDD • S: 567 0100 Heimilistækiadelld Fálkans • Heimilistækiadeild Fálkans • Á þessu ári fagna bandarískar konur því aö 75 ár eru liðin frá því aö þær fengu kosningarétt, en 19. stjórnarskrárbreytingin, þess efnis, tók gildi þann 26. ágúst 1920. Þaö liðu 72 ár frá því aö þær settu kröfuna um kosningaréttinn fyrst fram á ráðstefnu um kvenréttindamál, í Seneca Falls í New York árið 1848, þartil kallinu var svaraö og mörg þeirra kvenna og karla sem fyrst léöu málstaðnum liö lifðu ekki aö sjá drauminn rætast. Á meðan þessi áratuga langa barátta stóö böröust margar af ríkustu og fátækustu konum landsins hlið viö hliö fyrir þessu sameiginlega markmiöi. Suffragettumar, eins og kvenréttinda-konurnar kölluðust upp á enska tungu, voru kallaöar öllum illum nöfnum, sættu hótunum, handtökum og fangavist en héldu þó ótrauðar áfram baráttu sinni þartil takmarkinu var náð. I bók Sigríðar Th. Erlendsdóttur um sögu Kvenréttindafélags íslands, Veröld sem ég vil, segir aö það hafi átt fyrir bandarískum konum aö liggja að vera í fararbroddi kvenfrelsiskvenna. Baksviðiö hafi verið öflug þátttaka þeirra í baráttunni gegn þrælahaldi og hafi þessar tvær hreyfingar tengst órjúfanlegum böndum. f bókinni segir frá þvf aö áriö 1840 hafi veriö haldin í Lundúnum alþjóöleg ráðstefna um afnám þrælahalds, og þangaö hafi farið bandarísk sendinefnd sem f voru fjórar konur: „Þegar til átti að taka var þeim bannaö að taka þáft í fundarhöldum vegna kynferöis. Tvær þessara kvenna, þær Lucretia Mott og Elizabeth Cady Stanton, ákváðu að hittast þegar heim væri komiö og hefja baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Og það liðu átta ár þangað til þær létu til skarar skriða." (bls. 53) Ms tímaritið bandariska minnist afmælis kosningaréttarins í nýjasta tölublaöi sínu (júlí/ágúst) rétt eins og VERA geröi í síðasta tölublaöi, en þá fjallaði Auður Styrkársdóttir um 80 ára afmæli kosningaréttar fslenskra kvenna sem við fögnum einmitt á þessu ári. Þær gengu fyrir okkur, segja bandarísku kvenréttindakonurnar um leið og þær minnast allra þeirra kvenna sem börðust fyrir kosningarétti þeirra.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.