Vera - 01.09.1995, Page 45

Vera - 01.09.1995, Page 45
Þóra Jónsdóttir Mýrarsel 1995 i þessari Ijóöabók er genginn vegur meginlínan. Gærdagur Ijóðmæland- ans er f öndvegi, sem og aldamóta- kynslóðin, amma og allt hennar strit. Farinn vegur er drjúgur og um margt gróinn, og framundan er ekki frítt við aö feigöin lokki og laöi. Dag- ur er aö kveldi kominn og það bjarmar af nýjum degi, annars kon- ar framtíð. Ný bernska tekur viö af ellinni, lokunum. Þaö er til nokkurs aö hlakka. Þó vottar fyrir trega vegna þess aö eftirhreytur lífsins eru ekki meira eöa minnisstæöara en fingurkoss gegnum bílrúöu. Þá er gott aö geta horfið inn í mynd og samlagast myndefninu. Erindi lífsins er fánýtt og skilur eftir sig frelsi til þess eins aö daga uppi, og þetta frelsi er dá- læti feigðarinnar. Rökkurmynd Myrkriö færist innar, nær Ég munda litina Hermi blæ fjarskans og sinunnar Snerti brúnir fjallanna með fingur- gómunum Við klettaþilið stendur kona samlit rökkrinu Hún ber hatt úr hrafnsvængjum sauðarlitaö pils Augun streyma f vatnið Nú kallar hún á mig inn í myndina að daga uppi sér til samlætis (30) Tregablandin angist vegna þess sem er liðið og hins sem framund- an er. Tómhyggja, sambandsleysi, vegvillur og einsemd eru vissulega ráðandi þættir I Lesnóttum sem og öörum bókum Þóru. Lögmál tómsins 1 húsi mínu er herbergi autt Ég dvel þar inni skynja örbirgö mfna meðan tómiö varir Ég veit þaö fyllist brátt af fánýti Afturhvarf til upprunans, til for- mæðranna, er enn fremur knýjandi afl Ijóðanna, einhvers konar leit aö upphafi sfnu. Máð spor ömmu, brennd Ijóð hennar og engin Ijós- mynd, aðeins örfáar talaðar teikn- ingar úr munni afa. Fortfðin seytlar um gisnar hendurnar. Náttúran gerir kröfur til óþreyt- andi vitundarinnar um hið liöna sem^ felur að vissu leyti í sér framtföina. Skrifað í vatn Heilluð af bláma fjallsins skrifa ég það meö vatni á hvíta örk Droparnir þo/na mislitir á pappirnum og fella í ásýnd fjallsins andlit mitt, fingraför og Ifflínu Hún endar inni í skugganum (10) Aö öllu samanlögðu eru þessar Ijóð- mæltu myndir heildstætt og trega- fullt hróp á tilgang, svo tekur undir. Ég er líka sérstaklega ánægð með hversu merkingarbærir titlar Ijóð- anna eru og ekki spillir fyrir heildar- svipnum einstaklega látlaus og fal- leg bókarkápa. Berglind Steinsdóttir

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.