Vera


Vera - 01.06.1996, Page 4

Vera - 01.06.1996, Page 4
?thafnakonan ATHAFNAKONAN ( okíQVÍQ í ÚTLÖNDUM Þaö eru áreiöanlega fjórir metrar til lofts og sólin streymir inn um háa gluggana á fjórar konur sem standa önnum kafnar við iðju sína - og eitt hjalandi ungbarn. Einhvers staðar leyn- ist líka eini karlmaðurinn sem fær að vera með í kompaníinu. Ég er komin í heimsókn til OKTAVÍU, en hún er sem sagt ekki kona einsömul, heldur samansett af ofangreindum hópi. Oktavta er sprottin upp úr atvinnuátaki í list- iðnaöarframleiðslu sem aöstandendur Oktavíu stóðu að með Seltjarnarnesbae og Reykjavíkurborg, en þaö átak var aftur sprottið upp úr myndlistarversluninni List- fengi sem Halldóra Björnsdóttir og Grimur Friðgeirsson hafa rekið um árabil. Þau fengu í liö með sér þær Gígju Baldursdóttur, Hildi Mósesdóttur og Jóhönnu Ástvaldsdóttur og þau hanna og framleiða öskjur og handunn- in gjafakort. Það má segja að umhverfis- vernd sé yfirskrift þessa fyrirtækis, sem nú er fariö að selja vörur sínar á erlendum markaði, en endurvinnsla og endurnýtingar- sjónarmið eru leiðarljós fyrirtækisins. Oktavía ehf sýndi framleiðslu sína á einni stærstu pappírsvörusýningu í heimi í janúar síðastliðnum. íslenskir aðilar hafa aldrei áður sýnt á þessari sýningu og þeir sem vilja sýna geta þurft að bíöa I nokkur ár eftir að komast að. Oktavía var svo heppin að kom- ast inn meö svotil engum fyrirvara og var eina fyrirtækiö sem sýndi handgerðan end- urunnin pappír. Sýningin hefur verið haldin í Frankfurtí u.þ.b. 30 árogþarsýna um 2700 fyrirtæki frá yfir 40 löndum framleiðslu sína í samtals 200.000 fermetra sýningarhöll- um. Sýningin ereingöngu ætluð heildsölum ogöðrum dreifingaraðilum og vakti sýningar- bás Oktavíu mikla athygli, svo mikla reyndar að hún er nú farin að flytja afurðir sínar til Dan- merkur, Þýskalands og Kanada, er að senda tilboð til Argentínu og ísrael og á í samningavið- ræðum við Svisslendinga. Það er ekki á allra færi að hrista fram úr erminni tólf fm sýningarbás á alþjóðlega sýningu með mjög stuttum fyrirvara, fyrir sem allra minnst fé og að þurfa síöan að koma bákninu yfir hafið tekur á. Til aö sþara tíma og fé uröu sýnendur að taka básinn all- an með sér sem farangur og lögðu aðstand- endur Oktavíu nótt við dag viö hönnun, smíði og annan undirbúning. Sýningarbás- inn var aö öllu leyti unnin úr striga og pappa sem Kassagerðin lagði til og var allt sett saman á sýningarstað. Teppið sem átti að prýða gólfiö týndist þó í fluginu - það verður aldrei séð við öllu - en fallegt þlátt teppi, fengið á staðnum, bjargaði málum. Oktavía var náttúrlega full bjartsýni og hugrekkis, ný- búin að taka við viðurkenningu í umbúða- samkeppni Samtaka iönaöarins og Hönnun- armiöstöövarinnar fyrir gjafaöskju sem hún framleiðir fyrir Bláa lónið. „Við erum búin að vera að vinna við þessa framleiðslu í tæp þrjú ár og erum nú að sjá fram á árangur erfiðisins og vonumst til þess að þetta fari að skila okkur launum í haust,“ segja Oktavíu-konur, „en við ákváð- um um síðustu áramót að láta nú reyna á í það hvort við gætum lifaö á þessu eða ekki. Þegar við sáum að aðilar sem vildu ekki

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.