Vera


Vera - 01.06.1996, Side 11

Vera - 01.06.1996, Side 11
► I % Spegillinn hefurfylgt mannkyni frá alda ööli og kemur víöa fyrir í sögum og ævintýrum. Vonda drottningin í sögunni um Mjallhvíti greip á ör- væntingarstundum til spegilsins til að fá fulf vissu sína um það aö hún væri fegurst enn í heimi hér. í sögu Oscars Wilde um Dorian Gray eltist hann ekki en spegilmyndin afskræmdist eftir því sem leið á lostafulla ævi hans. Spegillinn getur einungis endurvarpaö því, sem viö honum blasir, þótt þaö geti verið þrengluö mynd ef í honum eru sprungur eða þá aö yfiröorö hans sé íhvolft eöa kúþt eins ogí spéspegli. Skemmtileg smásaga, „Speg- ilmynd af ungum manni í jafnvægi", eftir danska rithöfundinn Peter Höeg, segir frá þeirri list aö gera hinn fullkomna spegil. Þar segirfrá listakonu, sem í lendarklæði en með hvíta bómullarklúta á höndum og fótum ligg- ur dögum saman viö aö fullkomna risastóran spegil og útkoman verður veraldarundur. Notkun nútímamannsins á spegli er margvísleg, allt frá fáfengileika yfir T dýpsta raunsæi. En hvernig bregðumst viö við eigin spegilmynd? Horfum við í spegil meö nei- kvæöu eöa jákvæðu hugarfari? Viðbrögöin hljóta einkum aö byggjast á eigin hugar- ástandi og lífsskoðun, því að segir ekki ein- hvers staöar að fegurðin sé í auga þess sem horfir og hverjum þyki sinn fugl fagur, þótt hann sé bæöi Ijótur og magur? Mér finnst þaö lýsa líðan sem er fremur þung- lyndisleg aö horfa í sþegil og túlka þaö sem maöur sér sem vandamál. Ekki sízt þegar verið er að ræða vandamál í þjóðfélagslegu samhengi eins og til dæmis jafna stöðu karla og kvenna. Það er nefnilega alveg Ijóst í mínum huga að það er ekki við konur að sakast hve lítil áhrif þær hafa í okkar þjóðfé- lagi. Hvorki við hverja og eina né við konur í heild. Það er skiljanlegt að karlar séu ekki fúsir að láta af höndum það vald, sem þeir hafa svo lengi haft. Lengi framan af í jafnréttisbaráttu var verkaskipting á heimilum lykill að lausninni, sem sagt hver ætti að þvo upp og sjá um að strauja. Það er ótrúlegt að upplifa það, að ungar konur í dag séu enn á því um- ræðuþlani. Ég hélt að mín kynslóð hefði tek- ið þá umræðu svo rækilega fýrir, að engu væri þar við að bæta, en kannski komum við þeirri umræðu ekki nægilega vel til skila til dætra okkar. Við trúðum því, að með því að mennta okkur til jafns við pilta, stæðu okk- ur allar dyr opnar. Við héldum að með því að konurtækjustá hendurstörf, sem karlmenn einir áður sinntu, stæði ekkert lengur í veg- inum fyrir því að þjóðfélagiö nyti krafta beggja kynja jafnt á öllum sviðum þjóðlífs- ins. Sú varð þó ekki raunin, þótt vissulega hafi mál þróast í rétta átt. Náms- og starfs- val stúlkna hefur ekki breytzt eins og við átt- um von á. Enn eru það hefðbundin umönn- unar- og uppeldisstörf sem höfða til þeirra umfram þlikksmíði og sjómennsku, svo að það þlasir við að kynin eru í raun alls ekki eins. Og er það ekki þara allt í lagi? Þátttaka kvenna í stjórnmálum hér á landi er ónóg að mínu mati og margra ann- arra, sem gerum okkur grein fyrir því að jafn- margar konur og karlar í okkar þjóðfélagi hafa reynzlu og þekkingu fram að færa. Samstarf karla og kvenna sem jafningja er farsælasta leiðin til þess að færa okkur fram til réttlátara þjóðfélags. Eðlileg sam- skipti kynjanna hljóta að byggja á virðingu og vináttu ef vel á að fara. Úr þvt að ekki duga jafnréttislög til þess að konur takist á hend- ur störf til jafns við karla, er ekki um annað að ræða en að reyna að hafa áhrif á hugar- far almennings. Þetta veit ég að Sjálfstæð- ar konur ætla sér, þótt ég telji að þær taki ekki réttan pól í hæðina. Mér er einnig Ijóst að Kvennalistinn og Kvennaframboðið ætl- uðu sér að hafa áhrif á viöhorf fólks. Mín eigin afstaða hefur verið sú að kon- urjafnt sem karlar ættu að taka þátt í stjórn- málum á sömu forsendum og ég fullyrði, að allar þær konur sem eru fulltrúar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn í sveitarstjórnum og á Al- þingi hafi gert það. Þær hafa tekið þátt í prófkjörum með öllum þeim átökum, sem þar eiga sér stað. Hins vegar endurspeglast það ekki nægilega T fjölda þeirra á fram- boðslistum og T trúnaðar- og ábyrgðarstöð- um og þvT þarf að breyta. Sjálfstæðar konur telja að konur standi sjálfar T vegi fyrir því að þær komist til áhrifa. Þetta er að mínu áliti alrangt eins og fram hefur komið hér að ofan. Gatan hefur hins vegar verið ótrúlega grýtt og gangan löng. Það væri æskilegt að sjálfstæðar konur slægjust í hóp með okkur Sjálfstæðiskonum og við ynnum saman að því að komast á leiðarenda. Þá er alveg öruggt að afskræmd myndin af Dorian Gray birtist ekki T speglinum. álitmál

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.