Vera - 01.06.1996, Blaðsíða 16
forstakosningarnar
FORSETAFRAMBJÓÐENDUR OG AFNÁM KYNJAMISRÉTTIS
Flestum ber saman um að forseti eigi
að vera málsvari mannréttinda. Þjóð-
félagsþegnar sem beittir eru misrétti
vegna litarháttar, trúarbragða, upp-
runa eða þess háttar njóta ekki fullra
mannréttinda. Sama gildir um mismun-
un á grundvelli kynferöis, enda var
samþykkt á kvennaráöstefnu Samein-
uðu þjóðanna í Kína sl. haust að kven-
réttindi væru mannréttindi.
Hvernig munt þú styðja baráttu ís-
lenskra kvenna fyrir afnámi kynjamis-
réttis, náir þú kjöri?
Baráttan gegn kynjamisrétti, eins og barátt-
an gegn öðrum tegundum misréttis er í eðli
sínu sammannleg og enginn er undanskilinn
í þeirri baráttu. Það er ekki síður siðferðileg
skylda hvítra að berjast gegn misrétti gagn-
vart svörtum, en svartra sjálfra. Á sama hátt
er það siðferðileg skylda karla ekkí síður en
kvenna að berjast gegn kynjamisrétti þar
sem konum er mismunað. Nái ég kjöri sem
forseti mun ég að sjálfsögðu leggja áherslu
á vernd mannréttinda og á almenna sam-
stöðu fólks gegn mannréttindabrotum.
Það er ekki laust við að það örli á þeirri
hugmynd í spurningunni að baráttan fyrir af-
námi kynjamisréttis sé einkamál kvenna og
að karlar séu ekki vopnabræður kvenna í
þessari þaráttu. Auðvitað er það svo að þeir
sem misrétti eru beittir hafa ærnari
ástæður til að berjast fyrir breytingum, þ.e.
hvatinn er meiri fyrir konur aö krefjast breyt-
inga en fyrir karla. En málin eru heldur ekki
svo einföld aö það misrétti sem kerfið
áskapar konunni komi karlinum beint til
góða. Kerfi þar sem misrétti viðgengst er í
heild aldrei eins skilvirkt eins og kerfi þar
sem jafnrétti og jafnir möguleikar eru fyrir
hendi, af þeirri einföldu ástæðu að misrétti
þýðir að ákveðinn hluti fólksins fær ekki
notið hæfileika sinna og dugnaðar.
Á síðustu misserum hefur einnig kviknað
umræðan um stöðu karlmannsins í þjóðfé-
laginu á svipaðan hátt og rætt hefur verið
um stöðu kvenna áður. Ég tel að sú
umræða sé athygli verð og bind vonir við að
hún leiði til breytinga á hefðbundnum
skoðunum á stöðu karla í þjóðfélaginu, sem
á sama tíma verði til að opna nýja mögu-
leika fyrir konur. Karlar eiga þvt hagsmuna
að gæta, rétt eins og konur, við að afnema
kynjamisréttið og þeir, rétt eins og konur
hafa siðferðilega skyldu til aö afnema kynja-
misréttiö og á það mun ég leggja áherslu.
Þó ég geri hér einn þátt að umræðuefni,
mun ég að sjálfsögðu styðja þaráttu kvenna,
sem karla, gegn kynjamisrétti eins og mér
er unnt bæði í ræðu og riti og vonandi með
góðu fordæmi.
í þeirri kosningabaráttu sem nú er háð
hefur komið fram sú skoðun að engin kona
geti gegnt embætti forseta eftir frú Vigdísi
Finnbogadóttur. Hún hafi staðið sig svo vel,
að nú þurfi að grípa næsta karl svo fylla
megi skarðið. Svona skoðanir eru forneskju-
legar og augljós firra. Samkvæmt þessum
rökum getur kona aldrei tekið við stöðu af
annarri konu. Hafi konan gegnt embættinu
illa þarf augljóslega karlmann til að taka við
og hafi hún gegnt því vel þarf ekkert minna
en karlmann til að sinna því. Ég á von á að
íslenskar konur dæmi þessi ummæli að
verðleikum.
4
4
1