Vera


Vera - 01.06.1996, Side 24

Vera - 01.06.1996, Side 24
áf raldsfæti Fremstafellssystur á faraldsfæti Systurnar frá Fremstafelli, Áslaug, Friðrika og Helga Kristjánsdætur eru glaðlynd- ar og samrýndar þrátt fyrir að hver þeirra búi í sínum landsfjóröungi. Á góðum sumardegi er ekki útilokaö að sjá þær þrjár, akandi um fæðingarsveit sína klæddar gallabuxum. Þær brugðu sér í fyrsta sinn þrjár saman út fyrir land- steinana í október á síðasta ári og lá leiðin til Danmerk- ur. Þetta þætti varla frétta- efni nema fyrir þá sök að þær eru komnar nokkuö til ára sinna, allar á áttræðis- og níræðisaldri. Ekki fóru þær Fremstafellssyst- ur samt í verndaða hópferð fyrir eldri borgara heldur á eigin veg- um. Þær höfðu litlar áhyggjur af húsnæöismálunum þar sem þrjú af barnabörnum Áslaugar búa T Danmörku og var frekar slegist um að hýsa þær en hitt. Áslaug og Helga eru báðar ekkj- ur og höfðu því nokkuð frjálsar hendur með heimkomuna. Frið- rika var hinsvegar viku skemur en systur hennar enda hafði hún skilið Jón bónda sinn eftir einan heima norður á Húsavík. í byrjun maí fréttist af tveimur þeirra saman svo undirrituð dreif sig á þeirra fund ásamt Báru Ijósmyndara. Helga hafði komið suður á aðalfund Krabbameins- félagsins en þennan dag hafði hún hitt bekkjarsystur sínar úr Húsmæðrakennaraskólanum. Áslaug var hinsvegar að undir- búa aðra Danmerkurferð sem hún lagði uppí daginn eftir þó hún væri tiltölulega nýkomin heim frá Flórída. Þær eru úr hópi átta systk- ina frá Köldukinn í Suður-Þing- eyjarsýslu. Ein systirin, Ásdís, dó á barnsaldri og nú eru tvær þær elstu, Anna og Rannveig, látnar. Bræðurnir eru yngstir, Jón og Jónas. Þetta eru lágvax- in systkini en stór á sinn hátt því þeim er margt til lista lagt. Öll eru þau bjartsýn, glaðlynd og geysilega fróð og hafa gaman af að spjalla við aðra. Áslaug Áslaug er fædd 1911. Hún giftist ung suður til Reykjavíkur og eign- aðist fimm börn með manninum sínum, Sigurði Thorlacius skóla- stjóra. Hann lést árið 1945 og þá fór hún aö vinna úti, tyrst á skrif- stofu hjá KRON og síðar hjá Þjóð- skjalasafni íslands. Hún lét af störfum fyrir aldurs sakir fyrir tæpum fimmtán árum en fýrir nokkrum árum réði hún sig í sér- stakt verkefni og hefur nú hluta- starf hjá safninu. Hún lærði að nota tölvu og ræður vinnutíma sínum sjálf og líkar það vel. Áslaug er mikil málakona og þó hún hafi ekki gengið mennta- veginn les hún frönsku, ensku, dönsku og sænsku sér tll ánægju. Hún er ágætur smiður og snillingur í matargerð enda er hún alltaf með gesti. Matar- boðin heldur hún í tvennum til- gangi. Hún heldur góðu sam- bandi við fjölskylduna en hún á tæplega sextíu afkomendur og einhverja tugi af tengdabörnum og svo horfellur hún ekki sjálf á meðan. Áslaug er alltaf á flakki, ým- isttil útlanda eða til ættingja og vina um allt land. Ef einhver ger- ir slátur eða laufabrauð er hún fengin til hjálpar. Hún gerir sér enga rellu útaf hlutunum og fer sínar ferðir á hvaöa ttma árs sem er og sefur í svefnpoka á gólfinu ef svo ber undir. Friðrika Friðrika er fædd 1916. Hún flutti seint að heiman því hún bjó til skamms tíma í Fremsta- felli ásamt manninum sínum, Jóni Jónssyni bónda og rithöf- undi. Þau eru nú flutt út á Húsa- vík og búa þar T þjónustuíbúð. Börnin eru fimm, fjórar dætur Helga og Áslaug á heimili Áslaugar í Reykjavík. og einn sonur og barnabörnin á fjórða tug. Hún gekk í Hús- mæðraskólann á Laugum og þykir alveg einstök við matseld- ina. Hún hefur alla tíð verið mjög virk í þingeysku sönglífi og hefur sungið þar I fjölmörgum kórum. Hún syngur millirödd og hefur afbragösgott tóneyra, sumir halda því jafnvel fram að hún hafi „absolút“-tónheyrn. Friðrika er afskaplega þægi- leg í lund en þó rifjaðist ein- hverra hluta vegna upp fyrir systrum hennar í Danmerkur- ferðinni að hún hefur alltaf ver- ið einstaklega þrjósk. Þessu til staðfestingar sögðu þær frá því að hún hafi sem barn aldrei blásið í snýtuklút þegar átti að snýta henni. Ekki í eitt einasta skipti. Fri&rika Kristjánsdóttir Helga Helga er fædd 1919. Hún gekk I Húsmæðrakennaraskólann og var m.a. skólastjóri Húsmæðra- skólans á Akureyri í 6 ár. Það var þó ekki vegna þess að henni þættu húsmóðurstörfin skemmtileg en gaman hafði hún af því að kenna. Þar kynnt- ist hún manninum sínum, Jó- hanni Lárusi Jóhannessyni eðl- isfræðingi og kennara við MA en hann er nú látinn. Þau fluttu að Silfrastöðum í Skagafirði árið 1951 og eignuðust einn son. Sonardæturnar eru tvær og uppkomnar.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.