Vera


Vera - 01.06.1996, Qupperneq 36

Vera - 01.06.1996, Qupperneq 36
„Mikið átt þú góðan mann," sagði sam- starfskona mtn þegar ég sagði henni að ég væri á leið í fri, ein. „Leyfir Hafliöi þér þetta?“ sagði eiginmaður vinkonu minnar þegar hann heyröi fréttirnar. „Hver verður með Vigdísi?" heyrðist frá fleiri en einum. Þegar þessar línur eru settar á þlað er tæþ vika liðin síðan ég sagði skilið við mann og barn. Fríiö hófst líklega um leið og ég kyssti þau og horfði á eftir þeim aka norður í land. Ég fór á Sólon íslandus með vinkonu minni, var mætt I morgunverð til annarrar klukkan átta morguninn eftir, átti langt og gott samtal við tvær á vinnustað þeirra, hitti fimm kunningjakonur í hádegisverði á Horn- inu og rétt náði rútunni klukkan hálf þrjú út á flugvöll þar sem ég drakk kók með einni sem ég hitti þar af tilviljun. Sú var á leið til vina og vandamanna vestan hafs og engum þótti það merkilegt - af því að hún er ein- hleyp og barnlaus. Sjálf virtist ég vera gang- andi kraftaverk, ein á leiö til útlanda, frá fíl- hraustum sambýlismanni og átján mánaða dóttur sem elskar dagmömmuna sína, og ekki með snefil af samviskubiti. Ég naut flugferðarinnar, las reyfara, drakk hvítvín og hlakkaöi til. í New York biðu mín vinir frá námsárunum þar. Viö skipt- umst á fréttum - sumir höfðu skipt um starf, aðrir um maka, börn höfðu fæðst, fólk hafði flutt o.s.frv. Viö fórum á alla uppáhaldsstað- ina mína og ég var kynnt fyrir nýjum. Ég heill- aðist einna mest af nýju Barnes & Nobles bókabúðunum sem hafa sprottið upp um all- an bæ, eru á nokkrum hæðum, úrvalið er ótrúlegt, kaffihornið huggulegt og þær eru opnar frá 10 á morgnana til miðnættis. Áður en ég fór á fullt í að njóta lífsins hlýddi ég kalli Veru sem hafði beðið um pistil um háreyðingu - og gerði nokkuð sem ég hafði aldrei gert: Fór á snyrtistofu. Ekki eina held- ur tvær. Allt í nafni rannsóknablaöa- mennsku, sem hefur gefið mörgum góða af- sökun til að reyna eitthvað nýtt. „Þeim býöur viö þér“ Það er mikið vatn runniö til sjávar síöan ég kom fyrst til Bandarikjanna fyrir tuttugu árum. Síðasta verk móöur minnar áður en ég yfirgaf landið þá var að raka mig undir höndunum. Hún sagði mér að það þætti sóðalegt í Ameríku að hafa hár undir hönd- unum. Fljótlega komst ég að því að mennt- aðar og meðvitaðar konur litu á það sem vissa uppreisn að vera með hár á þessum líkamsparti. Ég hafði aldrei hugsað um það þannig, fannst þetta bara eðlilegasti hluturí heimi. Þegar ég kom þangað níu árum síðar til náms hafði andrúmsloftið breyst. Margir litu á það ekki aðeins sem rakasta sóða- skap heldur allt að því yfirlýsingu um sam- kynhneigð! Ég lét mig það engu skipta og brosti út í annað yfir úrvalinu af kven-rak- græjum í búðunum. En það er erfitt að vera ööruvísi og fljótlega hætti ég að ganga í ermalausum bolum. Ég lét þó ekki undan þrýstingnum og hafði bara gaman af þegar ég sá konur horfa á loðnar lappir mínar með viðbjóði. Gerði meira að segja í því að mæla lengd háranna á almannafæri og naut at- hyglinnar. Ég fór í ferðalag með ameriskri vinkonu minni sem þurfti aö vakna tveimur tímum á undan mér því morgunverkin tóku svo langan tíma: raka sig undir höndum og á fótum, fara í sturtu, fela andlitshár, mála sig og velja föt sem hentuðu dagskránni. Sjálf stökk ég í sturtu, í stuttbuxurnar og út. Hún sagði mér að árinu áður hefði hún ekki þorað með mér í slíka ferð, hún hafði tekið eftir því að ég daðraði ekki við karlmenn, breytti ekki einu sinni röddinni þegar þeir nálguðust og dró af þessari undarlegu hegð- un minni þá ályktun að ég væri lesbía. Aölaðandi er konan ánægö Ég lá á bekk og kona, líklega af Ttölskum ættum, makaði á mig heitu vaxi og reif hár- in á fótleggjunum af mér með rótum. Hún átti stofuna, sem sérhæfði sigí hand- ogfót- snyrtingu en hægt var að fá það hár greitt og snyrt sem mátti vera eftir á líkamanum. Að- Ekki veit ég hvort það er móöurhlutverkið, sú staöreynd aö mér finnst ég hafa orðið loönari meö aldrinum og hárin pirra mig meir en áður, eöa tíðarandinn sem gerir þaö aö verkum aö undanfarin ár hefur háreyðing veriö eitt af vorverkunum minum. spurð sagðist hún hafa séð loðnari konuren mig! Hún tjáði mér að ameriskar konurfæru yfirleitt í háreyðingu einu sinni í mánuði, sumar allan ársins hring en aðrar létu sér nægja vor og sumar. Hún vissi vel að evr- ópskar konur heföu annaö viðhorf til líkams- hárs því þau hjónin höfðu fariö til Rómar. „Fararstjórinn okkar sem var yndisleg ítölsk stúlka, stóð á Péturstorginu og benti í allar áttir. Hún var svo loöin undir höndunum og við sem komum öll héðan störðum á hana og á hvort annað. Okkur fannst þetta ógeðs- legt og það sem hún sagði okkur fór fyrir ofan garð og neðan.“ Hún yppti öxlum, reif af mér síðustu hárin og sagði að nú væri ég orðin hrein og fín. Ég borgaði með glöðu geöi og gekk fyrir hornið þar sem ég fann k t i J

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.