Vera


Vera - 01.06.1996, Qupperneq 40

Vera - 01.06.1996, Qupperneq 40
.<9 I maí síðastliönum hlýddi ég á skemmtilega dagskrá hjá Listaklúbbi Leikhúskjallarans. Schumania hópurinn, undir leikstjórn Hlínar Agnarsdótturflutti þar Ijóð ogtónlist. Hóplnn skipa tveir leikarar, Margrét Vilhjálmsdóttir og Hilmir Snær Guðnason, ásamt tveimur söngvurum, þeim Jóhönnu V. Þórhallsdótt- ur, alt, og Sigurði Skagfjörö Steingrímssyni, bassbarfton. Píanóleikur var í höndum Jó- hannesar Andreasen. Þessa rómantísku dagskrá kalla þau Aö nóttu - sviðsettir dúettar, eftir Robert Schumann, ásamt pí- anóverkum úr Waldszenen. 12 ástarljóð ým- issa höfunda, eru sungin á þýsku í þessum dúettum, en leikararnir fluttu þau fyrst á ís- lensku. Ljóðunum sneri Karl Guðmundsson, utan eins sem Matthías Jochumsson þýddi, en Karl er að góðu kunnur fyrir þýðingar sínar. Schumania-hópurinn varð til í kringum áhuga Hlfnar Agnarsdóttur á dúettum Ro- berts Schumanns, (1810-1856), og við sviðsetninguna hefur gamall draumur henn- ar ræst. Hún er einlægur aðdáandi þeirrar tónlistar sem hér var flutt, eins og segir í leikskrá: „...þessi tónlist hefur fylgt mér og sfendurtekin kynni mín hafa styrkt mig f þeirri trú að hún sé með því fegursta sem nokkur maður hefur skapað. Hún er eilífðar- óöur til ástarinnar, til karls og konu og nátt- úrunnar sem tengir okkur öll saman." Þetta eru orð að sönnu og rómantískt andrúmsloft ríkti í Kjallaranum þessa kvöldstund. Við kertaljós, í fallegri stofu, sátu tvenn lagleg þör, klædd litrfkum búningum Áslaugar Leifsdóttur. Yngra parið las eitt Ijóð í einu, sem síðan var sungið við píanóundirleik. Flytjendur stóöu sig allir meö prýði og þau Ætlunin var aft skapa hreinan unaft og því markmiði hefur hópurinn náft. F.v.: Sigurður Skagfjörð Steingrímsson bassbaríton, Jóhanna V. Þórhalisdóttir alt og leikararnir Margrét Vil- hjálmsdóttír og Hilmir Snær Guðnason. Ljósm.: Guðmundur, ímynd. einkum flutt 1 stofum, og tókst vel að mynda náið samband við áheyrendur á þessari sýn- ingu. En þá voru það sérréttindi aðalsins að hlýða á tónlist Schumanns. „Að nóttu" var flutt í Borgarleikhúsinu T vor, við mjög góðar undirtektir, en framundan erferð um landið. Vonandi eiga margir eftir að njóta góðrar kvöldstundar með Schumania-hópnum. Ég óska aðstandendum sýningarinnar til ham- ingju með framtakið. Vala S. Valdimarsdóttir i Margrét og Hilmir Snær sýndu leikræn tilþrif viö upplesturinn. Ljóðatextar, ásamt þýöing- um eru í leikskránni, sem gaman er að eiga. Það var ánægjulegt að heyra í Sigurði Skag- fjörö Steingrímssyni, sem ég hafði ekki heyrt syngja áður. Rödd hans er mjúk og hljómfögur. Jóhanna V. Þórhallsdóttir hefur fallega altrödd og sviðsframkoma hennar var bæöi einlæg og eðlileg. í hléinu heyrði ég Hlfn segja við einn áhorfandann að ætlun hennar með svið- setningunni hafi verið aö skapa hreinan unað. Því markmiði hefur hópurinn náð. Dúettar Schumanns og hin fögru ástarljóð hrærðu örugglega þau hjörtu sem slógu í salnum. Fyrir áhrif leikhússins tókst að leggja frekari áherslu á rómantíkina sem tónlistin og Ijóðin búa yfir. Fyrir tíma fjölmiðlanna voru tónlist og Ijóö

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.