Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 7

Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 7
Agneta Stark flytur erindi sitt í Norræna húsinu áöur en iandsfundur Kvennalistans hófst. gæti konum, bæði sem kjósendum og ein- staklingum. Þessi markmið voru að konur hefðu helming valdsins, jöfn laun á við karla og afnám ofbeldis gagnvart konum og börnum. Hvorki markmið né kröfur Stuðningssokkanna voru róttækar í þeim skilningi að stefnt væri að umbyltingu. Þvert á móti voru kröfur þeirra vel innan hins almenna ramma um réttlæti í borgara- legu samfélagi. Stuðningssokkurnar stefndu að því að sameina og virkja konur sem fylgdu helstu meginstraumum (mainstream) þjóðfélagsins. Þetta sjónar- mið hefur verið nefnt „mainstreaming" eða samþætting. Stuðningssokkurnar settu sér það verkefni að styðja konur til frama á sem flestum stöðum og þá ekki síst í stjórn- málum hvar í flokki sem þær stæðu. Ann- að verkefni var að móta dægurmálaum- ræðuna með það fyrir augum að ná settum markmiðum. Stuðningssokkurnar byggðu upp óformlegt net kvenna unt alla Svíþjóð. Netið náði til kvenna í verkalýðshreyfing- unni, kvenna í stjórnsýslunni, kvenna í fjöl- miðlum, kvenna í umönnunarstörfum, kennslu og svona mætti lengi telja. A næstu þremur árum náðu Stuðningssokkurnar að koma mörgunt af sínunt baráttumálum á framfæri. í skoðanakönnun sem gerð var nokkru fyrir kosningarnar 1994 kom í ljós að allt að fjörtíu prósent Svía gátu hugsað sér að kjósa flokk Stuðningssokkanna ef þær byðu fram sjálfstæðan lista í næstu kosningum. Þegar til kom höfnuðu Stuðn- ingssokkurnar þó framboðsleiðinni enda brugðust flestir hinna hefðbundnu flokka við hugsanlegri samkeppni með því að grípa til aðgerða til þess að fjölga kven- frambjóðendum sínum. Sænski Jafnaðar- mannaflokkurinn ákvað t.d. að konur skyldu skipa annað hvert sæti á framboðs- lista flokksins. Jafnframt hét flokkurinn því að kærnist hann í ríkisstjórn eftir kosning- ar myndi hann tryggja að konur yrðu helm- ingur ráðherra. Frjálslyndi flokkurinn og Miðjuflokkurinn bættu einnig hlutfall kvenna á framboðslistum sínum. Einungis í íhaldsflokknum fjölgaði konum ekki á framboðslistum. Kosningarnar fóru þannig að Jafnaðarmannaflokkurinn bar sigur úr býtum og Ingvar Carlsson varð forsætis- ráðherra. Skömmu eftir kosningarnar hafði Mona Sahlin, hinn nýi aðstoðarforsætis- ráðherra Svíþjóðar, santband við Agnetu Stark, eina af frumkvöðlum Stuðnings- sokkanna, og bað hana að sinna verkefni fyrir ríkisstjórnina sem miðaði að því að gera samþættingu að raunveruleika í Sví- þjóð. Agneta Starlc féllst á að taka að sér verkefnið sem ráðgjafi samhliða starfi sínu sem hagfræðiprófessor. Eitt af fyrstu verk- Stuðningssokkurnar byggðu upp óformlegt net kvenna um alla Svíþjóð. Netiö náði til kvenna í verkalýðshreyfing- unni, kvenna í stjórnsýslunni, kvenna í fjölmiðlum, kvenna í umönnunarstörfum, kennslu og svona mætti lengi telja. efnurn Agnetu Stark var að skipuleggja námskeið fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar urn samþættingu og mikilvægi hennar. Agneta Stark fékk til liðs við sig tölfræð- inginn Birgitte Hedmann. Sarnan unnu þær að tölfræðilegu fræðsluefni sem brá ljósi á mismunandi aðstæður kynjanna í sænsku samfélagi. Tilgangur þeirra var að láta töl- urnar sýna hversdagslífið á hátt sem marg- ir höfðu ekki áður hugleitt. Með hjálp töl- fræðinnar færðu námskeiðshaldarar því gamla sögu í nýjan búning og sögðu hana fólki sent vant er að trúa tölurn. Hin kynj- aða sýn á tölfræðlegar upplýsingar, kjör karla og kvenna leiddi fram áþreifanlegar staðreyndir um kynbundinn mismun sem unnt var að bregðast við með stjórnvalds- aðgerðum. Jafnréttisnámskeið fyrir ráö- herra, biskupa, rektora o.fl. Á námskeiðinu, og á öðrum sem síðar hafa verið haldin, var rík áhersla lögð á að öll- urn sent kærnu að rekstri ríkisins bæri að tileinka sér kynjaða sýn á öll mál hvort sem þeim líkaði betur eða verr; kynjuð sýn ætti að vera jafn sjálfsögð og t.d. kostnaðarút- reikingar. Þar sem þetta markmið var orð- ið að stefnu sænsku ríkisstjórnarinnar voru þetta ekki orðin tóm heldur í raun fyrir- skipun. Það kom fram í rnáli Agnetu Stark að þetta fyrsta námskeið vakti mikla fjöl- miðlaathygli og að ráðherrar hefðu tekið fræðslunni vel. Frá því að fyrsta nántskeið- ið var haldið í árslok 1994 hafa yfir þrjátíu námskeið verið haldin fyrir yfirmenn í sænsku stjórnsýslunni. Þannig hafa verið haldin námskeið fyrir biskupa, rektora, héraðsstjóra, ráðuneytisstjóra, nefndarfor- rnenn þingnefnda og svona mætti áfram telja. Agneta Stark telur að námskeiðin hafi borið mikinn árangur. Því ntegi ekki síst þakka að skyldumæting var á námskeiðin. En líkt og til þess var ætlast að fólk mætti á urnrædd jafnréttisnámskeið, þá var líka ætlast til þess að fólk beitti þeirri kynjuðu sýn sem þeint var kynnt á námskeiðinu við alla ákvarðanatöku. Sú skoðun kom fram í rnáli Agnetu Stark í Norræna húsinu að mikilvægt sé að festa kynjaða sýn í sessi sem einn þátt stjórnvaldsathafna. Sú aðferð sé mun árangursríkari en að treysta á að stjórnmálamenn standi vörð um jafnrétti. Þegar Agneta Stark var spurð um hvernig standa bæri að námskeiðahaldi fyrir ís- lensku stjórnsýsluna um jafnréttismál sagði hún það mikilvægt að námskeiðsgögn byggðu á innlendum upplýsingum og rann- sóknurn. Víða urn heirn er áhugi meðal ráðamanna á að innleiða samþættingu í stjórnsýslu sinna ríkja. Namibíustjórn hef- ur t.d. beðið Agnetu Stark að halda nám- skeið fyrir innlenda aðila svo þeir geti lært þær aðferðir sem notaðar hafa verið í Sví- þjóð með svo góðum árangri. Þegar þessi grein birtist eru Namibíumenn án efa orðn- ir nær takmarkinu um jafnrétti kynjanna en áður. En hvað með okkur? v^ra 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.