Vera - 01.12.1997, Síða 9

Vera - 01.12.1997, Síða 9
andi verður hægt að nota þetta verkefni okk- ar sem kennsluefni í samþættingu. Einnig þarf að þróa þetta þannig að hægt sé að nýta þessa hugmynd hjá stofnunum Reykjavíkur- borgar sem, samkvæmt jafnréttisáætlun borgarinnar, eiga að gera starfsáætlanir ár hvert. Flestar stofnanir hafa staðið sig vel en við sjáum samt að enn er ríkjandi nokkur vanþekking á viðfangsefninu, sem í sjálfu sér er eðlilegt. Mér finnst koma til greina að skoða starfsáætlanagerð stofnana í samhengi við samþættingaraðferðina. Þá þarf auðvitað miklu meiri fræðslu og aðstoð við stofnan- irnar en er í dag en ég held að kortlagning af þessu tagi geti gert öllum stofnunum gagn.“ Hvernig voru viðtökur hjá starfsmönnum ÍTRf „Hjá stofnuninni vinnur upp til hópa opið og fordómalaust fólk sem er til í að þróa nýj- ar hugmyndir og vinna að spennandi verk- efnum. Ég hef ekki orðið vör við annað en að fólki þyki þetta krefjandi og spennandi verk- efni og ætli að vinna með opnum hug við að tileinka sér þessa hugsun. ÍTR skilaði t.d. mjög metnaðarfullri jafnréttisáætlun í fyrra þar sem m.a. ellefu konum voru falin meiri ábyrgðarstörf og nú hefur verið sett á lagg- irnar jafnréttisnefnd innan stofnunarinnar. Pólitíska ráðið samþykkti einnig að taka þátt í verkefninu og yfirleitt eru allir fremur já- kvæðir. Öll burðumst við auðvitað með fyr- irfram gefnar hugmyndir sem sumar eru mjög íhaldssamar og er ég sjálf þar engin undantekning. Nú ætlum við öll að setja á okkur kynjuðu gleraugun og reyna að skoða og skilgreina ákveðna hluti upp á nýtt. Hvað kemur út úr því verður tíminn að leiða í ljós.“ RH Með samþættingar- verkefni íþrótta- og tómstundaráðs verður þess gætt að kynin njóti jafnrar aðstöðu. Stelpur og strákar fái jafn marga æfingatíma o.s.frv. finnst þá þarf að jafna hann. Það er jú hlut- verk opinþerra aðila að sjá til þess að pening- um skattborgaranna sé réttlátlega og jafnt deilt út. Við sjáum líka óteljandi möguleika til að nota samþættingu samhliða allri al- mennri stefnumótunarvinnu innan ITR í framtíðinni. Þannig að þessi kynjaða hugsun verði hluti af starfsmannastefnu ekki bara hjá okkur heldur einnig innan allra stofnana Reykjavíkurborgar. Ef þetta verkefni gengur vel þá getur þessi aðferð orðið vegvísir fyrir aðrar stofnanir og fyrirtæki hjá borginni og við getum þróað þetta þannig að sem flestir geti notað aðferðina." Hvernig hefur þetta gengið? „Verkefnið er í mótun en við gerum ráð fyrir að halda fræðslu og þjálfunarfund um miðjan janúar og þá verða teknar bindandi ákvarðanir um framhaldið. Þessa dagana er unnið að öflun gagna um stöðu mála innan íþróttahreyfingarinnar og ITR hefur ráðið starfsmann til að halda utan um verkefnið. íþrótta og tómstundaráð á Akureyri mun einnig fara svipaða leið en síðan er gert ráð fyrir að fá íslenskan leiðbeinanda til að þróa verkfæri og aðferðir við að miðla hugsuninni áfram til annarra. Það er lykilatriði að miðla þessum hugmyndum til sem flestra og von- Einmg • Móttaka þyrlu á slysstað • Sálræn skyndihjálp • Starfslok • Námskeið fyrir barnfóstrur • Upprifjunarnámskeið í skyndihjálp • Sumarnámskeið \enn skyndihjálp Námskeiðið er opið öllum 1 5 ára og eldri Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Fjallað er um grundvallarreglur í skyndihjálp; endurllfgun, meðvitundarleysi, lost, blæðingu, sár, beinbrot, brunasár, rafmagnsslys, kal, ofkælingu, ofhitun, bráða sjúkdóma, aðskotahluti í hálsi, sálræna skyndihjálp, umbúðir og flutning slasaðra. Grunnnámskeiðið er lágmark 16 kennslustundir. Slys á börnum Námskeiðíð er öllum opið Vakin er athygli á þeim slysum sem algengast er að börn lendi í og hvaða fyrstu hjálp skuli veita. Einnig er fjallað um hvernig megi hugsanlega koma I veg fyrir sl(k slys. Námskeiðið er 8 kennslustundir Skráning á námskeiðin er hjá Rauða kross deildum eða á aðalskrifstofu Rauða kross Islands, sími 570 4000. RAUÐI KROSS ISLANDS www.redcross.is

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.