Vera - 01.12.1997, Page 22

Vera - 01.12.1997, Page 22
Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur: • s fyosemiA', m • / um mzu&tfin \/ato efJ hugleiðing um „móðerni" jólanna *átíð ljóssins eru jólin kölluð og er vel við hæfi, bæði í trú- arlegum og veraldlegum skiln- ingi. Þau marka komu nýrrar tíðar, þau eru endaskeið skammdegisins, boðberar ljóss og lengri daga. Jólin hafa ævinlega verið haldin hátíðleg og haft trúarlegt inntak frá því í árdaga, löngu áður en kristnir menn gerðu þau að fæðingarhátíð frelsara síns. Kirkjusókn, sálmasöngur, jólakveðjur, Maríu- og kristsmyndir eru þau sýnilegu ummerki sem við höfum um trúarlega þýð- ingu jólanna nú á dögum. Ýmislegt annað, ekki síður sýnilegt, er þó mun eldra í jóla- haldi okkar og siðum tengdum þeim. Til dæmis sá siður að skreyta jólatré og dansa í kringum það. Hér á eftir langar mig að rifja lauslega upp hvaðan sá siður er sprottinn hvernig fornar hugmyndir og átrúnaður tengjast nútímajólahaldi og velta fyrir mér um leið tengslum jólanna við tvennskonar móðurmyndir. Hin kristnu jól halda mjög á lofti mynd hinnar heilögu meymóður með Jesúbarnið í fangi sínu. Sú táknmynd er einkar skýr og ódulin á myndum og jólakortum. í fornum trúarbrögðum (sem víða tíðkast enn, til dæmis í Afríku og á Indlandi) tengist tími jólanna annarri móður og mun áþreifan- legri. Þó undarlegt rnegi virðast er sú móðir alveg jafn áberandi og María mey í jóla- haldi okkar nútímamanna, þó fæstir viti það. Tákn hennar er sterkasta einkenni nú- tímajóla, nefnilega jólatréð. ffiona oenéttt* t/*c I fornum arfsögnum eru þess mörg dæmi að manneskjur ummyndast í tré og af einhverj- um ástæðum á þetta einkum við um konur. Ein þeirra var veiðigyðjan Daphne, dóttir vatnaguðsins Nereusar sem var sonur jarð- argyðjunnar Gæju. Daphne heillaði guðinn Appolló svo mjög að hann varð frávita af ást til hennar. En hún vildi ekki þýðast feg- urðar- og skáldskaparguðinn og lagði á flótta. Hann elti að sjálfsögðu og gekk svo hart fram að um síðir leitaði hún á náðir föður síns og bað hann að afmá kvenleika sinn og fegurð. Nereus breytti henni í lárviðartré. Hár hennar varð að laufskrúði, armar hennar að greinum og húðin að trjáberki, fæturnir urðu rætur. En Appolló var í álögum ástar- innar og þrá hans dvínaði ekki við þessi umskipti. Hann féll að trénu, faðmaði stofn þess og kyssti laufgreinarnar. Bent hefur verið á samband þessarar sögu við tákngildi lárviðarkransins sem hefur ævinlega verið tákn sigurs og metorða í hugmyndaheimi karlmanna. Ekki nóg með það, heldur voru laufin af þessu tré færð völvunni í hofi Appollós sem spáði fyrir stórmennum heimsins eftir að hafa tuggið þau. I lárvið- arlaufinu munu vera efni sem valdið geta vímu sé þeirra neytt. (G.Dal 1997, 50) Það breytir þó ekki því að þar með var verund Daphne orðin óaðskiljanlegur hluti af hugs- un og orðum Appollós eins og þeim var komið til skila af vörum völvunnar. I norrænni goðafræði er meðal annars sagt frá Iðunni sem gætti yngingareplanna. Eitt afbrigði goðsögunnar greinir svo frá að hún hafi haldið til í laufkrónu Yggdrasils en fallið þaðan niður í Niflheim. Maður henn- ar, skáldskaparguðinn Bragi, unni henni svo mjög að þegar hann, ásamt öðrum ásum, fann hana í undirheimum ákvað hann að verða eftir hjá henni. Á meðan Bragi beið með Iðunni í myrkri og kulda Niflheims hljóðnaði söngur hans, og ekki þarf að taka það fram að æsir tóku að hrörna og eldast þegar þeir nutu ekki lengur eplanna. Hér má líta svo á að dvali lðunnar og þögn Braga tákni vetrarsvefn náttúrunnar. Á meðan gyðjan er fjarverandi ómar enginn söngur, hvorki fugla né fallvatna og náttúr- an verður „hrum“ líkt og hin öldnu goð. Hér sem oftar eru hin kvenlegu mögn undirstaða lífs og gróandi. Það er ástæða til að veita því athygli að sögurnar tvær, svo ólíkar sem þær virðast við fyrstu sýn, hafa sameiginlega grundvallarþætti. í báðum sögunum eru það skáldskaparguðirnir sem leita gyðjanna og báðar renna þær saman við tré. Báðar sjá þær fyrir fæðu, Daphne er veiðigyðja en Iðunn gætir eplanna sem við- halda æsku og þrótti guðanna. Þannig hafa þær vald yfir frumskilyrðum vaxtar og við- gangs, þær eru uppspretta lífsorkunnar og eru þar með tákn (í það minnsta fulltrúar) móður jarðar. é7^()r/ti/*f/y(hsc//i(,s\s'téi/< Tré hafa frá fornu fari verið einkennandi í sköpunar- og goðsögum þjóða. Hér nægir að nefna skilningstré góðs og ills í kristnum fræðum og ask Yggdrasils í norrænni goða- fræði. Að sama skapi gegna tré víða veiga- miklu hlutverki í frjósemis- og helgisiðum margra trúarbragða. Á Indlandi tíðkast að brenna tré í ársbyrjun og marka þar með endalok og nýtt upphaf. Sambærilegur sið- ur eru áramótabrennur norrænna þjóða. Samkvæmt fornu tímatali voru áramótin í marsmánuði og víða mörkuðu þau því einnig vorkomuna. Þess vegna eru sumir siðir sem tengjast vorinu og sáningunni keimíkir jóla- og áramótasiðum. Til dæmis sú venja að höggva tré, skreyta það og stilla því miðsvæðis þar sem fólk getur dansað í kringum það. I sveitum Englands hefur það verið all útbreiddur siður að fagna sumri með því að skreyta hús með greinum. Maí- stöngin eða blómastöngin sem sett er upp miðsumars í Svíþjóð hefur svipað tákngildi og jólatréð; Jónsmessubrennan er sambæri- leg áramótabrennunni. Hugmyndaþræði i

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.