Vera - 01.12.1997, Síða 23

Vera - 01.12.1997, Síða 23
þessara athafna má rekja til átrúnaðar á „móður jörð“ sem svo er enn nefnd í skáld- skap og háfleygum ræðum. A forsögulegum tíma greina goðsögur svo frá að jarðargyðjan hafi frjóvgast af santræði við sólarguðinn. Mannkynið er ávöxtur þessarar frjóvgunar, en jörðin móðir alls þess sem grær og lifir. Af henni fæðist allt, á henni nærist allt og til hennar hverfur allt. Af tign- un jarðarinnar hafa skapast fjölmargir siðir og venjur einkum tengd fæðingum og frjó- semi kvenna, sáningar- og uppskerutíma jarðyrkjunnar, greftrarsiðum og lækningum, svo dæmi séu tekin. Þess eru jafnvel dæmi meðal ættbálka í Afríku að eklti megi yrkja jörðina til þess að særa hana ekki í bókstaf- legum og yfirfærðum skilningi. I Uganda þykir heillavænlegt fyrir uppskeruna að það sé þunguð kona sem sáir í akurinn. Víða tíðkast enn þann dag í dag frjósemissiðir á borð við þann að ung hjón hafi sínar fyrstu samfarir í nýju plógfari og á það ýmist að tryggja frjósemi jarðar og góða uppskeru, eða frjósemi hjónanna og barnalán í framtíð- inni. I Skírnismálum Eddukvæða er til dæm- is að finna listræna túlkun goðsagnar sem lýtur að sömu trú. Flestir þeir helgisiðir sem tengjast komu ljóss og/eða vors eru því frjó- semissiðir framdir til heilla samfélaginu með tignun jarðarinnar. Helgiathafnir þessar geta tekið á sig ýmsar myndir. Stundum er um að ræða ærslarfullar orgíur sem eiga að storka máttarvöldunum og örva þau til þess að veita ríkulega af regni og sól. Um leið er ver- ið að fremja táknrænan líkingargaldur, kyn- lífinu er ætlað að hleypa af stað heilögum endurnýjunarkrafti lífsins, því „maðurinn er eins og blóm vallarins" (Eliade 1965, 361). Sá frumkraftur sem þessurn siðurn er ætl- að að laða fram tilheyrir hvarvetna „hinni miklu móður" sem gengur undir ýmsum nöfnum meðal ólíkra samfélaga. Við margar helgiathafnir er jarðargyðjan hlut- eða per- sónugerð, til dæmis með því að taka mann- eskju, hylja hana stráum eða laufi og ávarpa hana með nafni gyðjunnar. Einnig er til í dærninu að búnar séu til eftirmyndir úr hálmi, greinum eða heyi. I Svíþjóð var ung- urn stúlkum ætlað að dansa við slíkar hálm- brúður á rneðan sáning stóð yfir. Ein skýrasta hliðstæðan sem við höfum um tengsl frjósemis- og jólasiða er forn sham- anísk sögn um það hvernig ættbálkur einn endurheimti þrótt og lífsorku með því að taka upp sólardansinn svokallaða. Þann dans átti að fremja með tiltekinni viðhöfn og um- búnaði sem ekki mátti bregða út af. Lykilat- riði þessarar athafnar var „hið helga tré“. Það var valið í skóginum af mikilli kostgæfni, höggvið af sérstakri varúð og helgað með vel völdum orðum og athöfnum og loks sett nið- ur miðsvæðis fyrir sjálfa athöfnina. Hún fór fram með söngvum og dansi á vígðurn reit við angan af reykelsi og friðarpípum og með áköllum til móður jarðar. Fólkið gekk að tré- nu og hengdi litlar gjafir á greinar þess en tók svo til við að dansa mót höfuðáttunum fjór- um, þ.e. hringinn í kringum tréð. í/(id t/*é“ I nútímasamfélögum má finna margvíslega hjátrú sem tengist trénu, til dæmis þann sið að snerta tré eða banka í það og þylja „sjö- níu-þrettán“ til að storka ekki forsjóninni með óvarlegu tali. Hefur þessi siður jafnvel verið skýrður með tilvísan til kross Krists; að snerting við tréð sé ígildi þess að snerta krossinn sjálfan og feli þannig í sér bæn til Guðs. Önnur skýring á uppruna þessa siðar er sú að með því að snerta tréð sé verið að koma illum öflum fyrir inni í trénu (S.J. Jó- hannss 1993, 21). Sú skýring á sér orsakir í ævafornri og útbreiddri þjóðtrú sem byggir á raunverulegri trúariðkun sem víða sér ennþá stað. Til dæmis eru þess þekkt dæmi að sjúk- lingum sé kornið fyrir inni í holum trjábol eða gilskorningi til að hreinsa þá af sjúkleika sínum og/eða illum öndum. Sama gagn mun vera af því að grafa fólk í jörð, leggja nýfædd börn á grasið eða láta sængurkonu stíga á torfu, svo nefndir séu fáeinir siðir tengdir tignun jarðar (Eliade 1965, 250-53). I Ijósi þessa má segja að „krossins helga tré“ hafi yfir sér dýpri margræðni en margan grunar sem einungis hefur lesið biblíusög- urnar í æsku. Sú margræðni hefur lítið að segja í hugum okkar kristinna manna sem tignum táknið, fyrst og fremst vegna fæðing- ar og þjáningargöngu Krists, upprisunnar og frelsunar mannkyns. En jafnvel í kristnum trúarbrögðum hefur um aldir þrifist marg- víslegt helgikukl tengt helgum gripum, ekki síst krossinum sjálfum. Sú iðja hefur bæði verið iðkuð af lærðum og leikum í gegnum tíðina og á vitanlega rætur að rekja til for- kristinna hugmynda sem við sjáum í svoköll- uðum „frumstæðum“ trúarbrögðum. Það gildir því um hið helga tré, líkt og jólahaldið sjálft mestu fagnaðarhátíð krist- inna manna að hinir upphaflegu hugmynda- þræðir liggja mun dýpra og lengra aftur en kristnu tímatali nemur; allt aftur til fornra frjósemistrúarbragða sem byggðu á frum- stæðustu hugmyndum mannsins unt líf og dauða, árvissa upprisu náttúrunnar og end- urlífgun jarðar. Þannig hafa siðirnir lifað af trúskiptin og haldist lítt breyttir um aldir þó flestir hafi gleyrnt uppruna þeirra. Enn um hríð munu kristnir menn því stíga frjó- semisdansinn í kring- um jólatréð stað- gengil hinnar miklu móður en lofsyngja föðurinn í upphæð- um fyrir fæðingu frelsarans. Heimildir: Eliade, Mircea: Patterns in comparative religion, 1965. Gunnar Dal: 1 dag varð ég kona, 1997. Eddukvæði (Ólafur Briem annaðist útgáfuna), 1968. Ólína Þorvarðardóttir: Álfar og tröll, 1995. Ringgren, Helmer &C Ström, Áke V.: Religionerna i historia och nutid, 1954. Símon Jón Jóhannsson: Sjö níu þrettán, 1993. Snorra Edda (Árni Björnsson bjó til útgáfu) 1975. Ný sending Síðir kjólar - Frábært verð Hverfisgötu 78, m. M Æ sími 552 8980. 23

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.