Vera - 01.12.1997, Síða 36

Vera - 01.12.1997, Síða 36
Kröftugur landsfundur Landsfundur Kvennalistans var haldinn á Úlfljótsvatni helgina 14. -16. nóvember s.l. Það telst varla frétt eftir allt írafárið í kringum niðurstöðu hans - eða öllu heldur afleiðingar niðurstöðunnar. Mér er þó til efs að margir viti nákvæmlega hvernig umrædd niðurstaða hljóðaði. Hitt vita þó örugglega enn færri að fundur- inn var alveg stórskemmtilegur og mjög vel heppnað- ur í flesta staði. Hann hófst með upptakti því fimmtu- dagskvöldið 13. nóvember stóð Kvennalistinn fyrir opnum fundi um jafnréttisfræðslu í Norræna húsinu. Frá þeim fundi, og fyrirlesaranum Agnetu Stark, er nánar sagt hér í blaðinu. Uppúr kvöldmat á föstudeginum var ekið upp í Grafning. Þegar við höfðum komið okkur fyrir í sumarhúsum Starfsmannafélags Reykjavíkur söfnuðumst við saman í aðalskálanum þar sem yngsta kyn- slóð Kvennalistakvenna átti sviðið. Hljóm- sveitin A túr spilaði nokkur aldeilis frábær lög (sérstaklega hreifst undirrituð af laginu „Eg er engin drusla"). Eftir tónleikana sögðu ungu stelpurnar svo frá því hvernig staða kynjanna og kvennabaráttan birtist þeim og spunnust fjörugar umræður um hin- ar ýmsu hliðar á þeim málum. Að loknum lestri á skýrslum og reikning- um á laugardagsmorgni sat þingflokkurinn fyrir svörum og greindi frá því helsta í störf- um sínum. Kvennalistakonur hafa m.a. lagt fram tvö lagafrumvörp sem valda straum- hvörfum í jafnréttisbaráttunni ef þau ná fram að ganga, þ.e. frumvarp til laga um fæðingarorlof og annað um þingsköp sem skyldar nefndir Alþingis að huga að stöðu kynjanna við alla ákvarðanatöku. Yfirskrift fundarins að þessu sinni var „Er vilji fyrir jafnri stöðu kynjanna á íslandi?“ Brynhildur Elóvenz lögfræðingur flutti er- indi um lögin um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og hvernig mætti gera þau að skil- virkara og betra tæki. Er erindi hennar birt hér í blaðinu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri talaði síðan um það hvað hægt er að gera þegar þessi vilji er fyrir hendi en með sigri Reykjavíkurlistans komust konur með femínískar áherslur loksins til valda. Ásdís Ólsen fjölmiðlafræðingur gerði mjög athyglisverða úttekt á hinum valdaniiklu fjölmiðlum í erindi sem hún nefndi „Fjöl- miðlar - eitthvað fyrir alla, konur og kalla?“ Erindin voru hvert öðru áhugaverðara. Að þeim loknum skiptu fundarkonur sér niður í starfshópa. Sveitarstjórnarkonur mynduðu einn hóp, einn hópur talaði um jafnréttis- menntun, annar um jafnréttislöggjöfina og einn um fjölmiðla. Sveitarstjórnarkonur og fjölmiðlahópurinn sendu frá sér álylctanir sem fylgja hér á opnunni. Mikil átök og margar góðar ræður Síðan var það veisla kvöldsins. Hún var kapítuli útaf fyrir sig, í öruggum höndum veislustjórans Guðrúnar Ögmundsdóttur. Konur sem voru saman í húsum undirbjuggu skemmtiatriði og voru tvö og tvö hús sam- an. Skal það eitt sagt hér að sköpunargleði kvenna reis til hæstu hæða, svo margvísleg, kröftug og skemmtileg voru atriðin. Fjörið stóð frameftir nóttu en þrátt fyrir það mættu konur til morgunverðar og umræða sunnu- dagsins, undir yfirskriftinni „...og áfram með smjörið" hófst á tilsettum tíma. Sveitarstjórnarkosningarnar voru af- greiddar án nokkurra deilna enda taka sam- tökin ekki ákvörðun um einstök sveitar- stjórnarframboð, það gera konur í hverjum anga fyrir sig. Þar fyrir utan eru allar sam- mála um að því fleiri Kvennalistakonur í sveitarstjórnum landsins, því betra. Eins og við var búist voru hinsvegar ekki allar jafn sammála um leiðirnar þegar farið var að ræða alþingiskosningar. Tillagan sem hér birtist var lögð fram í upphafi umræðunnar og fór lunginn úr deginum í að ræða hana frá ýmsurn sjónarhornum. Átökin voru mik- il og margar góðar ræður fluttar. Á endan- um var gengið til atkvæða unt tillöguna og hún samþykkt með 38 atkvæðum gegn 16 en 6 konur sátu hjá. Alls sátu á áttunda tug kvenna þennan ALYKTUN LANDSFUNDAR 15. landsfundur Samtaka um Kvennalista, haldinn aö Úlfljótsvatni í Grafningi helgina 14.-16. nóvember 1997 undir yfirskriftinni „Er vilji fyrir jafnri stööu kynjanna á íslandi?" vill árétta aö pólitískur vilji sé forsenda breytinga. islensk kvennabarátta hefur fært konum og um leiö samfélaginu í heild mikilsveröan ávinn- ing á mörgum sviðum. Margt er þó óunnið sem kallar á hugmyndir, tillögur og samstööu kvenna. íslensku samfélagi verður ekki breytt án öflugrar þátttöku kvenna í stjórnmálum nú og til framtíðar. Það er gömul og ný reynsla að orö og efnd- ir fara ekki alltaf saman. Eitt helsta viöfangs- efni kvennabaráttunnar nú er því að þrýsta á um framkvæmd skjalfestrar stefnu um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. Það er nú svo komið að íslendingar standa sig allvel í sam- anburði við flestar þjóðir í þeim efnum og hafa fengiö lof fyrir frammistöðu sina hjá alþjóöleg- um eftirlitsaöilum. íslensk löggjöf um jafna stöðu kvenna og karla þykir um margt góð og íslensk stjórnvöld hafa staðfest alþjóöasamn- inga og yfirlýsingar um réttindi og bætta stöðu kvenna. En lög og sáttmálar eru eitt og raun- veruleikinn er oft talsvert annar. Staða kynj- anna er enn langt frá því að vera sambærileg. Því verður að tryggja að orð leiði til athafna. Á síðustu árum hefur sú stefna rutt sér æ meira til rúms víða um lönd aö flétta þurfi sjónar- miö kynjabaráttu inn i alla þætti mannlegra sam- skipta, stjórnunar og hverskonar starfsemi. Kvennalistakonur fagna þessari stefnu vegna þess aö hún er endurómun af áherslum Kvennalistans frá upphafi um að ávallt þurfi að hafa stöðu kyj- anna í huga við stefnumótun, lagasetningu, áætl- anir og framkvæmd mála. íslensk stjórnvöld hafa á alþjóöavettvangi skuldbundið sig til aö framfylgja þessari stefnu og íslenskar konur krefjast þess að henni verði framfylgt. Þær sætta sig ekki við sýndarjafnrétti og vilja nú sjá jafnrétti i verki. TILLAGA HÓPS KVENNA- LISTAKVENNA UM SAM- STARF VIÐ AÐRA FLOKKA Landsfundur Kvennalistans, haldinn aö Úlfljóts- vatni 14. - 16. nóvember 1997 samþykkir aö: Kvennalistinn taki þátt í viöræðum um sameig- inlegan málefnagrundvöll Kvennalista, Jafnaðar- manna, Alþýðubandalags og annarra hópa, vegna alþingiskosninga árið 1999. Markmið þeirra viöræöna verði, af hálfu Kvennalistans, að kvenfrelsissjónarmið veröi í fyr- irrúmi í allri málefnavinnu og samþættingaraðferð- in veröi notuö í því skyni. Jafnframt verði þess gætt að jafnræöi veröi með kynjunum á öllum sviðum samstarfsins. Forgangsverkefni þessa samstarfs veröur aö koma á kvenfrelsi og jafnrétti í reynd. Kvennalistinn leggur áherslu á valddreifingu meöal annars meö því að samstarfsaöilar skipi talsmann fyrir hvern málaflokk. Félagsfundir anganna kjósi 1-3 fulltrúa í sam- starfsnefnd. Nefndin skiptir með sér verkum eftir þörfum. Niðurstöður viðræöna verði lagðar fyrir lands- fund Kvennalistans til ákvörðunar.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.