Vera - 01.12.1997, Síða 37

Vera - 01.12.1997, Síða 37
landsfund þegar mest var og er það mjög gott. Höf- um hugfast að á landsfund Kvennalistans mæta kon- ur af áhuga. Við höfum enga kjörna landsfundarfull- trúa svo engin fer þangað nauðug. Eg held líka að flestar hafi verið sammála um að fundurinn hafi ver- ið góður þó svo að dagarnir á eftir hafi verið við- burðaríkir. A.nt.k. var aflétt því óvissuástandi sem þjakað hefur samtökin undanfarin ár. Og það hefur þegar sýnt sig að Kvennalistinn er enn, hvað sem sagt hefur verið, vettvangur fyrir hugmyndaríkar og bar- áttuglaðar konur. Aslaug Thorlacius, framkvœmdastýra Kvennalistans ÁLYKTUN UM SVEITAR- STJÓRNARMÁL Á undanförnum árum hafa stórir og mikilvægir málaflokkar flust yfir til sveitarfélaganna og því er enn mikilvægara en fyrr aö konur komi aö ákvarðanatöku á þeim vettvangi. Landsfundurinn telur brýnt aö Kvennalistakonur um allt land taki virkan þátt í komandi sveitarstjórnarkosningum því mikilvægt er aö rödd kvenfrelsis ogjafnréttis heyrist sem víöast. Landsfundur Kvennalistans lýsir ánægju sinni meö virkni Kvennalistakvenna víöa um land við undirbúning komandi sveitarstjórnarkosninga og hvetur konur til öflugrar kvenfrelsissóknar. MÁLEFNAHÓPU R UM FJÖLMIÐLA Málefnahópur um fjölmiöla á landsfundi Kvennalistans 14. - 16. nóvember lýsir yfir áhyggjum sínum af rýrum hlut kvenna í íslenskum fjölmiðlum. Fjölmiölar hefa mikil áhrif á þjóðfélagiö og er vald þeirra vandmeöfariö. Því teljum viö nauðsynlegt aö efnistök og starfsmannastefnu fjölmiöla endurspegli þjóöfélagiö í heild en ekki aðeins hluta þess. Viö viljum leita leiða til þess að breyta staðlaðri ímynd kvenna í fjölmiðlum, þannig að konur séu ekki njörvaðar niöur í ákveðin hlutverk. Viö teljum nauðsynlegt aö efnisval, áherslur og fréttaval fjölmiöla endurspegli þá staðreynd aö konur eru rúmur helmingur þjóðarinnar. Þess vegna viljum við jafna hlut kynjanna innan fjölmiðlanna og gera konum kleift aö gegna þar áhrifastööum, ekki síður en körlum. Til aö ná þessum markmiöum viljum við bæta inn í útvarpslög almennum ákvæðum um aö gæta beri jafnréttis í starfsmannastefnu og efnisvali allra Ijósvakamiðla. Að auki gerum viö sérstaka kröfu til Ríkisútvarpsins, fjölmiöils allra landsmanna, hvaö varöar jafnan hlut kynjanna. Því skorum við á menntamálaráöherra að sjá til þess að Ríkisútvarpið geri jafnréttisáætlanir eins og öllum ríkisstofnunum er skylt að gera. Stálblóm í Mosfellsbæ Ijanúar n.k. frumsýnir Leikfélag Mosfellssveitar bandaríska leikrit- ið Stálblóm, í þýðingu Signýjar Pálsdóttur og leikstjórn Guðnýjar Maríu Jónsdóttur. Leikurinn gerist í smábæ í Louisiana fylki og spannar þriggja ára tímabili í lífi sex kvenna á aldrinum 19 til 60 ára. Konurnar eru mjög mismunandi og litríkir persónu- leikar en eiga það sameiginlegt að hittast á hárgreiðslustofu á laugar- dagsmorgnum. Áhorfendur kynnast lífi kvennanna í sorg og gleði og þeg- ar mikið liggur við sannast gildi vin- áttunnar. Sýningarnar fara fram í Bæjarleikhúsi Mosfellsbæjar við Þverholt. Aldrei ofseint Það er aldrei ofseint að bœta menntun sína. Hjá okkur getur þú hafið nám á grunnskólastigi eða framhaldsskólastigi eftir þínum persónulegu þörfum. Þú getur tekið eitt fag eða fleiri og hagað námshraða samkvæmt því. Einnig er fjölbreytt frístundanám í boði: Tungumál • bóklegar greinar • verklegar greinar • listgreinar • skokk Upplýsingar í síma 551 2992 Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla, Frfkirkjuvegi 1, og í Þönglabakka 4 í Mjódd (nýr kennslustaður) V Lffl 37

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.