Vera - 01.12.1997, Side 39

Vera - 01.12.1997, Side 39
mála. Telji einhver rétt á sér brotinn og snýr sér til kærunefndar, sem rannsakar málið og kemst að þeirri niðurstöðu að lögin hafi ver- ið brotin gagnvart viðkomandi, gefur nefnd- in út álit sitt þar um og beinir tilmælum til hins brotlega um að finna lausn á málinu. Þetta álit eða niðurstaða kærunefndar er hins vegar ekki bindandi fyrir aðila málsins og reyndin sýnist mér vera sú að sjaldnast taka hinir brotlegu mark á henni. Verði hinn brotlegi ekki við tilmælum kærunefndar um úrbætur getur nefndin, fyrir hönd þess sem brotið var á, farið í mál fyrir dómsmálum og þá er aftur byrjað á núilpunkti. Fyrirtæki geri framkvæmdaá- ætlun í jafnréttismálum En hverju getum við þá breytt? Að mínu mati eru efnisleg réttindi í núgildandi lögum nokkuð vel tryggð. Vissulega má þar ýmis- legt laga og má þar fyrst og fremst nefna að í þau vantar tilfinnanlega ákvæði um kyn- ferðislega áreitni og viðbrögð við henni. Einnig er nauðsynlegt að skoða hvort setja eigi skýrari ákvæði um forgang kvenna til starfa þar sem þær hafa átt erfitt uppdráttar. Mikilvægt er þó að fara varlega í slíkt þar sem reynsla annarra hefur sýnt að sú hætta er fyrir hendi að reglur um svokallaða já- kvæða mismunun og ýrnsa kynjakvóta geta snúist upp í andhverfu sína og því þarf að vanda vel til slíkrar lagasetningar. Þá held ég að við ættum að fara að for- dærni Svía og leggja þá skyldu á fyrirtæki eða stofnanir þar sem starfa 10 manns eða fleiri, að gera framkvæmdaáætlun í jafnréttismál- um. Slíkt neyðir vinnuveitendur og starfs- fólk til að huga að jafnréttismálum og gera sér grein fyrir stöðunni og leita ráða til úr- bóta. Jafnréttisstofnun gæti haft eftirlit með slíkum framkvæmdaáætlunum og aðstoðað við gerð þeirra. Helstu annmarkar á núverandi kerfi eru annars vegar skortur á valdi til að framfylgja lögunum og hins vegar hversu litlu fjármagni er varið til málaflokksins. Til að sinna verk- um Jafnréttirráðs og kærunefndar, sem og öðrunt verkefnum sem ráðherra kann að ákveða, starfar Skrifstofa jafnréttismála. Þar hafa undanfarin ár verið 5-5,5 stöðugildi og fjárveiting til stofnunarinnar eru um 25 milljónir á ári. Það sér það hver sem sjá vill að með þessunt fáu krónum og starfsfólki er útilokað að vinna einhver stórvirki, hversu mikill sem viljinn er. Til santanburðar má geta þess að Samkeppnisstofnun, sem hefur það hlutverk að framfylgja samkeppnislög- um, hefur fjárveitingu sem nemur rúmum 80 milljónum á ári og þar starfa urn 20 manns. Hliðstæða við samkeppnislögin Þegar ég hóf að skoða hvernig jafnréttismál- unurn væri best borgið kerfislega, kannaði ég hvar annars staðar væri verið að vinna að því að ná tilteknu pólitísku markmiði um breyt- ingar á samfélaginu og jafnframt úrræði til að framfylgja þeim. Nýjasta og jafnframt róttækasta fyrirmyndin sem ég fann voru samkeppnislög. Þar eru frjáls samkeppni og réttmætir viðskiptahættir Jiað pólitíska markmið sem stefnt er að. Til að framfylgja þessu markmiði eru sett á stofn Samkeppnis- stofnun, samkeppnisráð og áfrýjunarnefnd samkeppnismála. Þessar stofnanir hafa sam- kv. lögunum rnjög víðtækt vald. M.a. getur samkeppnisráð bannað ýmsar athafnir sem brjóta í bága við lögin, ógilt samnninga, lagt á dagsektir og stjórnvaldssektir frá 50 þús- und til 40 milljóna króna og reyndar meira eftir atvikum. Vilji aðili ekki una úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála getur hann höfðað mál til ógildingar honum fyrir dómstólum. Hér er reginmunur á gildi ann- ars vegar niðurstöðu kærunefndar jafnréttis- mála og hins vegar áfrýjunarnefndar sanr- keppnismála. Ekki tel ég þó ráðlegt að taka samkeppnis- lögin og yfirfæra þau beint yfir á jafnréttis- málin. Hins vegar má nota ýmislegt úr þeim, einkum hvað varðar viðbrögð við brotum á lögunum. Hvað stofnanauppbyggingu varðar þá tel ég að fyrsta skrefið sé að færa þennan mála- flokk frá framkvæmdavaldinu. Jafnréttis- málin heyra í dag undir félagsmálaráðuneyti en ég tel það afar óráðlegt að láta jafnréttis- stofnun heyra undir framkvæmdavaldið.Oft- ar en ekki er verið að brjóta gegn konum inn- an stjórnkerfisins og það er því í hæsta máta óeðlilegt að stofnun, sem á að hafa eftirlit með því hvernig stjórnvöld standa sig í fram- kvæmd jafnréttislaganna, heyri undir þau sömu stjórnvöld. Mín hugmynd er sú að Jafnréttisstofnun heyri beint undir Alþingi, svipað og Ríkisendurskoðun gerir nú. For- sætisnefnd Alþingis réði forstjóra stofnunar- innar og laun hennar væru ákveðin af kjara- dómi. Hún réði síðan annað starfsfólk. Hlutverk þessarar stofnunar ætti að vera einkum tvíþætt, annars vegar fræðsluhlut- verk, sem þyrfti að stórefla frá því sem nú er. Fyrst og fremst vantar fræðslu innan stjórn- kerfisins og þá er ég að tala um skyldubund- in námskeið sem sniðin eru að hverri stofnun eða ráðuneyti fyrir sig. I öðru lagi þyrfti að vinna markvisst að jafnréttisfræðslu innan skólakerfisins og koma þannig í framkvæmd ákvæðum núgildandi laga þar um. Hins veg- ar ætti hlutverk stofnunarinnar að vera eftir- litshlutverk. Þannig ætti stofnunin að geta farið á stúfana og skoðað stöðu kynjanna hjá einstökum fyrirtækjum eða stofnunum. Stofnunin gæti þá fengið allar þær upplýs- ingar og gögn sem hún óskaði um laun, kjör og annað það sem hún telur máli skipta. Leiddi sú athugun í ljós brot á jafnréttislög- um gæti stofnunin reynt að ná samkomulagi við fyrirtækið eða stofnunina um úrbætur. Tækist það ekki gæti stofnunin vísað málinu til kærunefndar jafnréttismála sem tæki mál- ið til meðferðar og væri niðurstaða hennar á sama veg gæti hún lagt þá skyldu á vinnu- veitandann að bæta þar úr eða þola dagsekt- ir að öðrum kosti. Niðurstaða nefndarinnar væri þannig bindandi fyrir aðila, á sarna hátt og niðurstaða áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála er nú, en þó væri hægt að freista þess að fá honurn hnekkt fyrir dómstólum. Jafn- framt gæti sú eða sá sem telur sig verða fyrir broti skotið máli sínu til stofnunarinnar sem mundi reka rnálið fyrir kærunefnd, væri þess óskað. Það getur oft á tíðum verið mjög erfitt fyrir starfsmann fyrirtækis að kæra fyr- irtækið sem hún vinnur hjá eða er að sækjast eftir að vinna hjá. Miklu einfaldara væri ef hægt væri að korna ábendingum til Jafnrétt- isstofnunar sent tæki þá málið að sér og ræki það fyrir kærunefnd að undangengnum sáttatilraunum. Þá ætti slík stofnun að hafa eftirlit með framkvæmdaáætlunum fyrir- tækja og stofnana. En einhvern veginn er það nú svo að þegar komið er fram með hugmyndir um öflug jafnréttislög og eftirlit þá fitja ýmsir gjarnan upp á trýnið og hrópa: ríkisfeminismi! - for- sjárhyggja! -frelsisskerðing! o.s.frv. Því er til að svara að í okkar samfélagi höfum við val- ið þá leið að lögfesta þau réttindi sem við teljum mikilvægust og setja á stofn stofnanir til að framfylgja þeim. Jafnvel í frelsi frelsis- ins - frjálsri samkeppni í viðskiptum - höfunt við gengið hvað lengst í ríkisforsjá til að tryggja þau markmið sem sett hafa verið. Og úr því að við teljum rétt að hafa eftirlit með frjálsri samkeppni, fjárreiðum ríkisins og stjórnsýslu ríkisins, þá sé ég ekkert því til fyr- irstöðu að hið opinbera gangi fram fyrir skjöldu í því að tryggja jöfnuð kynjanna. Forsenda þess að hægt sé að gera einhverj- ar raunhæfar breytingar á jafnrétdslögunum er að tilskilið fjármagn fáist. Þá er ég ekki að tala unt einhverjar fáeinar milljónir í viðbót á ári heldur kannski tíföldun þess fjármagns sem er í dag. Allir flokkar hafa lýst því yfir að þeir telji jafnrétti kynjanna mikilvægt mál sem vinna beri að. En er viljinn fyrir hendi og hvernig mælum við hann? Eg held að í þessu tilviki getum við m.a. rnælt hann í pen- ingum og vilja til að láta óháða stofnun end- urskoða ákvarðanir sínar. Og þá er bara spurningin hverjir þora, vilja og geta?

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.