Vera - 01.12.1997, Page 41

Vera - 01.12.1997, Page 41
„Síöustu ár hefur kvenímynd vestræns tískuheims oröiö vinsæl í Lettlandi. Stjórnmálamenn keppast um aö láta taka myndir af sér meö hálfberum feguröar- drottningum, “ segir llva. hugsjónir. Þegar Lettiand öðlast sjálfstæði árið 1991 var aðeins helmingur íbúanna l.ettar, aðrir voru Rússar. Þessir tveir hópar eru í raun mjög aðskildir og blandast lítið innbyrðis. Til þess að byggja sterka og sjáifstæða þjóð þarf barnmargar fjölskyldur og hlutverk konunnar í huga þjóðarinnar breyttist þannig óneitanlega mikið. Þannig var ábyrgðin á deyjandi þjóð óhjákvæmilega sett á herðar konunn- ar. Síðustu ár hefur kvenímynd vestræns tískuheims einnig orðið vinsæl, sérstaklega hjá ungum stúlkum. Fegurðarsamkeppnir tíðkuðust ekki á meðan Lettar lutu Sovétstjórn en eru núna vinsælar og talið mjög | eftirsóknarvert fyrir ungar stúlkum að taka þátt í þeim. Allur almenningur hrífst af þessurn nýja glans- heimi og stjórnmálamennirnir okkar keppast um að láta taka myndir af sér með hálfberum fegurðar- drottningum. Það eru haldnar fegurðarsamkeppnir fyrir stúlkubörn, ungar stúlkur og meira að segja höfum við sérstaka keppni þar sem stúlkur keppa um að verða kosnar sem eftirsóknarverðasta eigin- konuefnið (Latvijas Zeltene). Þar er metnir kostir eins og fegurð, hæfileikar á hannyrða- og elda- mennskusviðinu o.s.frv. og þá kemur sér vel að hafa gengið í rétta húsmæðraskólann!“ Vinnumarkaðurinn er líka mjög kynskiptur, karlar eru t.d. aldrei í þjónustu- eða umönnunarstörfum og konur sjaldan í stjórnunarstöðum. Það er algengt að þótt konur sinni stjórnunarstörfum fái þær ekki þá viðurkenningu eða laun sein starfinu fylgja. Við höf- urn meira að segja sérstakt starfsheiti fyrir slíkar konur, ritari með aukaverkefni eða eins konar stjórnunarfulltrúi. Astandið er mjög slæmt, konur fá u.þ.b. 20% lægri laun fyrir vinnu sína og kynferð- isleg áreitni á vinnustöðum er algeng. Enn í dag eru starfsauglýsingar meira að segja kyngreindar. Al- gengt er að sjá auglýsingar uin veigameiri störf þar sem þess er krafist að umsækjendur séu: Vel mennt- aðir, karlkyns og á aldrinum 30-40 ára! Fjölmiðlar hafa upp á síðkastið gagnrýnt þessa auglýsinga- stefnu en þessi siður viðhelst og er útskýrður og af- sakaður með langri hefð!“ Þú málar ástandið í ansi svörtum litum finnst mér. Hvað með unga fólkið, er engin von á að sjá breyt- ingar bráðwn? „Auðvitað eiga kvenfrelsisstraumar eftir að halda innreið sína í Lettland eins og önnur lönd. Meðan ég bjó þar gerði ég mér litla grein fyrir ástandinu. Það var ekki fyrr en ég flutti burt og fór að umgangast ís- lenskar konur sem voru að berjast fyrir jafnrétti hér- lendis að ég fór að bera santan löndin. Ég hef frá því ég byrjaði að geta lesið íslensku lesið VERIJ og hef lítillega kynnt mér sögu Kvennalistans fyrir ritgerð sem ég þarf að skila í íslenskudeildinni. Ég hef farið heim tvisvar sinnum síðan ég flutti til Islands og horfi gagnrýnni augum á hversu skammt við erum á veg kornin í öllu sem varðar jafnrétti kynjanna. Suntir þola illa gagnrýni rnína og hrista höfuðið yfir einfaldleika mínum þegar ég tala um Þannig að kvenfrelsisbugsjónin hefur ekki enn náð inn á lettnesk heimili? „Nei, eins og þú sérð eru hefðbundin kynhlutverk í Lettlandi mjög sterk. Heimilið og barnauppeldið er ennþá eingöngu á herðum konunnar, karlar koma þar hvergi nærri. A tímurn Sovétríkjanna var öll samfélagsaðstoð sterkari, konur þurftu t.d. ekki að hafa áhyggjur af barnagæslu þegar þær fóru út að vinna, einstæðar mæður fengu aðstoð frá ríkinu o.s.frv. Afskipti og ábyrgð ríkisins af félagslegri að- stoð er nú mun ntinni. Konur eru í mun verri að- stöðu í dag, því nú verður hver að bjarga sér. Okk- ur hefur ekki enn tekist að byggja upp nægilega gott félagslegt stuðningskerfi í stað þess gamla. Sá styrk- ur sem einstæðar mæður fá frá ríkinu í dag er svo lágur að það er vonlaust að lifa af honum. Þetta set- ur margar konur í þá aðstöðu að reyna að halda í eiginmanninn og fyrirvinnuna sama á hverju gengur. Heimilisofbeldi og drykkjuskapur eiginmannsins er oft skárri kostur fyrir margar konur, fremur en að standa einar uppi með börnin sín.“ En bvað með sjónarmið kvenréttindasinna, beyrð- ust þau ekki? „Ég man ekki til þess að hafa heyrt um noklcur sterk samtök kvenna sem berjast fyrir kvenfrelsi í Lettlandi. 1 dag er aðeins menningarmálaráðherrann kona, en sú ltennir sig ekki við kvenfrelsi í sínum málflutningi. Konur tóku svo sannarlega virkan þátt í sjálfstæðisbaráttu Letta, t.d. voru nokkrar framar- lega í stjórnarandstöðu, en þegar sjálfstæði var náð var eins og þær hyrfu flestar af sjónarsviðinu. 41

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.