Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 44

Vera - 01.12.1997, Blaðsíða 44
störf stúlku í hirðingjasamfélagi , eftir Kristínu Loftsdóttur Þegar Madika vaknar á morgnana er sólin nýkomin upp. „Madika, Madika," kallar amma hennar, „vaknaðu, þú þarft að hjálpa til við að skilja lömbin frá ánum.“ Madika stingur höfðinu undan teppinu og teygir úr sér. Við hlið hennar á strámottunni sefur litli bróðir hennar, hann grætur þegar hann vaknar. Jafnvel þó Madika sé aðeins 11 ára er það aðallega í hennar verkahring að sjá um bróður sinn. Móðir þeirra er farin að leita að vinnu í borginni og skildi þau eftir í umsjá foreldra sinna. Móðir Madiku er fráskilin og venjum samkvæmt ættu þau systkinin að dvelja í húsi föður síns, en hann er of fátækur til að geta séð fyrir þeim. Madika stendur upp, brýtur slitna teppið sitt saman og leiðir bróður sinn að eldinum. Það er kalt, vindurinn blés í alla nótt, en eftir að sólin kom upp mun hlýna fljótt. Hún á eingöngu þetta eina teppi og til að reyna að halda hita á sér og bróður sínum breiðir hún strámottu yfir þau. Bróðir hennar fer aftur að gráta, hann vill fá að sofa lengur. Hún ber hann að eldinum þar sem móðursystir hennar og afi sitja ásamt nokkrum börnum. „Madika“ kallar amma hennar, „kindurnar...“ „Ég er að koma,“ kallar hún til baka og gengur í átt að kindunum. Madika er WoDaaBe stúlka frá norður- hluta Niger í vestur Afríku. Mig langar að fjalla lítillega um störf og stöðu kvenna í þessu þjóðfé- lagi. Madika er, vel að merkja, stúlka sem ég þekki vel og lýsing mín á lífi hennar er byggð á því sem ég hef séð og því sem hún hefur sagt mér. Nafni hennar hef ég hins vegar breytt. WoDaaBe eru hirðingjar sem búa á Sahel beltinu. Landslagið einkennist af hæðóttri sléttu. A milli hæðanna má greina lágvaxið kjarr en á sléttunni sjálfri er gras og sandur og einstaka tré. Árstíðunum má í stuttu máli skipta í regntímabil og þurrkatímabil. Regn- tímabilið er mikilvægt því það hefur áhrif á gæði beitilandsins á þurrka- tímabilinu. Regn er minna en 300 millimetrar á ári. Sólin er oftast heit og sterk. „Við fylgjum kúnum okkar," segir fólkið og á við að flutningar þess á milli staða taki mið af þörfum dýr- anna fyrir beitiland og vatn. Búferla- flutningar eru tíðir, oftast er ekki dval- ið nema 3-5 daga á hverjum stað og stundum mun skemur. Lífsmáti þeirra er lagaður að þessum tíðu búferlaskipt- um. Hús WoDaaBee, sem á tungumáli þeirra Fulfulde kallast suudu, saman- stendur af borði (saga) og rúmi (leso). Kristín meö fjölskyldu á leiö á markaö. Feröin tekur tíu til tólf tíma og er gist eina nótt á leiöinni. Á markaöinum er keypt hirsi, te, föt o.fl. WoDaaBe kona aö fletta barn. Hárgreiösla ættlfokksins er mjög sérstök, sömuleiöis húöflúriö. <... J Madika sækir vatn fyrir heimiliö i satjuu sem er hárlaus belgur af kind. w, Feföin eftir vatni getur tekiö sex klukkustundir á þurrkatímanum. • Trjágreinum er raðað í hálfhring í kringum rúmið og borðið og afmarkar því það svæði sem kallast hús. Fyrir framan húsið eru kýrnar venjulega mjólkaðar. Á næturna sefur hjörðin fyrir framan húsið. Á borðinu í suudu eru geymdir þeir hlutir sem tilheyra húsinu. I flestum tilfellum er þetta allt sem konurnar eiga. Tummude er einn af þeim hlutum sem tilheyrir hverju borði. Tummude er skál búin til úr plöntu skyldri graskeri, en slíkar skálar eru notaðar í mörgum samfélögum í Afríku. í WoDaaBe þjóðfélagi er tummude bæði notuð til að drekka mjólk úr og til að borða úr. Kýrnar eru mjólkaðar beint í tummude. Hlutverk tummude er samt ekki eingöngu hag- nýtt. WoDaaBe konur eru stoltar af því að eiga margar fallegar skálar og þeim er ávallt raðað snyrtilega upp á borð- inu. Föt konunnar og skartgripir eru einnig geymdir á borðinu, þeim er komið fyrir í lítilli skál úr stráum sem er vandlega lokað og geymd aftan við tummude. Oftast fá konurnar rúmið og borðið gefins frá móður sinni, en stundum er það eiginmaðurinn sem gefur þeim þessa hluti, eða þá að þær kaupa þá sjálfar. Jafnvel þó Madika sé aðeins ung stúlka eru störf hennar að mörgu leyti þau sömu og fullorðinnar konu. Eins og konur í flestum öðrum samfélögum þá hefur Madika lítinn tíma fyrir sjálfa sig. Þegar hún er búin að skilja lömbin frá ánum sest hún við eldinn og hlýjar sér og borðar hirsisbúðinginn frá deg- inum áður. Þessi hirsisbúðingur er að- alfæða hennar. Það er engin mjólk til, allar kýrnar eru hættar að mjólka, en hún hellir heitri jurtasósu út á búðing- inn. Þegar hún hefur lokið við að borða er kominn tími til að fara að vatnshol- unni. Hún sækir vatn fyrir heimilið flesta daga. Þegar það er haft í huga að WoDaaBe búa við jaðar Sahara eyði- merkurinnar þá er eðlilegt að vinna sem tengist vatni sé mikilvægur hluti af lífi þeirra. Það eru engir brunnar, lækir eða vötn í nágrenninu. Á regntímabil- inu myndast vötn í kjarrlöndunum, en fljótlega eftir að það hættir að rigna hverfa vötnin. Á þurrkatímanum er allt vatn sótt í vatnsholur sem eru grafnar á ákveðnum svæðum þar sem grunnvatn er ekki mjög djúpt í jörðu. Þessi svæði kallast wasarde á Fulfulde. Á þessum tíma árs er allt beitilandið í kringum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.