Vera - 01.10.1999, Qupperneq 3

Vera - 01.10.1999, Qupperneq 3
L F I Ð A B L Kynlífsþrælasala beint fyrir framan nefið á okkur Er klám í tfsku? Þeirri spurningu er varpað fram hér í blaðinu en þemaefnið að þessu sinni er Klám og vændi. Um nokkurra ára skeið hafa verið reknir nektardansstaðir ( Reykjavík og virðist eins og fólk hafi látið það óáreitt en fylgst með úr fjarlægð. Síðustu misseri hefur hins vegar runnið upp fyrir æ fleirum hvers konar starfsemi fer þarna fram og þegar stöðunum fjölgaði um helming á stuttum tíma virðist fólk vera að vakna af doðanum og taka afstöðu. I það minnsta þarf að ræða málin og það viljum við gera hér í VERU. Það er nefnilega staðreynd að kynlífsþrælasala, sem hefur verið vaxandi alþjóðlegt vandamál und- anfarin ár, hefur náð hingað til lands. Talið er að hingað komi um 100 stúlkur í hverjum mánuði, aðallega frá Austur-Evrópu, til að starfa á nektardansstöðunum sjö í Reykjavík og úti á landi. Fyrst grundvöllur er fyrir svo mörgum stöðum hlýtur eftirspurnin að vera mikil og það helst í hendur við eftirspurnina eftir kynlffsefni af ýmsu tagi, t.d. símakynlífi sem einnig virðist vaxandi atvinnugrein ef marka má auglýsingar um sllkt I Dagblaðinu Vlsi. Önnur Ijót staðreynd varðandi þessa nýju tískubylgju er að verið er að nýta fjárhagslega slæma stöðu kvenna. Oft er það hrein fátækt sem verður til þess að ungar stúlkur velja þessa leið til að komast út úr ömurlegum aðstæðum og það getur bæði átt við um stúlkurnar sem hingað koma frá austantjaldslöndunum og (slenskar konur sem drýgja tekjur sínar með því að lesa kynæsandi texta inn á band eða spinna upp slíkar sögur. Þetta er að gerast út um allan heim og í blaðinu segjum við hvernig vandamálið hefur komið upp á Kúbu eftir hrun Sovétríkjanna. Tvær konur sem nýlega dvöldu hér á landi, þær Vaira Vike-Freiberga og Hillary Rodham Clinton, hvöttu þjóðir heims til að stöðva þá nútímamynd þrælahalds sem hefur skapað alþjóðlega verslun með lifandi manneskjur. Hér á landi getum við lagt því máli lið með því að vinna gegn rekstri staða þar sem ungar stúlkur selja líkama sinn beint fyrir framan nefið á okkur - í húsinu gegnt Alþingi við Austurvöll og víðar. Aðalviðtal okkar að þessu sinni er við kvenhetjuna Auði Guðjónsdóttur sem auk þess að berjast með dóttur sinni, Hrafnhildi Thoroddsen, fyrir mannsæmandi lífi hefur barist af ótrúlegum krafti við læknaveldi heimsins með hag þeirra sem hafa orðið fyrir mænuskaða að leiðarljósi. Um þetta leyti minnumst við einnig nöfnu hennar, Auðar Auðuns, sem var brautryðjandi íslenskra kvenna á ýmsum sviðum. Hún lauk lögfræðiprófi fyrst kvenna og gegndi dómarastarfi, hún var farsæll for- seti borgarstjórnar, fyrsta konan borgarstjóri og fyrsta konan í ríkisstjórn íslands þegar hún varð dóms- og kirkjumálaráðherra. Sönn kvenréttindakona sinnar kynslóðar. vÖH p#YA éntr Hver hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis? Hver hafa unnið jafnréttisbaráttunni gagn og hver ógagn? Sendu Veru ábendingar Verslunarmannafélag Reykjavíkur fyrir að vekja athygli á því hve mikill launamun- ur er á milli kynjanna. I sjónvarpsauglýsingu fé- lagsins kemur skýrt fram að konur gera mun lægri launakröfur en karlar enda hafa laun karla tekið mun stærri stökk en laun kvenna undanfarið. Því hlýtur að þurfa að gera sérstakt átak til jöfnunar og endurmats á störfum kvenna. Loforð ríkisstjórnarinnar sem Davíð Oddsson kynnti við setningu ráð- stefnunnar Konur og lýðræði og miða að því að bæta stöðu kvenna á ýmsan hátt. Loforðin voru I fjórum liðum og lutu að foreldraorlofi, átaki til að jafna möguleika kynjanna til launa og starfsframa ( ríkisfyrirtækjum, aukinni jafn- réttisfræðslu I skólum og aðgerðum til að sætta skyldur fólks gagnvart starfi og heimili. Kvennabanki Góð hugmynd sem vonandi kemst I fram- kvæmd. Það er löngu þekkt staðreynd að völd- in I þjóðfélaginu eru þar sem peningarnir eru, þess vegna er mikilvægt að konur hasli sér völl þar eins og annars staðar. í N U S Millifæranlegur persónuafsláttur sem ríkisstjórnin jók nýlega úr 80 I 100%. Sér- sköttun hjóna er meira I anda þeirrar stefnu kvennahreyfingarinnar að konur séu fjárhags- lega sjálfstæðar. Vegna hins mikla launamunar kynjanna er hætt við að þessi aðgerð verði enn frekar til þess að gera konur fjárhagslega háð- ar eiginmönnum slnum. Útlendingaeftirlitið fyrir að brjóta 14. grein útlendingalaga sem segir að fólk sem ekki hefur atvinnuleyfi megi aðeins dvelja I landinu fjórar vikur á ári. Mörg dæmi eru um að sama stúlkan fái aftur og aftur leyfi til að dansa á nektardansstöðum en á slð- asta ári er talið að 600 stúlkur hafi fengið tlma- bundið dvalarleyfi hér sem „listdansarar." VERA • 3

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.