Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 34

Vera - 01.10.1999, Blaðsíða 34
Hrafnhildur finnur mikia óbeislaða orku i fótum sinum eftir aðgerðirnar. Það hefur verið móður hennar drifkraftur i glimunni við hið vestræna læknasamfélag. upplýsingum um það hvaða árangur hefur náðst í því að lækna menn sem orðið hafa fyrir mænuskaða. Aug- lýst verði eftir þess- um upplýsingum og þekkingin sameinuð með því að þeir sem byrjaðir eru að vinna með fólk verði kall- aðir til skrafs og ráðagerða og fái tækifæri til að vinna saman að því að leysa vandann. Einnig er gert ráð fyrir því að upplýs- ingunum verði safn- að i gagnabanka sem lamað fólk geti gengið að og nýtt sér. Staðreyndin er nefnilega sú að fullt af lömuðu fólki væri til í að fara í til- raunaaðgerðir til að þoka málum áfram en það veit ekki hvert það á að leita og fær heldur enga aðstoð við það. Þegar þetta hefur tekist er draumur minn að hægt verði að koma á fót alþjóðlegri stofnun undir vernd WHO þar sem gerðar verða tilraunir á fólki (human clinical tri- al)," segir Auður. Eftir að Gro hafði samþykkt tillöguna fól hún dr. Romer, yfirmanni málefna mænuskaðaðra hjá WHO, að koma nefndinni á fót. Hann var mjög áhuga- samur og vildi að Auður hjálpaði til við að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. En IMSOP var ætlað að vinna verkefnið þar sem félagið er styrkt af WHO og þegar á reyndi rákust hugmyndir móð- urinnar frá íslandi einu sinni enn á veggi alþjóða læknasamfélagsins. Þar sem dr. Rossier, tengiliður IMSOP við WHO, var ekki spenntur fyrir þessu máli virðist hann ætla sér að svæfa það. „Mér finnst þetta oft mjög erfitt," segir Auður og viðukennir að stundum fallist henni hendur. „Ég verð að brjóta niður hvern múrinn á fætur öðrum og eyða hugarorku og tíma I að hugsa út hvernig ég eigi að komast fram hjá þessum eða hinum svo ég komist þangað sem ég ætla mér." Nú standa málin þannig að Benedikt Jóns- son hefur lagt til við Gro að fyrstu skrefin í framkvæmd tillögunnar verði stigin á íslandi með því að upplýsingaöflun fari hérfram. Auð- ur segir að ef Gro samþykki þetta fái hún frjáls- ar hendur og geti byrjað að safna upplýsingun- um hér á landi. Ef Gro samþykki þetta hins vegar ekki sé hægt að gleyma þessu máli. Auður segir að margir læknar séu að gera góða hluti og hún hefur hitt ýmsa þeirra að máli. „Það eru haldnar stórar læknaráðstefnur þar sem læknar lýsa því sem þeir eru að gera, svo er klappað fyrir þeim en ekkert gerist meira því allir fara heim og halda áfram að vinna hver í sínu horni. Ég fer ekki ofan af því að ef nást Ég hef horft á þjáningar dóttur minnar á hverjum degi í tíu ár og veit að út um allan heim eru mæður sem vilja berjast fyrir börnin sín. Þess vegna trúi ég því að þetta sé verkefni sem konur geti sameinast um því yfirleitt eru það við sem hugsum um börnin og þau sem verða fyrir skakkaföllum. á árangur þarf að skipta um stefnu. Það þarf að vinna sérstaklega að því að kalla eftir þess- ari þekkingu og safna henni á einn stað. Vegna eiginhagsmuna lækna eru þeir ekki færir um að sameina þekkingu og þess vegna verður að beita pólitískum aðferðum og fá hlutlausa aðila að málinu. Áður en settir verða meiri peningar í rann- sóknir þarf að fara yfir hvað búið er að finna út nú þegar, hverjir hafa komið málum frá rann- sóknastofunum út ( veruleikann og koma stjórn á það sem á eftir að rannsaka, í stað þess að allir séu að rannsaka það sama. En vinna af þessu tagi þarf að vera undir vernd viðurkenndrar stofnunar. Ef það tækist er ég viss um að margir vildu styrkja verk- efnið fjárhagslega og brautryðjendur á þessu sviði tækju því fagnandi að geta sent inn faglegar upplýsingar. Ef Benedikt Jóns- syni tekst að fá verk- efnið til Islands og hægt yrði að byrja að vinna skipulega, myndi ég hafa sam- band við fleiri þjóð- höfðingja, sérstak- lega konur, og biðja þær um að tala fyrir þessu máli þannig að hrinda megi af stað alþjóðlegu átaki. Að fá lækn- ingu meina sinna eru mannréttindi. Að geta klórað sér í höfðinu, greitt sér og matað og farið sjálfur á klósett eru mannréttindi. Engir í veröldinni hafa minni mannréttindi en þeir sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Fullt af lömuðu fólki sem hefði verið til i að taka þátt í að þróa lækningu hefur nú misst af lestinni vegna sljóleika þeirra sem betur mega sín. Ég hef horft á þjáningar dóttur minnar á hverjum degi í tíu ár og veit að út um all- an heim eru mæður sem vilja berjast fyr- ir börnin sín. Þess vegna trúi ég því að þetta sé verkefni sem konur geti sam- einast um því yfirleitt eru það við sem hugsum um börnin og þau sem verða fyrir skakkaföllum. Við verðum að trúa á styrk lífsins og lækningarmátt likamans því hann er eins og fjölært blóm sem getur skotið út afleggjurum á ótrúlegustu stöðum ef hann fær tækifæri til þess. Hrafnhildur mín segist finna mikla óbeislaða orku í fótum sínum eftir aðgerðirnar. Á þá staðreynd trúi ég og styð hana í því að þjálfa sig áfram. Ég spái því að á næstu fjórum árum munum við geta sýnt fram á að aðferð Zhangs er leið sem gæti opnað mörgum lömuðum leið til betra lífs og verið ómetanlegt innlegg ( heildarlækningu," segir Auður Guðjónsdóttir að lokum og þegar ég kveð er hún komin í símann að tala við er- lendan lækni um þetta hjartans mál sitt. 34 • VERA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.